Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2024 11:03 Hakan Calhanoglu tryggði Inter sigur á Arsenal. getty/Piero Cruciatti Inter vann Arsenal, Atlético Madrid sigraði Paris Saint-Germain á dramatískan hátt og öskubuskuævintýri Brest hélt áfram. Þetta og margt fleira gerðist í Meistaradeild Evrópu í gær. Öll mörk gærdagsins má sjá í fréttinni. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins þegar Inter tók á móti Arsenal í gær. Markið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Inter hefur ekki enn fengið á sig mark í Meistaradeildinni. Ángel Correa skoraði sigurmark Atlético Madrid gegn PSG þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, 1-2. Warren Zaïre-Emery kom Parísarliðinu yfir en Nahuel Molina jafnaði fyrir Spánverjana. Correa skoraði svo sigurmarkið á elleftu stundu. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann Rauðu stjörnuna, 2-5, í Belgrad. Pólski framherjinn hefur nú skorað 99 mörk í Meistaradeildinni og vantar aðeins eitt mark til að verða sá þriðji til að skora hundrað mörk í keppninni, á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Inigo Martínez, Raphinha og Fermín López skoruðu einnig fyrir Barcelona í gær. Silas Katompa Mvumpa og Felício Milson skoruðu mörk Rauðu stjörnunnar sem hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni. Eftir tvö töp í röð sigraði Bayern München Benfica, 1-0, á heimavelli. Jamal Musiala skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Aston Villa tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Club Brugge, 1-0. Hans Vaneken skoraði markið úr víti í upphafi seinni hálfleiks. Tyrone Mings, varnarmaður Villa, gerði skelfileg mistök í aðdraganda vítisins. Atalanta hélt hreinu í fjórða sinn í jafn mörgum leikjum í Meistaradeildinni er liðið bar sigurorð af Stuttgart, 0-2. Ademola Lookman og Nicolo Zaniolo skoruðu mörk ítalska liðsins. Hinn tvítugi Karim Konaté skoraði tvívegis þegar Red Bull Salzburg vann sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, 1-3 gegn Feyenoord. Daouda Guindo skoraði einnig fyrir austurrísku meistarana en Anis Hadj Moussa gerði mark Hollendinganna. Brest heldur áfram að gera frábæra hluti í Meistaradeildinni og vann 1-2 sigur á Sparta Prag á útivelli. Edimilson Fernandes skoraði fyrir Brest og Kasper Kairinen gerði svo sjálfsmark. Victor Olatunji lagaði stöðuna fyrir Sparta Prag. Klippa: Sparta Prag 1-2 Brest Shakhtar Donetsk vann góðan sigur á Young Boys í Gelsenkirchen í Þýskalandi, 2-1. Kastriot Imeri kom Svisslendingunum yfir en Oleksandr Zubkov og Heorhiy Sudakov svöruðu fyrir Úkraínumennina. Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Barcelona vann góðan útisigur í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins er vel merktur eftir kvöldið í Belgrad. 7. nóvember 2024 08:02 Atlético Madríd stal sigrinum í París Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 6. nóvember 2024 22:30 Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar. 6. nóvember 2024 19:32 Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. nóvember 2024 19:32 Glórulaus Mings kostaði Villa Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. 6. nóvember 2024 17:17 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins þegar Inter tók á móti Arsenal í gær. Markið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Inter hefur ekki enn fengið á sig mark í Meistaradeildinni. Ángel Correa skoraði sigurmark Atlético Madrid gegn PSG þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, 1-2. Warren Zaïre-Emery kom Parísarliðinu yfir en Nahuel Molina jafnaði fyrir Spánverjana. Correa skoraði svo sigurmarkið á elleftu stundu. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann Rauðu stjörnuna, 2-5, í Belgrad. Pólski framherjinn hefur nú skorað 99 mörk í Meistaradeildinni og vantar aðeins eitt mark til að verða sá þriðji til að skora hundrað mörk í keppninni, á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Inigo Martínez, Raphinha og Fermín López skoruðu einnig fyrir Barcelona í gær. Silas Katompa Mvumpa og Felício Milson skoruðu mörk Rauðu stjörnunnar sem hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni. Eftir tvö töp í röð sigraði Bayern München Benfica, 1-0, á heimavelli. Jamal Musiala skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Aston Villa tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Club Brugge, 1-0. Hans Vaneken skoraði markið úr víti í upphafi seinni hálfleiks. Tyrone Mings, varnarmaður Villa, gerði skelfileg mistök í aðdraganda vítisins. Atalanta hélt hreinu í fjórða sinn í jafn mörgum leikjum í Meistaradeildinni er liðið bar sigurorð af Stuttgart, 0-2. Ademola Lookman og Nicolo Zaniolo skoruðu mörk ítalska liðsins. Hinn tvítugi Karim Konaté skoraði tvívegis þegar Red Bull Salzburg vann sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, 1-3 gegn Feyenoord. Daouda Guindo skoraði einnig fyrir austurrísku meistarana en Anis Hadj Moussa gerði mark Hollendinganna. Brest heldur áfram að gera frábæra hluti í Meistaradeildinni og vann 1-2 sigur á Sparta Prag á útivelli. Edimilson Fernandes skoraði fyrir Brest og Kasper Kairinen gerði svo sjálfsmark. Victor Olatunji lagaði stöðuna fyrir Sparta Prag. Klippa: Sparta Prag 1-2 Brest Shakhtar Donetsk vann góðan sigur á Young Boys í Gelsenkirchen í Þýskalandi, 2-1. Kastriot Imeri kom Svisslendingunum yfir en Oleksandr Zubkov og Heorhiy Sudakov svöruðu fyrir Úkraínumennina. Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Barcelona vann góðan útisigur í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins er vel merktur eftir kvöldið í Belgrad. 7. nóvember 2024 08:02 Atlético Madríd stal sigrinum í París Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 6. nóvember 2024 22:30 Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar. 6. nóvember 2024 19:32 Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. nóvember 2024 19:32 Glórulaus Mings kostaði Villa Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. 6. nóvember 2024 17:17 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Barcelona vann góðan útisigur í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins er vel merktur eftir kvöldið í Belgrad. 7. nóvember 2024 08:02
Atlético Madríd stal sigrinum í París Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 6. nóvember 2024 22:30
Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar. 6. nóvember 2024 19:32
Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. nóvember 2024 19:32
Glórulaus Mings kostaði Villa Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. 6. nóvember 2024 17:17