Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2024 11:30 Hreinsunarstarf er hafið á vesturströndinni, þar sem meðal annars er unnið að því að hreinsa vegi til að gera íbúum kleift að komast leiða sinna. AP/Tampa Bay Times/Chris Urso Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. Tveir eru sagðir hafa látist í samfélagi eftirlaunaþega í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylir fóru um. Yfir 100 viðvaranir voru gefnar út vegna hvirfilbylja á meðan Milton fór yfir en tölur eru á reiki varðandi hversu margir hafa verð staðfestir. Þeir eru taldir vera á bilinu sjö til nítján. 3,2 milljónir manna eru án rafmagns í Flórída, meðal annars vegna skemmda á raflínum og öðrum innviðum. Þá er fjöldi fólks án neysluvatns. Yfirvöld og viðbragðsaðilar eru að hefja mat á skemmdum í kjölfar fellibylsins en ljóst þykir að fjöldi heimila hafi eyðilagst. Þá liggja bifreiðar, bátar og tré eins og hráviði víða. „Fellibylurinn Milton er með þeim verstu stormum sem ég hef upplifað sem íbúi Flórída,“ hefur NBC eftir Brian Martin, íbúa í Casselberry í Seminole-sýslu. Hann segir marga án rafmagns og þá séu mörg tré við það að falla. Þakið fauk af leikvanginum Tropicana Field í St. Petersburg og þá féll byggingarkrani í borginni. Stormviðvaranir fyrir vesturströnd Flórída hafa verið felldar úr gildi en allir íbúar ríkisins eru hvattir til að fara að öllu með gát, ekki síst við strendurnar. Enn sé von á áhlaðanda. Allt að hálfur meter af regni hefur fallið á stöðum í ríkinu og víða flætt. Þá er enn hvasst víða á við austurströndina. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að veður muni smám saman lægja á næstu klukkustundum. Bandaríkin Fellibylurinn Milton Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Tveir eru sagðir hafa látist í samfélagi eftirlaunaþega í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylir fóru um. Yfir 100 viðvaranir voru gefnar út vegna hvirfilbylja á meðan Milton fór yfir en tölur eru á reiki varðandi hversu margir hafa verð staðfestir. Þeir eru taldir vera á bilinu sjö til nítján. 3,2 milljónir manna eru án rafmagns í Flórída, meðal annars vegna skemmda á raflínum og öðrum innviðum. Þá er fjöldi fólks án neysluvatns. Yfirvöld og viðbragðsaðilar eru að hefja mat á skemmdum í kjölfar fellibylsins en ljóst þykir að fjöldi heimila hafi eyðilagst. Þá liggja bifreiðar, bátar og tré eins og hráviði víða. „Fellibylurinn Milton er með þeim verstu stormum sem ég hef upplifað sem íbúi Flórída,“ hefur NBC eftir Brian Martin, íbúa í Casselberry í Seminole-sýslu. Hann segir marga án rafmagns og þá séu mörg tré við það að falla. Þakið fauk af leikvanginum Tropicana Field í St. Petersburg og þá féll byggingarkrani í borginni. Stormviðvaranir fyrir vesturströnd Flórída hafa verið felldar úr gildi en allir íbúar ríkisins eru hvattir til að fara að öllu með gát, ekki síst við strendurnar. Enn sé von á áhlaðanda. Allt að hálfur meter af regni hefur fallið á stöðum í ríkinu og víða flætt. Þá er enn hvasst víða á við austurströndina. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að veður muni smám saman lægja á næstu klukkustundum.
Bandaríkin Fellibylurinn Milton Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira