Dreifðu ösku látins félaga í auga Miltons Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 08:48 Áhöfn eftirlitsflugvélar NOAA safnaðist saman til þess að heiðra minningu Peters Dodge áður en ösku hans var varpað inn í auga fellibyljarins Miltons þriðjudaginn 8. október 2024. AP/Sim Aberson/NOAA Samstarfsmenn nýlega látins vísindamanns sem rannsakaði fellibylji dreifðu ösku hans úr flugvél í auga fellibyljarins Miltons innan við sólarhring áður en hann gekk á land í Flórída. Peter Dodge var ratsjársérfræðingur og rannsakandi hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og sem slíkur flaug hann hundruð sinnum inn í auga fellibylja á 44 ára starfsferli. Hann lést í mars í fyrra, 72 ára að aldri. Til þess að heiðra minningu Dodge vörpuðu samstarfsmenn hans hjá NOAA ösku hans í pakka út úr flugvél sem var flogið inn í auga fellibyljarins Milton á þriðjudag. Í flugdagbók vélarinnar var vísað til flugferðarinnar sem 387. og síðustu ferðar Dodge. „Þetta er mjög hjartnæmt. Við vissum að það var markmið NOAA að láta verða af þessu,“ segir Shelley Dodge, systir Peters við AP-fréttastofuna. „Hann elskaði þennan hluta af starfinu. Þetta er ljúfsárt. Annars vegar er fellibylur á leiðinni og maður óskar fólki þess ekki. Hins vegar vildi ég virkilega að þetta gerðist,“ sagði Dodge en að minnsta kosti tíu fórust þegar Milton fór yfir Flórída. Kviknaði í hreyfli inni í fellibylnum Húgó Peter Dodge hlaut meðal annars verðlaun fyrir tæknibúnað sem var notaður til þess að rannsaka fellibylinn Katrínu sem olli gríðarlegri eyðileggingu og mannskaða í Lúisíana árið 2005. Þá var hann um borð í eftirlitsflugvél sem var flogið inn í fellibylinn Húgó árið 1989 og komst í hann krappann. Vélin lenti í mikilli ókyrrð og eldur kviknaði í einum af fjórum hreyflum hennar. Áhöfnin varpaði þungum mælitækjum frá borði og flugmaðurinn losaði sig við eldsneyti sem gerði vélinni kleift að halda áfram athugunum sínum. „Þau komust næstum ekki út úr auganu,“ segir Shelley Dodge um þá lífsreynslu bróður síns. Fellibylurinn Milton Bandaríkin Fréttir af flugi Andlát Vísindi Tengdar fréttir Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Peter Dodge var ratsjársérfræðingur og rannsakandi hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og sem slíkur flaug hann hundruð sinnum inn í auga fellibylja á 44 ára starfsferli. Hann lést í mars í fyrra, 72 ára að aldri. Til þess að heiðra minningu Dodge vörpuðu samstarfsmenn hans hjá NOAA ösku hans í pakka út úr flugvél sem var flogið inn í auga fellibyljarins Milton á þriðjudag. Í flugdagbók vélarinnar var vísað til flugferðarinnar sem 387. og síðustu ferðar Dodge. „Þetta er mjög hjartnæmt. Við vissum að það var markmið NOAA að láta verða af þessu,“ segir Shelley Dodge, systir Peters við AP-fréttastofuna. „Hann elskaði þennan hluta af starfinu. Þetta er ljúfsárt. Annars vegar er fellibylur á leiðinni og maður óskar fólki þess ekki. Hins vegar vildi ég virkilega að þetta gerðist,“ sagði Dodge en að minnsta kosti tíu fórust þegar Milton fór yfir Flórída. Kviknaði í hreyfli inni í fellibylnum Húgó Peter Dodge hlaut meðal annars verðlaun fyrir tæknibúnað sem var notaður til þess að rannsaka fellibylinn Katrínu sem olli gríðarlegri eyðileggingu og mannskaða í Lúisíana árið 2005. Þá var hann um borð í eftirlitsflugvél sem var flogið inn í fellibylinn Húgó árið 1989 og komst í hann krappann. Vélin lenti í mikilli ókyrrð og eldur kviknaði í einum af fjórum hreyflum hennar. Áhöfnin varpaði þungum mælitækjum frá borði og flugmaðurinn losaði sig við eldsneyti sem gerði vélinni kleift að halda áfram athugunum sínum. „Þau komust næstum ekki út úr auganu,“ segir Shelley Dodge um þá lífsreynslu bróður síns.
Fellibylurinn Milton Bandaríkin Fréttir af flugi Andlát Vísindi Tengdar fréttir Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05