Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 09:31 Sergio Ramos sést hér snúa niður Mohamed Salah í úrslitaleiknum 2018 en Jürgen Klopp er enn ósáttur við hann. Getty/Robbie Jay Barratt Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er enn fúll yfir tapinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018 og þá sérstaklega út í einn mann. Real Madrid vann þá 3-1 sigur á Liverpool í Kænugarði í Úkraínu en ein stærsta fréttin frá leiknum var þegar Mohamed Salah fór snemma meiddur af velli eftir að Sergio Ramos sneri hann niður. Salah fór grátandi af velli með slæm axlarmeiðsli og Liverpool liðið átti litla möguleika eftir það. Klopp ræddi þennan úrslitaleik í hlaðvarpsviðtali við Toni Kroos. Kroos var í liði Real Madrid sem fagnaði þarna sigri. Ramos var ekki hættur því hann lenti líka í samstuði við Liverpool markvörðinn Loris Karius. Karius er talinn hafa fengið heilahristing. Markvörðurinn hélt samt áfram og gerði tvö skelfileg mistök seinna í leiknum. „Er herra Ramos virkilega góður gæi?“ spurði Jürgen Klopp. ESPN segir frá. „Hann er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn. Þetta brot hans var svo gróft,“ sagði Klopp. „Ég skildi aldrei þennan hugsunarhátt hans. Ég hef aldrei verið með slíka leikmenn og þegar ég fékk slíka leikmenn þá sá ég til þess að þeir fóru í burtu aftur,“ sagði Klopp. Kroos kom Ramos til varnar og sagði hann vera mjög góðan liðsfélaga en Klopp bætti við: „Hann er kannski ekki minn uppáhaldsleikmaður en það skiptir engu máli,“ sagði Klopp. „Ég hef alltaf litið á þetta þannig að mínir miðverðir voru alltaf það góðir að þeir þurftu ekki að standa í svona ruddaskap,“ sagði Klopp. Liverpool vann Meistaradeildina árið eftir en tapaði einnig úrslitaleik á móti Real Madrid árið 2022. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Real Madrid vann þá 3-1 sigur á Liverpool í Kænugarði í Úkraínu en ein stærsta fréttin frá leiknum var þegar Mohamed Salah fór snemma meiddur af velli eftir að Sergio Ramos sneri hann niður. Salah fór grátandi af velli með slæm axlarmeiðsli og Liverpool liðið átti litla möguleika eftir það. Klopp ræddi þennan úrslitaleik í hlaðvarpsviðtali við Toni Kroos. Kroos var í liði Real Madrid sem fagnaði þarna sigri. Ramos var ekki hættur því hann lenti líka í samstuði við Liverpool markvörðinn Loris Karius. Karius er talinn hafa fengið heilahristing. Markvörðurinn hélt samt áfram og gerði tvö skelfileg mistök seinna í leiknum. „Er herra Ramos virkilega góður gæi?“ spurði Jürgen Klopp. ESPN segir frá. „Hann er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn. Þetta brot hans var svo gróft,“ sagði Klopp. „Ég skildi aldrei þennan hugsunarhátt hans. Ég hef aldrei verið með slíka leikmenn og þegar ég fékk slíka leikmenn þá sá ég til þess að þeir fóru í burtu aftur,“ sagði Klopp. Kroos kom Ramos til varnar og sagði hann vera mjög góðan liðsfélaga en Klopp bætti við: „Hann er kannski ekki minn uppáhaldsleikmaður en það skiptir engu máli,“ sagði Klopp. „Ég hef alltaf litið á þetta þannig að mínir miðverðir voru alltaf það góðir að þeir þurftu ekki að standa í svona ruddaskap,“ sagði Klopp. Liverpool vann Meistaradeildina árið eftir en tapaði einnig úrslitaleik á móti Real Madrid árið 2022. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn