Banna Ítölum að finna staðgöngumæður erlendis Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2024 08:46 Kona hjólar fram hjá veggmynd af Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Elly Schlein, leiðtoga Lýðræðisflokksins í Mílanó. Þær eru á öndverðum meiði um staðgöngumæðrun.Utan á Schlein stendur „Mitt leg, mitt val“ en á Meloni „ekki til leigu“. Vísir/EPA Ítalska þingið samþykkti bann við því að fólk leiti eftir staðgöngumæðrun erlendis í gær. Andstæðingar ríkisstjórnar Giorgiu Meloni forsætisráðherra segja lögunum beint að samkynja pörum. Allt að tveggja ára fangelsi lá þegar við því að Ítalír færu erlendis til þess að eignast barn með staðgöngumæðrun. Nýju lögin gera það einnig ólöglegt að sækja staðgöngumæðrun til landa eins og Bandaríkjanna og Kanada þar sem hún er lögleg. Bannið hefur verið sérstakt áhugamál Meloni forsætisráðherra sem hefur sett íhaldssömu fjölskyldugildi á stefnuskrána. Stjórn hennar hefur gert hinsegin foreldrum erfiðara um vik að verða foreldrar. Hún lýsti staðgöngumæðrun sem „ómannúðlegri“ fyrr á þessu ári. Á sama tíma fer fæðingartíðni á Ítalíu þó hnignandi. Hún hefur aldrei verið lægri en í fyrra og hefur farið lækkandi fimmtán ár í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið við staðgöngumæðrun var samþykkt með 84 atkvæðum gegn 58 í öldungadeild ítalska þingsins.Vísir/EPA Franco Grillini, baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, sagði nýju lögin ómanneskjuleg á mótmælum fyrir utan ítalska þingið á þriðjudag. „Ef einhver eignast barn ætti hann að fá heiðursorðu. Hér ert þú sendur í fangelsi í staðinn, ef þú eignast ekki börn á hefðbundinn hátt,“ sagði Grillini. Samtök hinsegin foreldra segja að 90 prósent þeirra sem eignist börn með staðgöngumæðrun í landinu séu gagnkynhneigðir foreldrar sem geri það að mestu á laun. Bannið muni því fyrst og fremst hafa áhrif á samkynja pör sem geti ekki dulið því. Ítalía Börn og uppeldi Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Allt að tveggja ára fangelsi lá þegar við því að Ítalír færu erlendis til þess að eignast barn með staðgöngumæðrun. Nýju lögin gera það einnig ólöglegt að sækja staðgöngumæðrun til landa eins og Bandaríkjanna og Kanada þar sem hún er lögleg. Bannið hefur verið sérstakt áhugamál Meloni forsætisráðherra sem hefur sett íhaldssömu fjölskyldugildi á stefnuskrána. Stjórn hennar hefur gert hinsegin foreldrum erfiðara um vik að verða foreldrar. Hún lýsti staðgöngumæðrun sem „ómannúðlegri“ fyrr á þessu ári. Á sama tíma fer fæðingartíðni á Ítalíu þó hnignandi. Hún hefur aldrei verið lægri en í fyrra og hefur farið lækkandi fimmtán ár í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið við staðgöngumæðrun var samþykkt með 84 atkvæðum gegn 58 í öldungadeild ítalska þingsins.Vísir/EPA Franco Grillini, baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, sagði nýju lögin ómanneskjuleg á mótmælum fyrir utan ítalska þingið á þriðjudag. „Ef einhver eignast barn ætti hann að fá heiðursorðu. Hér ert þú sendur í fangelsi í staðinn, ef þú eignast ekki börn á hefðbundinn hátt,“ sagði Grillini. Samtök hinsegin foreldra segja að 90 prósent þeirra sem eignist börn með staðgöngumæðrun í landinu séu gagnkynhneigðir foreldrar sem geri það að mestu á laun. Bannið muni því fyrst og fremst hafa áhrif á samkynja pör sem geti ekki dulið því.
Ítalía Börn og uppeldi Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira