Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2024 11:01 Pétur Guðmundsson þótti skara fram úr í dómgæslunni í Bestu deild karla í ár. Stöð 2 Sport Pétur Guðmundsson er dómari ársins í Bestu deild karla í fótbolta, bæði að mati Stúkunnar á Stöð 2 Sport og að mati leikmanna deildarinnar. Guðmundur Benediktsson ræddi við hann eftir lokaleik deildarinnar í gær. Pétur átti frábært sumar og lagði sitt að mörkum við að gera deildina skemmtilega enda þekktur fyrir að vilja sem minnst þurfa að stöðva leikinn. Guðmundur benti á að það hlyti þó að verða sífellt erfiðara að dæma leiki, með síauknum hraða og gervigrasvæðingu: „Þetta er orðið meira krefjandi. Þetta er vissulega orðinn hraðari leikur, sem betur fer, við máttum nú alveg við því. Og við þolum það alveg. Við höndlum þetta. Við komum alltaf vel undirbúnir og æfum okkur vel fyrir mót, en vissulega geta hraðir leikir hjá góðum liðum verið mjög krefjandi, eins og við sáum hérna [í leik Víkings og Breiðabliks]. Þá þurfa menn að vera í toppstandi til að halda í við þetta,“ sagði Pétur sem meðal annars hlaut þann heiður að dæma bikarúrslitaleikinn í ár. Dómarar tilbúnir en strandar á peningum Sífellt fleiri deildir notast við myndbandsdómgæslu en hennar nýtur þó ekki við í Bestu deildinni. Pétur reiknar ekki með að eiga eftir að kíkja í VAR-sjána áður en dómaraferlinum lýkur: „Nei, ég á það stutt eftir af þessu þannig að ég hugsa að ég nái því nú ekki. En ég held að VAR hljóti að koma í framtíðinni. Við erum klárir og búnir að þjálfa okkar bestu menn í þetta. Þeir eru tilbúnir en ég held að þetta strandi bara á peningum. En ég hef trú á að þetta komi,“ segir Pétur. Guðmundur hvatti Pétur, sem verður 55 ára í næsta mánuði, til að dæma áfram sem lengst. „Við megum dæma óaldurstengt, þannig að ef að menn ná þrektestinu þá mega þeir dæma,“ segir Pétur sem hvetur jafnframt fólk til að spreyta sig á dómgæslu því þörfin sé vissulega til staðar fyrir fleiri dómara. Besta deild karla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Pétur átti frábært sumar og lagði sitt að mörkum við að gera deildina skemmtilega enda þekktur fyrir að vilja sem minnst þurfa að stöðva leikinn. Guðmundur benti á að það hlyti þó að verða sífellt erfiðara að dæma leiki, með síauknum hraða og gervigrasvæðingu: „Þetta er orðið meira krefjandi. Þetta er vissulega orðinn hraðari leikur, sem betur fer, við máttum nú alveg við því. Og við þolum það alveg. Við höndlum þetta. Við komum alltaf vel undirbúnir og æfum okkur vel fyrir mót, en vissulega geta hraðir leikir hjá góðum liðum verið mjög krefjandi, eins og við sáum hérna [í leik Víkings og Breiðabliks]. Þá þurfa menn að vera í toppstandi til að halda í við þetta,“ sagði Pétur sem meðal annars hlaut þann heiður að dæma bikarúrslitaleikinn í ár. Dómarar tilbúnir en strandar á peningum Sífellt fleiri deildir notast við myndbandsdómgæslu en hennar nýtur þó ekki við í Bestu deildinni. Pétur reiknar ekki með að eiga eftir að kíkja í VAR-sjána áður en dómaraferlinum lýkur: „Nei, ég á það stutt eftir af þessu þannig að ég hugsa að ég nái því nú ekki. En ég held að VAR hljóti að koma í framtíðinni. Við erum klárir og búnir að þjálfa okkar bestu menn í þetta. Þeir eru tilbúnir en ég held að þetta strandi bara á peningum. En ég hef trú á að þetta komi,“ segir Pétur. Guðmundur hvatti Pétur, sem verður 55 ára í næsta mánuði, til að dæma áfram sem lengst. „Við megum dæma óaldurstengt, þannig að ef að menn ná þrektestinu þá mega þeir dæma,“ segir Pétur sem hvetur jafnframt fólk til að spreyta sig á dómgæslu því þörfin sé vissulega til staðar fyrir fleiri dómara.
Besta deild karla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira