Hörð barátta um markvarðarstöðuna: „Er spennt að fara inn í þessa samkeppni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2024 08:31 Íslenska landsliðið er vel sett með markverði. vísir/anton/getty Cecilíu Rán Rúnarsdóttur klæjar í fingurna að spila aftur með íslenska landsliðinu og er klár í samkeppnina um markvarðastöðuna þar. Hún segir að Íslendingar stefni hátt á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. Cecilía lék síðast með landsliðinu gegn Austurríki í júlí í fyrra. Hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla á hné en er komin aftur á ferðina og hefur byrjað lánsdvöl sína hjá Inter á Ítalíu vel. Cecilíu þyrstir í að spila aftur með íslenska landsliðinu en framundan hjá því eru tveir vináttuleikir gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. „Auðvitað, það er alltaf stolt sem fylgir því að spila fyrir íslenska landsliðið og það er alltaf eitthvað sérstakt. Vonandi fær maður tækifæri í þessum tveimur leikjum,“ sagði Cecilía í samtali við Vísi. Eftir að Sandra Sigurðardóttir hætti vorið 2023 spilaði Telma Ívarsdóttir næstu landsleiki. Fanney Inga Birkisdóttir stökk svo eftirminnilega fram á sjónarsviðið í sigrinum gegn Dönum ytra og virðist vera markvörður númer eitt eins og sakir standa. Cecilía segist vera tilbúin í samkeppnina við þær Fanneyju og Telmu. Erfitt að horfa á í sjónvarpinu „Telma spilaði ótrúlega vel þegar hún fékk tækifærið og svo greip Fanney það líka þegar hún fékk það. Það er ekki gaman að horfa á landsliðið spila í sjónvarpinu en gaman að sjá hversu vel þær stóðu sig. Ég er spennt að fara inn í þessa samkeppni og reyna að grípa mitt tækifæri,“ sagði Cecilía. „Stór ástæða þess að ég vildi fara á lán var út af Evrópumótinu næsta sumar. Mér finnst mikilvægt að ég fari að spila og ef ég stend mig vel verður vonandi tekið eftir því. Ég hugsað svo að ég hefði líka tekið þessa ákvörðun þótt EM væri ekki næsta sumar en það er auka bónus að fara núna til að spila til að eiga meiri möguleika á að komast í hóp og vonandi að spila.“ Cecilía segir íslenska liðið ætla að gera sig gildandi á EM á næsta ári og gera betur en á síðasta móti, fyrir tveimur árum. „Við vorum taplausar á síðasta Evrópumóti og það var ótrúlega svekkjandi að fara ekki upp úr riðlinum. Auðvitað viljum við gera það núna. Ég held að með liðið okkar og einstaklingana sem við erum með og það sem þeir eru að gera núna úti í heimi getum við náð eins langt og við viljum,“ sagði Cecilía að lokum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Cecilía lék síðast með landsliðinu gegn Austurríki í júlí í fyrra. Hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla á hné en er komin aftur á ferðina og hefur byrjað lánsdvöl sína hjá Inter á Ítalíu vel. Cecilíu þyrstir í að spila aftur með íslenska landsliðinu en framundan hjá því eru tveir vináttuleikir gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. „Auðvitað, það er alltaf stolt sem fylgir því að spila fyrir íslenska landsliðið og það er alltaf eitthvað sérstakt. Vonandi fær maður tækifæri í þessum tveimur leikjum,“ sagði Cecilía í samtali við Vísi. Eftir að Sandra Sigurðardóttir hætti vorið 2023 spilaði Telma Ívarsdóttir næstu landsleiki. Fanney Inga Birkisdóttir stökk svo eftirminnilega fram á sjónarsviðið í sigrinum gegn Dönum ytra og virðist vera markvörður númer eitt eins og sakir standa. Cecilía segist vera tilbúin í samkeppnina við þær Fanneyju og Telmu. Erfitt að horfa á í sjónvarpinu „Telma spilaði ótrúlega vel þegar hún fékk tækifærið og svo greip Fanney það líka þegar hún fékk það. Það er ekki gaman að horfa á landsliðið spila í sjónvarpinu en gaman að sjá hversu vel þær stóðu sig. Ég er spennt að fara inn í þessa samkeppni og reyna að grípa mitt tækifæri,“ sagði Cecilía. „Stór ástæða þess að ég vildi fara á lán var út af Evrópumótinu næsta sumar. Mér finnst mikilvægt að ég fari að spila og ef ég stend mig vel verður vonandi tekið eftir því. Ég hugsað svo að ég hefði líka tekið þessa ákvörðun þótt EM væri ekki næsta sumar en það er auka bónus að fara núna til að spila til að eiga meiri möguleika á að komast í hóp og vonandi að spila.“ Cecilía segir íslenska liðið ætla að gera sig gildandi á EM á næsta ári og gera betur en á síðasta móti, fyrir tveimur árum. „Við vorum taplausar á síðasta Evrópumóti og það var ótrúlega svekkjandi að fara ekki upp úr riðlinum. Auðvitað viljum við gera það núna. Ég held að með liðið okkar og einstaklingana sem við erum með og það sem þeir eru að gera núna úti í heimi getum við náð eins langt og við viljum,“ sagði Cecilía að lokum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira