Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 22:00 Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða um land vegna foks. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar renna út á næstu klukkutímunum. Veðurfræðingur á vakt segir að þó stutt sé í að veðrið gangi niður geti það enn valdið vandræðum síðustu klukkutímana á til dæmis Norðausturlandi. Þá eru í gildi skriðuviðvaranir og viðvaranir um grjóthrun á Suður- og Vesturland og Vestfjörðum fram að helgi. „Þetta er búið að vera dálítill hvellur. Sérstaklega á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Það á svo eftir að hvessa aðeins á Norðausturlandi áður en þetta gengur niður. Þannig þetta er ekki alveg búið en um og eftir miðnætti ætti þetta að ganga hratt niður. Þetta er lítil og kröpp lægð sem fer hratt hjá og hún er ekki alveg búin,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að á morgun og á laugardag verði töluvert skárra veður en aðeins leiðinlegra á sunnudag. Áminning um að festa eða fjarlægja það sem getur fokið Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að nokkuð vel hafi gengið hjá björgunarsveitum þrátt fyrir þó nokkur útköll. Ekki hafi verið tilkynnt um neitt alvarlegt en eitthvað um fok víða um land. „Þetta hefur ekki reynt mikið á okkur en það var verið að kalla út núna á Akureyri út af plötum sem voru að fjúka á byggingasvæði,“ segir hann og að kallað hafi verið út í samskonar verkefni á Ísafirði og Bolungarvík í dag. Þá hafi einnig fokið af svölum á Ísafirði og trampólín á Héraði í morgun. Jón Þór segir að það sé greinilegt að enn hafi margir átt að fjarlægja hluti úr görðum og af svölum sem geti fokið. „Það er fínt að líta á þetta sem síðustu viðvörun fyrir veturinn að ganga frá því sem maður vill ekki að fjúki frá sér.“ Á vef Vegagerðarinnar má sjá að greiðfært er um allt land en víða mjög hvasst. Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af veðri á vef Veðurstofunnar og færð vega á vef Vegagerðarinnar. Veður Færð á vegum Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira
Þá eru í gildi skriðuviðvaranir og viðvaranir um grjóthrun á Suður- og Vesturland og Vestfjörðum fram að helgi. „Þetta er búið að vera dálítill hvellur. Sérstaklega á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Það á svo eftir að hvessa aðeins á Norðausturlandi áður en þetta gengur niður. Þannig þetta er ekki alveg búið en um og eftir miðnætti ætti þetta að ganga hratt niður. Þetta er lítil og kröpp lægð sem fer hratt hjá og hún er ekki alveg búin,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að á morgun og á laugardag verði töluvert skárra veður en aðeins leiðinlegra á sunnudag. Áminning um að festa eða fjarlægja það sem getur fokið Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að nokkuð vel hafi gengið hjá björgunarsveitum þrátt fyrir þó nokkur útköll. Ekki hafi verið tilkynnt um neitt alvarlegt en eitthvað um fok víða um land. „Þetta hefur ekki reynt mikið á okkur en það var verið að kalla út núna á Akureyri út af plötum sem voru að fjúka á byggingasvæði,“ segir hann og að kallað hafi verið út í samskonar verkefni á Ísafirði og Bolungarvík í dag. Þá hafi einnig fokið af svölum á Ísafirði og trampólín á Héraði í morgun. Jón Þór segir að það sé greinilegt að enn hafi margir átt að fjarlægja hluti úr görðum og af svölum sem geti fokið. „Það er fínt að líta á þetta sem síðustu viðvörun fyrir veturinn að ganga frá því sem maður vill ekki að fjúki frá sér.“ Á vef Vegagerðarinnar má sjá að greiðfært er um allt land en víða mjög hvasst. Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af veðri á vef Veðurstofunnar og færð vega á vef Vegagerðarinnar.
Veður Færð á vegum Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira