Pirraðir á excel skiptingum Péturs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2024 12:32 Strákarnir hans Péturs Ingvarssonar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bónus deildinni. vísir/anton Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds ræddu um það sem þeir kalla excel skiptingar Péturs Ingvarssonar, þjálfara Keflavíkur, í þætti föstudagsins. Á fimmtudaginn tapaði Keflavík sínum þriðja leik í röð í Bónus deild karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val, 104-80. Igor Maric skoraði sautján stig fyrir Keflvíkinga í leiknum en spilaði aðeins 21 mínútu. Það fékk strákana í Bónus Körfuboltakvöldi til að velta fyrir sér skiptingunum hjá Pétri sem virðast frekar fastmótaðar. „Ég skil pælinguna hjá honum í sambandi við það sem við köllum þessar excel skiptingar. Þú ætlar að skipta á vissum tímapunkti og visst mörgum mönnum. Það sem ég skil ekki er að það sé ekki einhver smá lestur í gangi hver er heitur, hverjum er að ganga vel og hverjum ekki?“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi. „Hann hefur nefnilega stundum fryst Igor finnst mér, sem hefur kannski byrjað rosalega vel á köflum og ekki komið inn á fyrr en það er kominn tími fyrir hann að koma aftur inn á samkvæmt excel skjalinu. Ég myndi vilja breyta róteringunni og koma honum fyrr inn á. Ég held að hann gæti oft spilað 5-6 mínútum meira.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um skiptingar Péturs Sævar Sævarsson tók dýpra í árinni en Ómar. Hann er ekki mikill aðdáandi skiptikerfis Péturs. „Ég á ógeðslega erfitt með að skilja svona excel skiptingar en ég ber alveg virðingu fyrir því að þetta sé eitthvað sem menn eru að pæla í. En sem leikmaður, þegar þú kemur inn af bekk og stendur þig vel, viltu bara halda áfram að spila þangað til að það fer að halla undan fæti,“ sagði Sævar. „Það þekkja það allir, sérstaklega menn sem eru meiri sóknarmenn en varnarmenn, að þegar þú ert heitur og finnst að allt sé að fara ofan í. Þú ert kannski að spila 15-30 mínútur í leik en bara einu sinni í viku. Íslenska deildin er ekki NBA. Þú þarft ekkert að hvíla menn. Ef þú ert með 7-8 manna róteringu er það alveg nóg. Ef þú ert leikmaður sem spilaður fimmtán mínútur í síðasta leik máttu alveg spila 35 mínútur í þessum leik ef þú ert besti leikmaðurinn á vellinum. Ég skil bara af hverju mennirnir sem eru að spila best eru ekki notaðir.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33 „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Á fimmtudaginn tapaði Keflavík sínum þriðja leik í röð í Bónus deild karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val, 104-80. Igor Maric skoraði sautján stig fyrir Keflvíkinga í leiknum en spilaði aðeins 21 mínútu. Það fékk strákana í Bónus Körfuboltakvöldi til að velta fyrir sér skiptingunum hjá Pétri sem virðast frekar fastmótaðar. „Ég skil pælinguna hjá honum í sambandi við það sem við köllum þessar excel skiptingar. Þú ætlar að skipta á vissum tímapunkti og visst mörgum mönnum. Það sem ég skil ekki er að það sé ekki einhver smá lestur í gangi hver er heitur, hverjum er að ganga vel og hverjum ekki?“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi. „Hann hefur nefnilega stundum fryst Igor finnst mér, sem hefur kannski byrjað rosalega vel á köflum og ekki komið inn á fyrr en það er kominn tími fyrir hann að koma aftur inn á samkvæmt excel skjalinu. Ég myndi vilja breyta róteringunni og koma honum fyrr inn á. Ég held að hann gæti oft spilað 5-6 mínútum meira.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um skiptingar Péturs Sævar Sævarsson tók dýpra í árinni en Ómar. Hann er ekki mikill aðdáandi skiptikerfis Péturs. „Ég á ógeðslega erfitt með að skilja svona excel skiptingar en ég ber alveg virðingu fyrir því að þetta sé eitthvað sem menn eru að pæla í. En sem leikmaður, þegar þú kemur inn af bekk og stendur þig vel, viltu bara halda áfram að spila þangað til að það fer að halla undan fæti,“ sagði Sævar. „Það þekkja það allir, sérstaklega menn sem eru meiri sóknarmenn en varnarmenn, að þegar þú ert heitur og finnst að allt sé að fara ofan í. Þú ert kannski að spila 15-30 mínútur í leik en bara einu sinni í viku. Íslenska deildin er ekki NBA. Þú þarft ekkert að hvíla menn. Ef þú ert með 7-8 manna róteringu er það alveg nóg. Ef þú ert leikmaður sem spilaður fimmtán mínútur í síðasta leik máttu alveg spila 35 mínútur í þessum leik ef þú ert besti leikmaðurinn á vellinum. Ég skil bara af hverju mennirnir sem eru að spila best eru ekki notaðir.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33 „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
„Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33
„Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41