Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 10:21 Carlo Ancelotti mætti kokhraustur á blaðmannafund fyrir leik Real Madrid og telur að lið hans muni sýna sitt rétta andlit í dag. Getty/ Alberto Gardin Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur trú á því að liðið hans snúi við blaðinu í leik sínum á móti Osasuna í spænsku deildinni í dag. Hann mætti með kassann út á blaðamannfund fyrir leikinn. Real Madrid hefur tapað tveimur heimaleikjum í röð og ekki unnið leik í næstum því þrjár vikur. Liðið steinlá 4-0 á móti Barcelona og 3-1 á móti AC Milan í Meistaradeildinni í þessum tveimur leikjum sínum sem fór báðir fram á Santiago Bernabeu. Nú er komið að einum heimaleik í viðbót og ekkert nema sigur getur slökkt eldana sem brenna nú í Real samfélaginu. „Þetta er erfiður leikur fyrir alla. Við höfum farið vel yfir stöðuna með leikmönnum okkar,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi en Osasuna er í fimmta sæti og getur náð Real að stigum með sigri. Farið að hitna undir Ancelotti Svo slæm er staðan er að það er meira að segja farið að hitna undir ítalska þjálfaranum. „Ég er búinn að finna lausnina en við verðum að sjá það ganga upp inn á vellinum. Við vonumst til að það gangi eftir,“ sagði Ancelotti. Hann vill sjá meira frá leikmönnum sínum. ESPN segir frá. „Þetta snýst um fórnfýsi, einbeitingu og liðssamvinnu. Það er ekkert nýtt. Við verðum að vera þéttir og það þýðir fórnfýsi. Við þurfum einbeitingu til að velja réttu sendinguna. Ef þú spilar sem eitt lið þá verstu sem eitt lið og við gerðum það stórkostlega á síðustu leiktíð,“ sagði Ancelotti. Vörnin í tómu tjóni Varnarleikurinn er stórt vandamál. Liðið hefur spilað án hinna meiddu Thibaut Courtois, Dani Carvajal og David Alaba en í síðustu þremur leikjum hefur Real fengið á sig níu mörk. „Við höfum fengið tíma til að finna lausnir. Við vitum að við getum gert betur,“ sagði Ancelotti. Real er nú níu stigum á eftir Barcelona en liðið á leik inni. Þeir eru aftur á móti bara í átjánda sæti í Meistaradeildinni. Nú er erfiður tími „Við erum ekki vanir slíku enda hefur gengið mjög vel í langan tíma. Nú er erfiður tími. Við sættum okkur við það en við megum ekki gefast upp. Ég er ánægður með að vera hjá þessum klúbbi af því að hann er sá besti í heimi til að koma enn sterkari til baka. Þessi hópur er öflugur og klár í þetta verkefni,“ sagði Ancelotti. „Við erum allir í sama bátnum, leikmenn, klúbburinn og ég. Við höfum aldrei verið samheldnari,“ sagði Ancelotti. Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira
Real Madrid hefur tapað tveimur heimaleikjum í röð og ekki unnið leik í næstum því þrjár vikur. Liðið steinlá 4-0 á móti Barcelona og 3-1 á móti AC Milan í Meistaradeildinni í þessum tveimur leikjum sínum sem fór báðir fram á Santiago Bernabeu. Nú er komið að einum heimaleik í viðbót og ekkert nema sigur getur slökkt eldana sem brenna nú í Real samfélaginu. „Þetta er erfiður leikur fyrir alla. Við höfum farið vel yfir stöðuna með leikmönnum okkar,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi en Osasuna er í fimmta sæti og getur náð Real að stigum með sigri. Farið að hitna undir Ancelotti Svo slæm er staðan er að það er meira að segja farið að hitna undir ítalska þjálfaranum. „Ég er búinn að finna lausnina en við verðum að sjá það ganga upp inn á vellinum. Við vonumst til að það gangi eftir,“ sagði Ancelotti. Hann vill sjá meira frá leikmönnum sínum. ESPN segir frá. „Þetta snýst um fórnfýsi, einbeitingu og liðssamvinnu. Það er ekkert nýtt. Við verðum að vera þéttir og það þýðir fórnfýsi. Við þurfum einbeitingu til að velja réttu sendinguna. Ef þú spilar sem eitt lið þá verstu sem eitt lið og við gerðum það stórkostlega á síðustu leiktíð,“ sagði Ancelotti. Vörnin í tómu tjóni Varnarleikurinn er stórt vandamál. Liðið hefur spilað án hinna meiddu Thibaut Courtois, Dani Carvajal og David Alaba en í síðustu þremur leikjum hefur Real fengið á sig níu mörk. „Við höfum fengið tíma til að finna lausnir. Við vitum að við getum gert betur,“ sagði Ancelotti. Real er nú níu stigum á eftir Barcelona en liðið á leik inni. Þeir eru aftur á móti bara í átjánda sæti í Meistaradeildinni. Nú er erfiður tími „Við erum ekki vanir slíku enda hefur gengið mjög vel í langan tíma. Nú er erfiður tími. Við sættum okkur við það en við megum ekki gefast upp. Ég er ánægður með að vera hjá þessum klúbbi af því að hann er sá besti í heimi til að koma enn sterkari til baka. Þessi hópur er öflugur og klár í þetta verkefni,“ sagði Ancelotti. „Við erum allir í sama bátnum, leikmenn, klúbburinn og ég. Við höfum aldrei verið samheldnari,“ sagði Ancelotti.
Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira