Íslensku stelpurnar Evrópumeistarar í fjórða sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 09:47 Íslenska kvennalandsliðið átti frábæran dag þegar allt var undir og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Fimleikasamband Íslands Ísland eignaðist Evrópumeistara í hópfimleikum í dag þegar íslenska kvennalandsliðið tryggði sér glæsilegan sigur á EM í Bakú í Aserbaísjan. Íslensku stelpurnar misstu af Evrópumeistartitlinum fyrir tveimur árum en áttu frábæran dag í úrslitunum í dag. Allt gekk upp þegar allt var undir og íslensku stelpurnar fögnuðu gríðarlega þegar úrslitin voru tilkynnt. Ísland er að gera frábæra hluti á þessu móti því áður hafi blandað unglingalandslið Íslands unnið gullverðlaun. Þetta er í fjórða sinn sem Íslenska kvennalandsliðið verður Evrópumeistari en liðið vann einnig gullið 2010, 2012 og 2021. Þetta var í fimmtánda sinn sem EM er haldið. Svíarnir voru ofar eftir undankeppninni en þær áttu ekki svör við stórkostlegri frammistöðu íslensku kvennanna í dag. Íslensku stelpurnar bættu sig í tveimur af þremur æfingum frá undanúrslitum þegar þær fengu 17.950 stig á gólfi, 18.150 í stökki og 17.150 á trampólín. Í úrslitunum í dag fengu þær 18.600 stig á gólfi, 18.250 í stökki og 17.00 á trampólíni. Íslensku stelpurnar náðu risabætingu á gólfinu þar sem allt gekk fullkomlega upp. Stökkið var frábært í undankeppninni en enn betra í úrslitunum. Eftir þessa frammistöðu kom það ekki mikið á óvart þegar Ísland endaði efst. Íslenska liðið gerði best allra í bæði stökki og á gólfi og liðið var ekki langt frá því að vera líka efst á trampólíni. Íslenska liðið vann líka á endanum mjög öruggan sigur á Svíum en Ísland og Svíþjóð hafa verið miklir erkifjendur í gegnum tíðina. Svíar urðu að sætta sig við silfrið en Norðmenn tóku óvænt bronsið eftir harða keppni við Dana. Fjögur félög eiga fulltrúa í íslenska Evrópumeistaraliðinu. Flestar koma frá Stjörnuni og Gerplu en bæði Selfoss og Ármann eiga einnig nýkrýndan Evrópumeistara. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Íslensku stelpurnar misstu af Evrópumeistartitlinum fyrir tveimur árum en áttu frábæran dag í úrslitunum í dag. Allt gekk upp þegar allt var undir og íslensku stelpurnar fögnuðu gríðarlega þegar úrslitin voru tilkynnt. Ísland er að gera frábæra hluti á þessu móti því áður hafi blandað unglingalandslið Íslands unnið gullverðlaun. Þetta er í fjórða sinn sem Íslenska kvennalandsliðið verður Evrópumeistari en liðið vann einnig gullið 2010, 2012 og 2021. Þetta var í fimmtánda sinn sem EM er haldið. Svíarnir voru ofar eftir undankeppninni en þær áttu ekki svör við stórkostlegri frammistöðu íslensku kvennanna í dag. Íslensku stelpurnar bættu sig í tveimur af þremur æfingum frá undanúrslitum þegar þær fengu 17.950 stig á gólfi, 18.150 í stökki og 17.150 á trampólín. Í úrslitunum í dag fengu þær 18.600 stig á gólfi, 18.250 í stökki og 17.00 á trampólíni. Íslensku stelpurnar náðu risabætingu á gólfinu þar sem allt gekk fullkomlega upp. Stökkið var frábært í undankeppninni en enn betra í úrslitunum. Eftir þessa frammistöðu kom það ekki mikið á óvart þegar Ísland endaði efst. Íslenska liðið gerði best allra í bæði stökki og á gólfi og liðið var ekki langt frá því að vera líka efst á trampólíni. Íslenska liðið vann líka á endanum mjög öruggan sigur á Svíum en Ísland og Svíþjóð hafa verið miklir erkifjendur í gegnum tíðina. Svíar urðu að sætta sig við silfrið en Norðmenn tóku óvænt bronsið eftir harða keppni við Dana. Fjögur félög eiga fulltrúa í íslenska Evrópumeistaraliðinu. Flestar koma frá Stjörnuni og Gerplu en bæði Selfoss og Ármann eiga einnig nýkrýndan Evrópumeistara.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira