Hafi liðið sem gísl í Argentínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. október 2024 16:23 Liam Payne og Kate Cassidy voru saman þar til stuttu áður en hann lést. Darren Gerrish/Getty Images Samfélagsmiðlastjarnan Kate Cassidy kærasta Liam Payne fannst líkt og hún væri gísl kærasta síns þar sem þau dvöldu saman í Buenos Aires í Argentínu stuttu áður en hann lést í sama fríi. Hún hafi átt gríðarlega erfitt með þá ákvörðun að fara eftir tvær vikur í Argentínu með söngvaranum. Frá þessu keppast erlendir slúðurmiðlar nú að hafa eftir vinkonu Cassidy. Payne lést í síðustu viku eftir að hann féll fram af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. Komið hefur í ljós að söngvarinn var á fjöldanum öllum af eiturlyfjum en starfsfólk hringdi á neyðarlínu þar sem hann lét þar öllum illum látum. Áður hefur komið fram að hann hafi nýverið verið búinn að missa plötusamning sinn og umboðsmann. Voru í tvær vikur saman á hótelinu Fram kemur í umfjöllun PageSix um málið að parið hafi fyrst einungis ætlað sér að dvelja í Buenos Aires í nokkra daga, til þess að fara á tónleika hjá Niall Horan. Payne hafi hinsvegar ítrekað framlengt ferðina þrátt fyrir að Cassidy hafi viljað fara. „Þau eru í Argentínu og þetta er eins og gíslataka,“ segir vinkona hennar. „Hún segir honum að hún vilji fara, þetta er viku síðar. Hann grátbiður hana um að vera og hún framlengir alltaf ferðina, um einn dag, svo tvo daga. Hann vill bara að hún verði áfram, áfram, áfram.“ Hún hafi að endingu gefist upp. Hana hafi langað heim til sín, til vina sinna og fjölskyldu auk þess sem hún hafi haft skyldum að gegna í heimalandinu. Hafi ætlað að giftast Sjálf hefur Cassidy ekki með beinum hætti tjáð sig um síðustu daga sína með kærasta sínum. Hún minntist hans hinsvegar í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sem hún birti í gær. Þar segir hún Payne hafa skrifað sér bréf stuttu fyrir andlát hans. „Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja. Hjarta mitt er brotið á hátt sem ég get ekki lýst. Ég vildi að þú gætir séð þau áhrif sem þú hefur á heiminn jafnvel þótt það sé sveipað rökkri einmitt núna. Þú færðir öllum svo mikla gleði og jákvæðni, milljónum aðdáenda, vinum, fjölskyldu og sérstaklega mér. Þú varst svo ótrúlega elskaður.“ View this post on Instagram A post shared by Kate Cassidy (@kateecass) Andlát Liam Payne Argentína Tengdar fréttir Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 18. október 2024 16:53 Frestar tónleikaferðalagi vegna andláts Payne Zayn Malik hefur ákveðið að fresta Ameríkutúr sínum vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í strákahljómsveitinni One Direction. Payne lést á miðvikudag eftir að hafa fallið af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. 20. október 2024 08:20 Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. 18. október 2024 09:59 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Frá þessu keppast erlendir slúðurmiðlar nú að hafa eftir vinkonu Cassidy. Payne lést í síðustu viku eftir að hann féll fram af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. Komið hefur í ljós að söngvarinn var á fjöldanum öllum af eiturlyfjum en starfsfólk hringdi á neyðarlínu þar sem hann lét þar öllum illum látum. Áður hefur komið fram að hann hafi nýverið verið búinn að missa plötusamning sinn og umboðsmann. Voru í tvær vikur saman á hótelinu Fram kemur í umfjöllun PageSix um málið að parið hafi fyrst einungis ætlað sér að dvelja í Buenos Aires í nokkra daga, til þess að fara á tónleika hjá Niall Horan. Payne hafi hinsvegar ítrekað framlengt ferðina þrátt fyrir að Cassidy hafi viljað fara. „Þau eru í Argentínu og þetta er eins og gíslataka,“ segir vinkona hennar. „Hún segir honum að hún vilji fara, þetta er viku síðar. Hann grátbiður hana um að vera og hún framlengir alltaf ferðina, um einn dag, svo tvo daga. Hann vill bara að hún verði áfram, áfram, áfram.“ Hún hafi að endingu gefist upp. Hana hafi langað heim til sín, til vina sinna og fjölskyldu auk þess sem hún hafi haft skyldum að gegna í heimalandinu. Hafi ætlað að giftast Sjálf hefur Cassidy ekki með beinum hætti tjáð sig um síðustu daga sína með kærasta sínum. Hún minntist hans hinsvegar í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sem hún birti í gær. Þar segir hún Payne hafa skrifað sér bréf stuttu fyrir andlát hans. „Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja. Hjarta mitt er brotið á hátt sem ég get ekki lýst. Ég vildi að þú gætir séð þau áhrif sem þú hefur á heiminn jafnvel þótt það sé sveipað rökkri einmitt núna. Þú færðir öllum svo mikla gleði og jákvæðni, milljónum aðdáenda, vinum, fjölskyldu og sérstaklega mér. Þú varst svo ótrúlega elskaður.“ View this post on Instagram A post shared by Kate Cassidy (@kateecass)
Andlát Liam Payne Argentína Tengdar fréttir Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 18. október 2024 16:53 Frestar tónleikaferðalagi vegna andláts Payne Zayn Malik hefur ákveðið að fresta Ameríkutúr sínum vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í strákahljómsveitinni One Direction. Payne lést á miðvikudag eftir að hafa fallið af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. 20. október 2024 08:20 Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. 18. október 2024 09:59 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 18. október 2024 16:53
Frestar tónleikaferðalagi vegna andláts Payne Zayn Malik hefur ákveðið að fresta Ameríkutúr sínum vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í strákahljómsveitinni One Direction. Payne lést á miðvikudag eftir að hafa fallið af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. 20. október 2024 08:20
Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. 18. október 2024 09:59