Valdi ekki bestu fótboltakonu heims í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2024 10:31 Aitana Bonmati hefur spilað frábærlega með frábæru liði Barcelona en álagið á henni hefur verið mikið. Nú fær hún hvíld frá næsta verkefni landsliðsins. Getty/Florencia Tan Jun Aitana Bonmatí, sem er að flestum talin vera besta knattspyrnukona heims, var ekki valin í nýjasta landsliðshóp heimsmeistara Spánverja. Bonmatí var valin knattspyrnukona ársins 2023 hjá FIFA og fékk einnig Gullhnöttinn í fyrra. Hún kemur einnig til greina í ár og þykir sigurstrangleg. Það urðu því margir hissa þegar þessi frábæri leikmaður var ekki valin í spænska landsliðið í gær. Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé útskýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi en þar kom fram að þjálfarinn er með þessu fyrst og fremst að hugsa um andlega og líkamlega heilsu leikmannsins. ESPN segir frá. Mikið álag er á bestu knattspyrnukonunum og mikið hefur verið um alvarleg meiðsli hjá stjörnum kvennaboltans. Bonmatí var með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar og hefur spilað sjö af átta leikjum Barcelona til þessa á tímabilinu. Hún er í lykilhlutverki á báðum stöðum og álagið er mikið. Leikmaðurinn missti af leik á móti Madrid CFF 5. október síðastliðinn vegna smávægilegra meiðsla. „Við höfum farið yfir þetta með Barcelona og með Aitanu sjálfri. Það er okkar mat að hún þurfi á hvíld að halda,“ sagði Tomé á blaðamannafundi. „Landsliðið hefur alltaf passað upp á heilbrigði leikmanna og ávallt sett heilsu þeirra í fyrsta sæti. Okkar þjálfarateymi fylgist vel með öllum okkar leikmönnum og við reynum að velja þá leikmenn sem geta skilað okkur sínu besta hverju sinni,“ sagði Tomé. Bonmatí fær því í frí í næsta landsleikjaglugga og hún fær um leið tækifæti til að mæta á hátíðina þar sem Gullhnötturinn er veittur. Margar landsliðskonur komast ekki á hátíðina því hún er haldin á sama tíma og landsliðsverkefni eru í gangi. Spænski boltinn Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Bonmatí var valin knattspyrnukona ársins 2023 hjá FIFA og fékk einnig Gullhnöttinn í fyrra. Hún kemur einnig til greina í ár og þykir sigurstrangleg. Það urðu því margir hissa þegar þessi frábæri leikmaður var ekki valin í spænska landsliðið í gær. Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé útskýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi en þar kom fram að þjálfarinn er með þessu fyrst og fremst að hugsa um andlega og líkamlega heilsu leikmannsins. ESPN segir frá. Mikið álag er á bestu knattspyrnukonunum og mikið hefur verið um alvarleg meiðsli hjá stjörnum kvennaboltans. Bonmatí var með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar og hefur spilað sjö af átta leikjum Barcelona til þessa á tímabilinu. Hún er í lykilhlutverki á báðum stöðum og álagið er mikið. Leikmaðurinn missti af leik á móti Madrid CFF 5. október síðastliðinn vegna smávægilegra meiðsla. „Við höfum farið yfir þetta með Barcelona og með Aitanu sjálfri. Það er okkar mat að hún þurfi á hvíld að halda,“ sagði Tomé á blaðamannafundi. „Landsliðið hefur alltaf passað upp á heilbrigði leikmanna og ávallt sett heilsu þeirra í fyrsta sæti. Okkar þjálfarateymi fylgist vel með öllum okkar leikmönnum og við reynum að velja þá leikmenn sem geta skilað okkur sínu besta hverju sinni,“ sagði Tomé. Bonmatí fær því í frí í næsta landsleikjaglugga og hún fær um leið tækifæti til að mæta á hátíðina þar sem Gullhnötturinn er veittur. Margar landsliðskonur komast ekki á hátíðina því hún er haldin á sama tíma og landsliðsverkefni eru í gangi.
Spænski boltinn Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira