Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 16:46 Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Skel Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Þetta segir í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Þar segir að fyrirtækjum sé lagalega skylt að gangast við athugun sem framkvæmd er á grundvelli ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA. Vísi barst ábending um að lögreglumenn hafi verið í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins í morgun að undirbúa sig fyrir húsleit. Ekki hefur náðst í Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, í dag. Þá kvaðst Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skeljar, vera á fundi og óskaði eftir skriflegum spurningum, þegar slegið var á þráðinn til hans. Uppfært: Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins er staðfest að ESA hafi ráðist í fyrirvaralausa athugun sem tengist afmörkuðum smásölumarkaði á Íslandi. Með aðgerðunum í dag hafi ESA í fyrsta sinn verið að framkvæma fyrirvaralausa athugun á fyrirtæki hér á landi. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglumenn á vegum embættisins hafi aðstoðað við aðgerðir. Uppfært 15.10. Ásgeir Helgi segir í samtali við fréttastofu að engir lögreglumenn hafi komið að athuguninni. Ekki liggur fyrir í hverju aðstoð Héraðssaksóknara fólst. Markaðshlutdeildin um einn tíundi Í tilkynningu Skeljar segir að Lyfjaval sé í eigu Heimkaupa ehf., sem aftur sé í 81 prósent eigu Skeljar og tengdra félaga. „Samkvæmt ákvörðun ESA er athugunin hluti af athugun á mögulegri markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf. Nánar tiltekið í hefðbundin apótek og bílalúguapótek. Meint markaðsskipting á að hafa falist í því að Lyfjaval lokaði hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeitt sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. SKEL hefur áætlað markaðshlutdeild Lyfjavals í kringum 10%.“ Skel hafi eignast Lyfjaval að hluta þann 25. júní 2021. Lyfjaval hafi verið keypt að fullu þann 29. mars 2023. Félög tengd Skel eigi og reki sjö apótek, þar af fimm bílalúguapótek. Öll bílalúguapótek séu einnig hefðbundin apótek, það er þar sem gengið er inn. Frá árinu 2022 hafi þrjú ný apótek verið opnuð. Hafi enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum Í tilkynningu segir að athugun ESA snúi meðal annars að viðskiptum þegar Lyfjaval seldi verslunarhúsnæði í Mjódd í eigu félagsins til Lyfja og heilsu með samningi 26. apríl 2022. Samkeppniseftirlitinu hafi verið sérstaklega tilkynnt um þau viðskipti. Samkeppniseftirlitið hafi lokið málinu með ákvörðun þann 2. mars 2023. Málið hafi verið kært til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála, sem hafi úrskurðað í málinu þann 9. ágúst 2023. „SKEL og Lyfjaval munu aðstoða við athugun málsins og hafa veitt ESA aðgang að umbeðnum upplýsingu. SKEL hefur enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum í starfsemi Lyfjavals.“ Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Þar segir að fyrirtækjum sé lagalega skylt að gangast við athugun sem framkvæmd er á grundvelli ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA. Vísi barst ábending um að lögreglumenn hafi verið í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins í morgun að undirbúa sig fyrir húsleit. Ekki hefur náðst í Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, í dag. Þá kvaðst Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skeljar, vera á fundi og óskaði eftir skriflegum spurningum, þegar slegið var á þráðinn til hans. Uppfært: Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins er staðfest að ESA hafi ráðist í fyrirvaralausa athugun sem tengist afmörkuðum smásölumarkaði á Íslandi. Með aðgerðunum í dag hafi ESA í fyrsta sinn verið að framkvæma fyrirvaralausa athugun á fyrirtæki hér á landi. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglumenn á vegum embættisins hafi aðstoðað við aðgerðir. Uppfært 15.10. Ásgeir Helgi segir í samtali við fréttastofu að engir lögreglumenn hafi komið að athuguninni. Ekki liggur fyrir í hverju aðstoð Héraðssaksóknara fólst. Markaðshlutdeildin um einn tíundi Í tilkynningu Skeljar segir að Lyfjaval sé í eigu Heimkaupa ehf., sem aftur sé í 81 prósent eigu Skeljar og tengdra félaga. „Samkvæmt ákvörðun ESA er athugunin hluti af athugun á mögulegri markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf. Nánar tiltekið í hefðbundin apótek og bílalúguapótek. Meint markaðsskipting á að hafa falist í því að Lyfjaval lokaði hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeitt sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. SKEL hefur áætlað markaðshlutdeild Lyfjavals í kringum 10%.“ Skel hafi eignast Lyfjaval að hluta þann 25. júní 2021. Lyfjaval hafi verið keypt að fullu þann 29. mars 2023. Félög tengd Skel eigi og reki sjö apótek, þar af fimm bílalúguapótek. Öll bílalúguapótek séu einnig hefðbundin apótek, það er þar sem gengið er inn. Frá árinu 2022 hafi þrjú ný apótek verið opnuð. Hafi enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum Í tilkynningu segir að athugun ESA snúi meðal annars að viðskiptum þegar Lyfjaval seldi verslunarhúsnæði í Mjódd í eigu félagsins til Lyfja og heilsu með samningi 26. apríl 2022. Samkeppniseftirlitinu hafi verið sérstaklega tilkynnt um þau viðskipti. Samkeppniseftirlitið hafi lokið málinu með ákvörðun þann 2. mars 2023. Málið hafi verið kært til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála, sem hafi úrskurðað í málinu þann 9. ágúst 2023. „SKEL og Lyfjaval munu aðstoða við athugun málsins og hafa veitt ESA aðgang að umbeðnum upplýsingu. SKEL hefur enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum í starfsemi Lyfjavals.“
Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira