Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 09:41 Max Verstappen og Lando Norris ræða hér málin en sá síðarnefndi var allt annað en sáttur við heimsmeistarann. Getty/Bryn Lennon Lando Norris minnkaði forskot Max Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna í formúlu 1 í gærkvöldi en hann gagnrýndi líka aksturlag heimsmeistara síðustu þriggja ára. Verstappen fékk tvær tíu sekúndna refsingar í mexíkanska kappakstrinum í gær eftir einvígi hans og Norris á sama hringnum. Norris endaði í öðru sæti á eftir Carlos Sainz. Verstappen endaði sjötti. Norris var mjög ósáttur í talstöðvarkerfi liðsins eftir þennan hring. Verstappen þvingaði Norris til að keyra út úr brautinni. Lando Norris is once again not happy with Max Verstappen 😬#MexicoGP pic.twitter.com/x55akKKL4z— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024 „Ég var á undan allan tímann í beygjunni. Þetta gæi er hættulegur. Ég varð að forðast áreksturinn,“ sagði Norris um atvikið. Norris var að reyna að komast fram úr heimsmeistaranum sem gerði allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir það. Refsingarnar staðfestu að Verstappen skapaði hættu í brautinni með akstri sínum. Verstappen sjálfur var mjög ósáttur með að fá refsinguna og fannst hann ekki gera neitt rangt. Hans fólk fannst Norris líka komast upp með það sama. Forskot Verstappen fór úr 57 stigum niður í 47 stig eftir þessi úrslit. Nú eru fjórar keppnir eftir og smá spenna komin í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Verstappen vann sjö af fyrstu tíu keppnunum og náði yfirburðarforystu. Hann hefur hins vegar ekki unnið kappakstur síðan. Norris þarf samt að vinna upp tólf stig á Verstappen í hverri keppni til að vinna heimsmeistaratitilinn. Næsta keppni fer fram í í Brasilíu en tímabilið endar með keppnum í Las Vegas, Katar og Abú Dabí. Early drama in Mexico City! ⚠️Max Verstappen is given TWO ten-second time penalties for his clash with Lando Norris 😲 pic.twitter.com/7rTIOo97LN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) October 27, 2024 Lando Norris cuts Max Verstappen’s championship lead to 47 points 👀Can he catch him?#MexicoGP pic.twitter.com/21687AYMLo— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Verstappen fékk tvær tíu sekúndna refsingar í mexíkanska kappakstrinum í gær eftir einvígi hans og Norris á sama hringnum. Norris endaði í öðru sæti á eftir Carlos Sainz. Verstappen endaði sjötti. Norris var mjög ósáttur í talstöðvarkerfi liðsins eftir þennan hring. Verstappen þvingaði Norris til að keyra út úr brautinni. Lando Norris is once again not happy with Max Verstappen 😬#MexicoGP pic.twitter.com/x55akKKL4z— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024 „Ég var á undan allan tímann í beygjunni. Þetta gæi er hættulegur. Ég varð að forðast áreksturinn,“ sagði Norris um atvikið. Norris var að reyna að komast fram úr heimsmeistaranum sem gerði allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir það. Refsingarnar staðfestu að Verstappen skapaði hættu í brautinni með akstri sínum. Verstappen sjálfur var mjög ósáttur með að fá refsinguna og fannst hann ekki gera neitt rangt. Hans fólk fannst Norris líka komast upp með það sama. Forskot Verstappen fór úr 57 stigum niður í 47 stig eftir þessi úrslit. Nú eru fjórar keppnir eftir og smá spenna komin í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Verstappen vann sjö af fyrstu tíu keppnunum og náði yfirburðarforystu. Hann hefur hins vegar ekki unnið kappakstur síðan. Norris þarf samt að vinna upp tólf stig á Verstappen í hverri keppni til að vinna heimsmeistaratitilinn. Næsta keppni fer fram í í Brasilíu en tímabilið endar með keppnum í Las Vegas, Katar og Abú Dabí. Early drama in Mexico City! ⚠️Max Verstappen is given TWO ten-second time penalties for his clash with Lando Norris 😲 pic.twitter.com/7rTIOo97LN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) October 27, 2024 Lando Norris cuts Max Verstappen’s championship lead to 47 points 👀Can he catch him?#MexicoGP pic.twitter.com/21687AYMLo— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024
Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira