Náðu því hvað LeBron sagði við soninn fyrir stundina sögulegu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2024 12:48 Lebron og Bronny James í viðtali eftir leikinn sögulega í nótt. vísir/getty LeBron James og Bronny James skrifuðu NBA-söguna í nótt þegar þeir urðu fyrstu feðgarnir í sögu deildarinnar til að spila saman. Los Angeles Lakers tók á móti Minnesota Timberwolves þegar tímabilið 2024-25 í NBA hófst í nótt. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum vegna möguleikans á að James-feðgarnir myndu spila saman. Draumur þeirra rættist þegar fjórar mínútur voru eftir af 2. leikhluta. LeBron og Bronny komu þá báðir inn á sama tíma og spiluðu saman í smá stund. „Ertu tilbúinn,“ heyrðist LeBron segja við soninn þegar þeir gerðu sig klára að koma inn á. Strákurinn svaraði játandi. „Finnirðu fyrir spennunni? Spilaðu bara frjáls. Ekki hafa áhyggjur af mistökum. Farðu bara inn á og spilaðu af krafti,“ sagði LeBron við Bronny. LeBron: "You ready?"Bronny: "Yup."This LeBron and Bronny moment mic’d up ❤️🎙️ pic.twitter.com/ffzTOoIdCx— Bleacher Report (@BleacherReport) October 23, 2024 Bronny spilaði þrjár mínútur í sínum fyrsta NBA-leik á ferlinum. Hann klikkaði á báðum skotunum sínum en tók eitt frákast. LeBron spilaði í 35 mínútur; skoraði sextán stig, tók fimm fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Lakers vann leikinn með sjö stiga mun, 110-103. Anthony Davis fór á kostum í liði Lakers; skoraði 36 stig, tók sextán fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði þrjú skot. Ofurstoltur af syninum „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny eftir leikinn. LeBron kvaðst einnig fullur þakklætis. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða. Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu,“ sagði LeBron. Hann var að hefja sitt 22. tímabil í NBA en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2003. LeBron verður fertugur 30. desember en Bronny er nýorðinn tvítugur. Lakers valdi hann með 55. valrétti í nýliðavalinu í sumar. NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Los Angeles Lakers tók á móti Minnesota Timberwolves þegar tímabilið 2024-25 í NBA hófst í nótt. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum vegna möguleikans á að James-feðgarnir myndu spila saman. Draumur þeirra rættist þegar fjórar mínútur voru eftir af 2. leikhluta. LeBron og Bronny komu þá báðir inn á sama tíma og spiluðu saman í smá stund. „Ertu tilbúinn,“ heyrðist LeBron segja við soninn þegar þeir gerðu sig klára að koma inn á. Strákurinn svaraði játandi. „Finnirðu fyrir spennunni? Spilaðu bara frjáls. Ekki hafa áhyggjur af mistökum. Farðu bara inn á og spilaðu af krafti,“ sagði LeBron við Bronny. LeBron: "You ready?"Bronny: "Yup."This LeBron and Bronny moment mic’d up ❤️🎙️ pic.twitter.com/ffzTOoIdCx— Bleacher Report (@BleacherReport) October 23, 2024 Bronny spilaði þrjár mínútur í sínum fyrsta NBA-leik á ferlinum. Hann klikkaði á báðum skotunum sínum en tók eitt frákast. LeBron spilaði í 35 mínútur; skoraði sextán stig, tók fimm fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Lakers vann leikinn með sjö stiga mun, 110-103. Anthony Davis fór á kostum í liði Lakers; skoraði 36 stig, tók sextán fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði þrjú skot. Ofurstoltur af syninum „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny eftir leikinn. LeBron kvaðst einnig fullur þakklætis. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða. Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu,“ sagði LeBron. Hann var að hefja sitt 22. tímabil í NBA en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2003. LeBron verður fertugur 30. desember en Bronny er nýorðinn tvítugur. Lakers valdi hann með 55. valrétti í nýliðavalinu í sumar.
NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum