Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 09:32 Arne Slot og Xabi Alonso mætast með lið sín á Anfield í Meistaradeildinni í kvöld. Getty/ Jan Kruger/Jörg Schüler Liverpool tekur á móti Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í kvöld og það munu örugglega fáir stuðningsmenn Liverpool missa af þessum leik. Xabi Alonso stýrir liði Leverkusen en hann var mikið orðaður við það að verða eftirmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool. Alonso hélt áfram hjá Leverkusen og Liverpool réð í staðinn Hollendinginn Arne Slot. Leverkusen tapaði ekki leik á síðasta tímabili og vann sinn fyrsta þýska meistaratitil frá upphafi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í ár og í fyrra hjá lærisveinum Alonso en Slot hefur aftur á móti byrjað frábærlega með Liverpool. Alonso fékk hrós frá kollega sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað gerir hann að svo sérstökum stjóra þegar þú vinnur ekki með honum daglega en hann er sérstakur, það er á hreinu,“ sagði Slot. „Liðið var í hópi neðstu liðanna þegar hann tók við, þeir eyddu ekki miklum pening og notuðu nánast sömu leikmenn. Þetta lið tapaði bara einum leik og sá var í úrslitaleik Evrópudeildarinnar,“ sagði Slot. „Það er eins og áður sagði erfitt að segja hvað gerir hann svona góðan en eitt af því er örugglega það að hafa spilað fyrir svo marga ótrúlega stjóra á sínum leikmannaferli. Hann þekkir líka og skilur hvernig leikmönnum líður á ákveðnum tímapunktum,“ sagði Slot. „Besta leiðin til að komast að því hvað gerir hann svo sérstakan væri að spyrja leikmennina sem hafa spilað fyrir hann,“ sagði Slot. Leikur Liverpool og Bayer Leverkusen hefst klukkan 20.00 í kvöld en útsendingin á Vodafone Sport hefst klukakn 19.50. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Xabi Alonso stýrir liði Leverkusen en hann var mikið orðaður við það að verða eftirmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool. Alonso hélt áfram hjá Leverkusen og Liverpool réð í staðinn Hollendinginn Arne Slot. Leverkusen tapaði ekki leik á síðasta tímabili og vann sinn fyrsta þýska meistaratitil frá upphafi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í ár og í fyrra hjá lærisveinum Alonso en Slot hefur aftur á móti byrjað frábærlega með Liverpool. Alonso fékk hrós frá kollega sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað gerir hann að svo sérstökum stjóra þegar þú vinnur ekki með honum daglega en hann er sérstakur, það er á hreinu,“ sagði Slot. „Liðið var í hópi neðstu liðanna þegar hann tók við, þeir eyddu ekki miklum pening og notuðu nánast sömu leikmenn. Þetta lið tapaði bara einum leik og sá var í úrslitaleik Evrópudeildarinnar,“ sagði Slot. „Það er eins og áður sagði erfitt að segja hvað gerir hann svona góðan en eitt af því er örugglega það að hafa spilað fyrir svo marga ótrúlega stjóra á sínum leikmannaferli. Hann þekkir líka og skilur hvernig leikmönnum líður á ákveðnum tímapunktum,“ sagði Slot. „Besta leiðin til að komast að því hvað gerir hann svo sérstakan væri að spyrja leikmennina sem hafa spilað fyrir hann,“ sagði Slot. Leikur Liverpool og Bayer Leverkusen hefst klukkan 20.00 í kvöld en útsendingin á Vodafone Sport hefst klukakn 19.50.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira