Aðeins tvöfaldur espressó gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2024 17:22 Trinity Rodman, Sophia Smith og Mallory Swanson hressar með espressó-bolla og ólympíugull eftir sigurinn í París. Getty/Brad Smith Emma Hayes, þjálfari ólympíumeistaranna í bandaríska landsliðinu í fótbolta, hefur valið 26 leikmenn fyrir vináttulandsleikina tvo við Ísland í lok þessa mánaðar. Hin magnaða Trinity Rodman er ekki í hópnum því hún sinnir endurhæfingu hjá félagsliði sínu Washington Spirit vegna bakmeiðsla. Það var einmitt Rodman sem fyrst lýsti sér og þeim Mallory Swanson og Sophiu Smith sem „þreföldum espressó“ í sjónvarpsviðtali á Ólympíuleikunum í París. Nafngift sem rímar vel við þann mikla kraft og orku sem er í þessu tríói sem skoraði tíu af tólf mörkum Bandaríkjanna á leikunum. Swanson og Smith eru hins vegar báðar í hópnum sem mætir Íslandi. Swanson verður heiðruð fyrir að ná hundrað landsleikjum fyrir Bandaríkin, fyrir leikinn við Ísland í Nashville 27. október. Rose Lavelle verður svo heiðruð fyrir leikinn í Louisville þremur dögum síðar, fyrir að ná einnig hundrað landsleikjum. Í bandaríska hópnum eru alls átján leikmenn sem unnu ólympíugull í sumar en einnig sex leikmenn sem aldrei hafa spilað A-landsleik. Auk Swanson eru þrír leikmenn sem spilað hafa hundrað landsleiki en það eru þær Lindsey Horan (156), Alyssa Naeher (112) og Rose Lavelle (106). Bandaríski hópurinn sem mætir Íslandi (Félagslið, landsleikir og mörk í sviga)MARKMENN (3): Jane Campbell (Houston Dash; 8), Casey Murphy (North Carolina Courage; 19), Alyssa Naeher (Chicago Red Stars; 112)VARNARMENN (9): Emily Fox (Arsenal FC, ENG; 57/1), Eva Gaetino (Paris Saint-Germain, FRA; 0/0), Naomi Girma (San Diego Wave FC; 40/0), Casey Krueger (Washington Spirit; 56/0), Hailie Mace (Kansas City Current; 8/0), Alyssa Malonson (Bay FC; 0/0), Jenna Nighswonger (NJ/NY Gotham FC; 15/2), Emily Sams (Orlando Pride; 0/0), Emily Sonnett (NJ/NY Gotham FC; 99/2)MIÐJUMENN (7): Korbin Albert (Paris Saint-Germain, FRA; 18/1), Sam Coffey (Portland Thorns FC; 24/1), Hal Hershfelt (Washington Spirit; 0/0), Lindsey Horan (Olympique Lyon, FRA; 156/35), Rose Lavelle (NJ/NY Gotham FC; 106/24), Olivia Moultrie (Portland Thorns FC; 4/2), Ashley Sanchez (North Carolina Courage; 27/3)SÓKNARMENN (7): Yazmeen Ryan (NJ/NY Gotham FC; 0/0), Emma Sears (Racing Louisville FC; 0/0), Jaedyn Shaw (San Diego Wave FC; 16/7), Sophia Smith (Portland Thorns FC; 56/23), Mallory Swanson (Chicago Red Stars; 100/38), Alyssa Thompson (Angel City FC; 9/0), Lynn Williams (NJ/NY Gotham FC; 71/19) Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Hin magnaða Trinity Rodman er ekki í hópnum því hún sinnir endurhæfingu hjá félagsliði sínu Washington Spirit vegna bakmeiðsla. Það var einmitt Rodman sem fyrst lýsti sér og þeim Mallory Swanson og Sophiu Smith sem „þreföldum espressó“ í sjónvarpsviðtali á Ólympíuleikunum í París. Nafngift sem rímar vel við þann mikla kraft og orku sem er í þessu tríói sem skoraði tíu af tólf mörkum Bandaríkjanna á leikunum. Swanson og Smith eru hins vegar báðar í hópnum sem mætir Íslandi. Swanson verður heiðruð fyrir að ná hundrað landsleikjum fyrir Bandaríkin, fyrir leikinn við Ísland í Nashville 27. október. Rose Lavelle verður svo heiðruð fyrir leikinn í Louisville þremur dögum síðar, fyrir að ná einnig hundrað landsleikjum. Í bandaríska hópnum eru alls átján leikmenn sem unnu ólympíugull í sumar en einnig sex leikmenn sem aldrei hafa spilað A-landsleik. Auk Swanson eru þrír leikmenn sem spilað hafa hundrað landsleiki en það eru þær Lindsey Horan (156), Alyssa Naeher (112) og Rose Lavelle (106). Bandaríski hópurinn sem mætir Íslandi (Félagslið, landsleikir og mörk í sviga)MARKMENN (3): Jane Campbell (Houston Dash; 8), Casey Murphy (North Carolina Courage; 19), Alyssa Naeher (Chicago Red Stars; 112)VARNARMENN (9): Emily Fox (Arsenal FC, ENG; 57/1), Eva Gaetino (Paris Saint-Germain, FRA; 0/0), Naomi Girma (San Diego Wave FC; 40/0), Casey Krueger (Washington Spirit; 56/0), Hailie Mace (Kansas City Current; 8/0), Alyssa Malonson (Bay FC; 0/0), Jenna Nighswonger (NJ/NY Gotham FC; 15/2), Emily Sams (Orlando Pride; 0/0), Emily Sonnett (NJ/NY Gotham FC; 99/2)MIÐJUMENN (7): Korbin Albert (Paris Saint-Germain, FRA; 18/1), Sam Coffey (Portland Thorns FC; 24/1), Hal Hershfelt (Washington Spirit; 0/0), Lindsey Horan (Olympique Lyon, FRA; 156/35), Rose Lavelle (NJ/NY Gotham FC; 106/24), Olivia Moultrie (Portland Thorns FC; 4/2), Ashley Sanchez (North Carolina Courage; 27/3)SÓKNARMENN (7): Yazmeen Ryan (NJ/NY Gotham FC; 0/0), Emma Sears (Racing Louisville FC; 0/0), Jaedyn Shaw (San Diego Wave FC; 16/7), Sophia Smith (Portland Thorns FC; 56/23), Mallory Swanson (Chicago Red Stars; 100/38), Alyssa Thompson (Angel City FC; 9/0), Lynn Williams (NJ/NY Gotham FC; 71/19)
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira