Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2024 14:00 Strákarnir komast í hann krappan í annarri seríu ásamt umboðsmanninum Mollý. Baldur Kristjáns Strákarnir í IceGuys komast í hann krappann í annarri seríu í samnefndum þáttum þegar þeir eru dæmdir til samfélagsþjónustu eftir dularfullt hvarfs Arons Can. Fyrsta stiklan úr seríunni er frumsýnd á Vísi. Endurkoma sjónvarpsþáttanna var tilkynnt um síðustu áramót en von er á IceGuys 2 í Sjónvarp Símans í lok nóvember. Fyrsti þáttur fer í loftið 24. nóvember. Lög sveitarinnar hafa hljómað í eyrum landsmanna seinustu misseri en ný plata sveitarinnar, 1918, hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu hennar fyrr í þessum mánuði. Fyrsta þáttaröðin endaði með dramatískum hætti þar sem Aron Can stakk af með alla peninga sveitarinnar og hinir meðlimir sveitarinnar sátu eftir með sárt ennið og vissu ekkert hvað varð um vin þeirra, Aron Can. Hvar er Aron? Hvar eru peningarnir? Hvað gera strákarnir núna? Ísköld áskorun að kafa í næsta fasa IceGuys „Við hjá Símanum erum full tilhlökkunar að frumsýna glænýja þáttaröð af IceGuys. Strákarnir eru nýbúnir að selja upp fimm Laugardalshallir fyrir jólatónleikana sína og því tilvalið fyrir IceGang aðdáenda hópinn að byrja snemma með sannarlega stórkostlegri þáttaröð,“ er haft eftir Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans í tilkynningu. Þættirnir eru sem fyrr í leikstjórn Allans Sigurðssonar, Hannesar Þór Arasonar og Hannesar Þórs Halldórssonar, en fyrirtækið Atlavík sem er í eigu leikstjórana fer með framleiðsluna á þáttunum. Handritshöfundur þáttanna er svo enginn annar en Sóli Hólm. „Það var stór og ísköld áskorun að kafa dýpra í næsta fasa Iceguys sögunnar eftir rússíbana síðasta árs en það hafðist og hér erum við, Iceguys 2. Margir mánuðir fóru í þróunarferli, gríðarlegt púður var lagt í tökurnar og það er erfitt að lýsa metnaðinum og drifkraftinum sem liggur á bak við gerð þessara þátta,“ segir Hannes Þór Halldórsson leikstjóri hjá Atlavík. „IceGuys heimurinn er óútreiknanlegur og þar getur allt gerst. Í seríu 2 skiptum við um gír og keyrum allt í botn og við vonum að áhorfendur upplifi og skynji ástríðuna sem við lögðum öll í þetta verkefni.“ Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Endurkoma sjónvarpsþáttanna var tilkynnt um síðustu áramót en von er á IceGuys 2 í Sjónvarp Símans í lok nóvember. Fyrsti þáttur fer í loftið 24. nóvember. Lög sveitarinnar hafa hljómað í eyrum landsmanna seinustu misseri en ný plata sveitarinnar, 1918, hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu hennar fyrr í þessum mánuði. Fyrsta þáttaröðin endaði með dramatískum hætti þar sem Aron Can stakk af með alla peninga sveitarinnar og hinir meðlimir sveitarinnar sátu eftir með sárt ennið og vissu ekkert hvað varð um vin þeirra, Aron Can. Hvar er Aron? Hvar eru peningarnir? Hvað gera strákarnir núna? Ísköld áskorun að kafa í næsta fasa IceGuys „Við hjá Símanum erum full tilhlökkunar að frumsýna glænýja þáttaröð af IceGuys. Strákarnir eru nýbúnir að selja upp fimm Laugardalshallir fyrir jólatónleikana sína og því tilvalið fyrir IceGang aðdáenda hópinn að byrja snemma með sannarlega stórkostlegri þáttaröð,“ er haft eftir Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans í tilkynningu. Þættirnir eru sem fyrr í leikstjórn Allans Sigurðssonar, Hannesar Þór Arasonar og Hannesar Þórs Halldórssonar, en fyrirtækið Atlavík sem er í eigu leikstjórana fer með framleiðsluna á þáttunum. Handritshöfundur þáttanna er svo enginn annar en Sóli Hólm. „Það var stór og ísköld áskorun að kafa dýpra í næsta fasa Iceguys sögunnar eftir rússíbana síðasta árs en það hafðist og hér erum við, Iceguys 2. Margir mánuðir fóru í þróunarferli, gríðarlegt púður var lagt í tökurnar og það er erfitt að lýsa metnaðinum og drifkraftinum sem liggur á bak við gerð þessara þátta,“ segir Hannes Þór Halldórsson leikstjóri hjá Atlavík. „IceGuys heimurinn er óútreiknanlegur og þar getur allt gerst. Í seríu 2 skiptum við um gír og keyrum allt í botn og við vonum að áhorfendur upplifi og skynji ástríðuna sem við lögðum öll í þetta verkefni.“
Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira