Býður upp á ítalska Haggis-pítsu til heiðurs McTominay og Gilmour Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 07:03 Billy Gilmour og Scott McTominay leika báðir með Napoli á Ítalíu. Vísir/Getty Flestum þykja ítalskar pítsur mikið lostgæti. Mikilvægt þykir að fylgja ýmsum reglum sem tilheyra því að gera ekta ítalska pítsu en eigandi veitingastaðar eins í Glasgow lætur slíkt ekki stoppa sig í pítsugerðinni. Löndin Skotland og Ítalía eiga ekkert sérstaklega mikið sameiginlegt og allra síst hvað varðar matreiðslu. Ítalska veitingastaði er þó að finna í Skotlandi líkt og flestum öðrum löndum og eigandi staðarins Vita Bella í Glasgow hefur fundið frumlega leið til að tengja matarmenningu landanna saman. Mimmo Rossi er eigandi Vita Bella og sömuleiðis mikill aðdáandi skosku knattspyrnumannanna Scott McTominay og Billy Gilmour en báðir leika þeir með uppáhaldsliði hans Napoli í Serie A deildinni á Ítalíu. Hann ákvað því að hanna pítsu á matseðil Vita Bella til heiðurs þeim McTominay og Gilmour og óhætt er að segja að hún sé engri lík. „Spenningurinn er álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir“ Á pítsuna setur hann nefnilega haggis, skoska þjóðarréttinn sem ekki er ólíkt íslenska slátrinu. Pítsan er kölluð GilMctominay og á henni er einnig mozzarella ostur, ítalskar kjötbollur, viskísósa og mascarponesósa. Hugmyndin með pítsunni er að sameina ást Rossi á Skotlandi og nýju leikmönnum Napoli en hann er mikill stuðningsmaður liðsins. „Ég hef séð hvað hann hefur gert fyrir landsliðið og fyrir Manchester United, ég hugsaði með mér af hverju þeir hafi selt hann Þegar þeir gerðu það og við fengum hann var spenningurinn álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir samning við Napoli,“ sagði Rossi en hann er líklegast einn af fáum sem borið hefur saman Scott McTominay við goðsögnina Diego Maradona. Maradona lék með Napoli árin 1984-1991. How Scott McTominay and Billy Gilmour have inspired a new pizza! 🍕 pic.twitter.com/ZevahQweEq— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 11, 2024 „Ég var fjórtán ára strákur og þetta var það besta sem hafði gerst í lífi mínu. Maður vissi að eitthvað sérstakt myndi gerast og ég held að að þessir tveir leikmenn geti gert frábæra hluti saman fyrir Napoli.“ Napoli varð ítalskur meistari árið 2023 og Rossi var mættur til að fagna sigrinum og að sjálfsögðu í skotapilsi. „Ég fór þangað með syni mínum og var í skotapilsinu mínu. Ég var í pilsinu í þrjá daga í Napolí þegar við unnum deildina og ég held ég geri það aftur þegar við vinnum næst.“ Ítalía Skotland Ítalski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Löndin Skotland og Ítalía eiga ekkert sérstaklega mikið sameiginlegt og allra síst hvað varðar matreiðslu. Ítalska veitingastaði er þó að finna í Skotlandi líkt og flestum öðrum löndum og eigandi staðarins Vita Bella í Glasgow hefur fundið frumlega leið til að tengja matarmenningu landanna saman. Mimmo Rossi er eigandi Vita Bella og sömuleiðis mikill aðdáandi skosku knattspyrnumannanna Scott McTominay og Billy Gilmour en báðir leika þeir með uppáhaldsliði hans Napoli í Serie A deildinni á Ítalíu. Hann ákvað því að hanna pítsu á matseðil Vita Bella til heiðurs þeim McTominay og Gilmour og óhætt er að segja að hún sé engri lík. „Spenningurinn er álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir“ Á pítsuna setur hann nefnilega haggis, skoska þjóðarréttinn sem ekki er ólíkt íslenska slátrinu. Pítsan er kölluð GilMctominay og á henni er einnig mozzarella ostur, ítalskar kjötbollur, viskísósa og mascarponesósa. Hugmyndin með pítsunni er að sameina ást Rossi á Skotlandi og nýju leikmönnum Napoli en hann er mikill stuðningsmaður liðsins. „Ég hef séð hvað hann hefur gert fyrir landsliðið og fyrir Manchester United, ég hugsaði með mér af hverju þeir hafi selt hann Þegar þeir gerðu það og við fengum hann var spenningurinn álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir samning við Napoli,“ sagði Rossi en hann er líklegast einn af fáum sem borið hefur saman Scott McTominay við goðsögnina Diego Maradona. Maradona lék með Napoli árin 1984-1991. How Scott McTominay and Billy Gilmour have inspired a new pizza! 🍕 pic.twitter.com/ZevahQweEq— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 11, 2024 „Ég var fjórtán ára strákur og þetta var það besta sem hafði gerst í lífi mínu. Maður vissi að eitthvað sérstakt myndi gerast og ég held að að þessir tveir leikmenn geti gert frábæra hluti saman fyrir Napoli.“ Napoli varð ítalskur meistari árið 2023 og Rossi var mættur til að fagna sigrinum og að sjálfsögðu í skotapilsi. „Ég fór þangað með syni mínum og var í skotapilsinu mínu. Ég var í pilsinu í þrjá daga í Napolí þegar við unnum deildina og ég held ég geri það aftur þegar við vinnum næst.“
Ítalía Skotland Ítalski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira