Skotar stöðvuðu Ronaldo og Eriksen tryggði Dönum stig Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 20:48 Christian Eriksen skoraði og lagði upp fyrir Danmörku í Sviss í kvöld. Getty/Daniela Porcelli Evrópumeistarar Spánar eru komnir með þriggja stiga forskot á Dani á toppi 4. riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta eftir leiki kvöldsins. Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal eru ekki lengur með fullt hús stiga. Spánn vann öruggan 3-0 sigur gegn Serbíu á heimavelli í kvöld, þar sem Aymeric Laporte skoraði strax á fimmtu mínútu og þeir Álvaro Morata og Álex Baena skoruðu í seinni hálfleiknum. Mark Baena kom beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á 76. mínútu, þegar Strahinja Pavlovic braut af sér og fékk að líta rauða spjaldið. Í hinum leik 4. riðils gerðu Sviss og Danmörk 2-2 jafntefli þar sem Svisslendingar komust í tvígang yfir. Christian Eriksen lagði upp fyrra jöfnunarmark Dana fyrir Gustav Isaksen, leikmann Lazio, sem þar með skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Danmörku. Eriksen skoraði svo sjálfur seinna jöfnunarmarkið eftir frábæran undirbúning Pierre-Emile Höjbjerg. Spánn er því með tíu stig í efsta sæti riðilsins, Danmörk með sjö, Serbía fjögur og Sviss fékk sitt fyrsta stig í kvöld. Cristiano Ronaldo er orðinn vanur því að misgáfaðir menn reyni að ná af honum mynd, eins og gerðist í leiknum við Skotland á Hampden Park í Glasgow í kvöld.Getty/Andrew Milligan Portúgal áfram á toppnum Í 1. riðli náðu Skotar í sitt fyrsta stig en þeim tókst að koma í veg fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal skoruðu í kvöld, í markalausu jafntefli. Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er enn efst í riðlinum, nú með tíu stig, þremur stigum á undan Króatíu sem gerði 3-3 jafntefli við Pólland á útivelli. Króatar lentu undir snemma leiks en komust í 3-1 tuttugu mínútum síðar. Pólverjum tókst hins vegar að minnka muninn rétt fyrir hálfleik og Sebastian Szymanski tryggði þeim stig með marki á 68. mínútu. Dominik Livakovic, markvörður Króata, fékk að líta rauða spjaldið á 76. mínútu en Pólverjum tókst ekki að nýta sér það til að finna sigurmark. Þeir eru því með fjögur stig, í þriðja sæti riðilsins. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Sjá meira
Spánn vann öruggan 3-0 sigur gegn Serbíu á heimavelli í kvöld, þar sem Aymeric Laporte skoraði strax á fimmtu mínútu og þeir Álvaro Morata og Álex Baena skoruðu í seinni hálfleiknum. Mark Baena kom beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á 76. mínútu, þegar Strahinja Pavlovic braut af sér og fékk að líta rauða spjaldið. Í hinum leik 4. riðils gerðu Sviss og Danmörk 2-2 jafntefli þar sem Svisslendingar komust í tvígang yfir. Christian Eriksen lagði upp fyrra jöfnunarmark Dana fyrir Gustav Isaksen, leikmann Lazio, sem þar með skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Danmörku. Eriksen skoraði svo sjálfur seinna jöfnunarmarkið eftir frábæran undirbúning Pierre-Emile Höjbjerg. Spánn er því með tíu stig í efsta sæti riðilsins, Danmörk með sjö, Serbía fjögur og Sviss fékk sitt fyrsta stig í kvöld. Cristiano Ronaldo er orðinn vanur því að misgáfaðir menn reyni að ná af honum mynd, eins og gerðist í leiknum við Skotland á Hampden Park í Glasgow í kvöld.Getty/Andrew Milligan Portúgal áfram á toppnum Í 1. riðli náðu Skotar í sitt fyrsta stig en þeim tókst að koma í veg fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal skoruðu í kvöld, í markalausu jafntefli. Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er enn efst í riðlinum, nú með tíu stig, þremur stigum á undan Króatíu sem gerði 3-3 jafntefli við Pólland á útivelli. Króatar lentu undir snemma leiks en komust í 3-1 tuttugu mínútum síðar. Pólverjum tókst hins vegar að minnka muninn rétt fyrir hálfleik og Sebastian Szymanski tryggði þeim stig með marki á 68. mínútu. Dominik Livakovic, markvörður Króata, fékk að líta rauða spjaldið á 76. mínútu en Pólverjum tókst ekki að nýta sér það til að finna sigurmark. Þeir eru því með fjögur stig, í þriðja sæti riðilsins.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Sjá meira