Eigandi Clippers með mikla áherslu á fjölda klósetta í nýjustu höll NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2024 14:02 Steve Ballmer er oft mjög líflegur á hliðarlínunni hjá Los Angeles Clippers. Hann er körfuboltaáhugamaður fram í fingurgóma. Getty/Kevork Djansezian Steve Ballmer hefur verið eigandi NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Clippers í tíu ár og hefur nú séð til þess að félagið er loksins komið í sína eigin höll. Hin glænýja Intuit Dome var opnuð á dögunum og verður hér eftir heimahöll Clippers liðsins. Hingað til hefur Clippers þurft að deila heimavelli sínum með nágrönnunum í Lakers en ekki lengur. Ballmer er milljarðamæringur og ríkasti eigandi NBA deildarinnar. Hann eignaðist auð sinn hjá Microsoft þar sem hann var lengi framkvæmdastjóri. Það þótti mörgum skrýtið þegar Ballmer valdi það að kaupa Clippers sem hefur löngum verið aðhlátursefni enda alltaf í skugganum af stóra bróður í Lakers. Clippers hefur aldrei unnið titilinn en félagið hefur vaxið og dafnað síðan Ballmer tók við. Í eignandatíð hans hefur verðgildi félagsins tvöfaldast og nógu mikið þótti mönnum hann borga fyrir félagið árið 2014 sem voru tveir milljarðir dollara eða 275 milljarðar íslenskra króna. Í tilefni að Intuit Dome höllin er nú tilbúin og að það styttist í nýtt NBA tímabilið þá heimsótti 60 minutes þátturinn Ballmer og nýjustu höll NBA. Ballmer gaf þeim líka skoðunarferð um nýju höllina sem er að mörgu leyti mjög frábrugðin því sem NBA áhugafólk á að venjast. Ballmer lagði meðal annars mikla áherslu á að það væri nóg af klósettum og sagði stoltur frá því í viðtalinu við 60 minutes að það væri fjórtán hundruð klósett í höllinni. Hann er mikill körfuboltaaðdáandi og er mjög áberandi á leikjum Clippers. Hann segir líka að höllin sé hönnuð fyrir fólk sem vill njóta leiksins. Allt er gert til þess að það taki sem minnsta tíma að ná sér í veitingar, fara á klósettið og komast aftur í sætin sín til að upplifa leikinn. Sætin eru líka frábærlega hönnuð þannig að það er frábært útsýni úr þeim öllum. Önnur endastúkan er hönnuð eins og guli veggurinn hjá Dortmund. Hún er alveg heil og þar eiga aðeins að vera dyggustu stuðningsmenn Clippers. Ballmer sér fyrir sér að hún og höllin muni hjálpa Clippers liðinu að komast loksins á toppinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun 60 minutes um Steve Ballmer og Intuit Dome höllina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RU95q1ic6L4">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Hin glænýja Intuit Dome var opnuð á dögunum og verður hér eftir heimahöll Clippers liðsins. Hingað til hefur Clippers þurft að deila heimavelli sínum með nágrönnunum í Lakers en ekki lengur. Ballmer er milljarðamæringur og ríkasti eigandi NBA deildarinnar. Hann eignaðist auð sinn hjá Microsoft þar sem hann var lengi framkvæmdastjóri. Það þótti mörgum skrýtið þegar Ballmer valdi það að kaupa Clippers sem hefur löngum verið aðhlátursefni enda alltaf í skugganum af stóra bróður í Lakers. Clippers hefur aldrei unnið titilinn en félagið hefur vaxið og dafnað síðan Ballmer tók við. Í eignandatíð hans hefur verðgildi félagsins tvöfaldast og nógu mikið þótti mönnum hann borga fyrir félagið árið 2014 sem voru tveir milljarðir dollara eða 275 milljarðar íslenskra króna. Í tilefni að Intuit Dome höllin er nú tilbúin og að það styttist í nýtt NBA tímabilið þá heimsótti 60 minutes þátturinn Ballmer og nýjustu höll NBA. Ballmer gaf þeim líka skoðunarferð um nýju höllina sem er að mörgu leyti mjög frábrugðin því sem NBA áhugafólk á að venjast. Ballmer lagði meðal annars mikla áherslu á að það væri nóg af klósettum og sagði stoltur frá því í viðtalinu við 60 minutes að það væri fjórtán hundruð klósett í höllinni. Hann er mikill körfuboltaaðdáandi og er mjög áberandi á leikjum Clippers. Hann segir líka að höllin sé hönnuð fyrir fólk sem vill njóta leiksins. Allt er gert til þess að það taki sem minnsta tíma að ná sér í veitingar, fara á klósettið og komast aftur í sætin sín til að upplifa leikinn. Sætin eru líka frábærlega hönnuð þannig að það er frábært útsýni úr þeim öllum. Önnur endastúkan er hönnuð eins og guli veggurinn hjá Dortmund. Hún er alveg heil og þar eiga aðeins að vera dyggustu stuðningsmenn Clippers. Ballmer sér fyrir sér að hún og höllin muni hjálpa Clippers liðinu að komast loksins á toppinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun 60 minutes um Steve Ballmer og Intuit Dome höllina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RU95q1ic6L4">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira