Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 14:01 Matt Choi þótti fara yfir strikið með framgöngu sinni í New York maraþoninu. Samsett/Getty/Instagram Hinn 29 ára gamli Matt Choi frá Texas, áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá New York maraþoninu vegna hegðunar sinnar í þessu gríðarlega vinsæla maraþonhlaupi. Choi tók þátt í hlaupinu um síðustu helgi en var með myndatökumenn með sér sem fylgdu honum á rafmagnshjólum, og trufluðu aðra keppendur í hlaupinu. New York Road Runners, sem skipuleggur hlaupið, segir í yfirlýsingu að Choi hafi með þessu brotið keppnisreglur hlaupsins sem og reglur alþjóða frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Eitt af því sem NYRR var tilkynnt um var að Choi hefði hlaupið með aðstoð tveggja manna, án heimildar, sem ferðuðust um brautina á rafmagnshjólum og hindruðu aðra hlaupara,“ segir í yfirlýsingu NYRR. Choi kláraði hlaupið á 2:57:15 klukkustundum, eða um 50 mínútum á eftir Abdi Nageeye sem fór með sigur af hólmi í karlaflokki. Vakti reiði annarra hlaupara Ljóst er að hegðun Choi vakti pirring og reiði annarra hlaupara. AP vitnar í skrif eins þeirra á Reddit sem sagði: „Fyrir mig sem hlaupara þá var stórkostlegt að sjá hann. Það gaf mér enn meira hungur í að fara framhjá honum og sjá til þess að ég þyrfti ekki að sjá hann eða þessa heimsku myndatökumenn hans það sem eftir var hlaupsins.“ Choi, sem er með yfir 400.000 fylgjendur á Instagram, virðist hafa séð að sér því hann hefur nú beðist afsökunar í myndbandsfærslu. Choi viðurkennir þar að með því að láta taka upp hlaup sitt hafi hann stofnað öðrum keppendum í hættu og mögulega komið í veg fyrir að þeir næðu sínum besta tíma, eða kæmust til að ná sér í drykki á drykkjarstöðvum. Yfir 55.000 manns kláruðu hlaupið, þar sem farið var í gegnum stóru hverfin fimm í New York. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Það er ekkert sem afsakar það sem ég gerði. Ég var eigingjarn á sunnudaginn, með því að fá bróður minn og myndatökumanninn minn til að fylgja mér eftir á rafmagnshjólum, og það hafði alvarlegar afleiðingar. Á meðan að New York maraþonið á að snúast um alla aðra og samfélagið þá lét ég það snúast um sjálfan mig. Ég vil biðja alla sem þetta bitnaði á afsökunar. Svo það sé á hreinu þá átti ég 100% sök á þessu,“ segir Choi sem kveðst ekki ætla að áfrýja banni NYRR. Hlaup Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira
Choi tók þátt í hlaupinu um síðustu helgi en var með myndatökumenn með sér sem fylgdu honum á rafmagnshjólum, og trufluðu aðra keppendur í hlaupinu. New York Road Runners, sem skipuleggur hlaupið, segir í yfirlýsingu að Choi hafi með þessu brotið keppnisreglur hlaupsins sem og reglur alþjóða frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Eitt af því sem NYRR var tilkynnt um var að Choi hefði hlaupið með aðstoð tveggja manna, án heimildar, sem ferðuðust um brautina á rafmagnshjólum og hindruðu aðra hlaupara,“ segir í yfirlýsingu NYRR. Choi kláraði hlaupið á 2:57:15 klukkustundum, eða um 50 mínútum á eftir Abdi Nageeye sem fór með sigur af hólmi í karlaflokki. Vakti reiði annarra hlaupara Ljóst er að hegðun Choi vakti pirring og reiði annarra hlaupara. AP vitnar í skrif eins þeirra á Reddit sem sagði: „Fyrir mig sem hlaupara þá var stórkostlegt að sjá hann. Það gaf mér enn meira hungur í að fara framhjá honum og sjá til þess að ég þyrfti ekki að sjá hann eða þessa heimsku myndatökumenn hans það sem eftir var hlaupsins.“ Choi, sem er með yfir 400.000 fylgjendur á Instagram, virðist hafa séð að sér því hann hefur nú beðist afsökunar í myndbandsfærslu. Choi viðurkennir þar að með því að láta taka upp hlaup sitt hafi hann stofnað öðrum keppendum í hættu og mögulega komið í veg fyrir að þeir næðu sínum besta tíma, eða kæmust til að ná sér í drykki á drykkjarstöðvum. Yfir 55.000 manns kláruðu hlaupið, þar sem farið var í gegnum stóru hverfin fimm í New York. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Það er ekkert sem afsakar það sem ég gerði. Ég var eigingjarn á sunnudaginn, með því að fá bróður minn og myndatökumanninn minn til að fylgja mér eftir á rafmagnshjólum, og það hafði alvarlegar afleiðingar. Á meðan að New York maraþonið á að snúast um alla aðra og samfélagið þá lét ég það snúast um sjálfan mig. Ég vil biðja alla sem þetta bitnaði á afsökunar. Svo það sé á hreinu þá átti ég 100% sök á þessu,“ segir Choi sem kveðst ekki ætla að áfrýja banni NYRR.
Hlaup Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira