„Erum ennþá með þetta í okkar höndum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2024 21:45 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego „Þetta er svekkelsi. Mér fannst við spila frábæran leik,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Val í 25. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Okkur var refsað fyrir þessi fáu mistök sem við gerðum. Við gerðum reyndar vel að koma til baka tvisvar en það er auðvitað bara Frederik [Schram, markvörður Vals] sem vinnur þetta stig fyrir þá. Ég er stoltur af liðinu en svekktur með niðurstöðuna,“ bætti Halldór við. Hann segir enn fremur að það sé erfitt að finna eitthvað sem hann er ósáttur við í leik síns liðs í kvöld. „Það er erfitt. Í byrjun leiks fannst mér við vera aðeins of soft þegar þeir voru að senda háa bolta fram á Patrick [Pedersen]. Mér fannst hann fá að valsa bara hérna um og við hefðum þurft að standa aðeins nær honum. Það var kannski aðallega það. Við tókum hann miklu betur í seinni hálfleik.“ „Valsliðið var auðvitað mætt hérna til að verja markið sitt og þeir gerðu það vel. Þetta var þolinmæðisleikur og auðvitað setur það strik í reikninginn að lenda tvisvar undir. En mér fannst liðið spila vel og ég var ánægður með strákana í dag.“ Þrátt fyrir að hægt sé að tala um tvö töpuð stig í titilbaráttu Breiðabliks getur liðið huggað sig við það að Víkingar gerðu einnig jafntefli í kvöld. „Það er bara óbreytt staða frá því í morgun. Við erum ennþá með þetta í okkar höndum eins og í svolítið langan tíma núna.“ Þá segist Halldór ætla að gefa liðinu smá frí nú þegar landsleikjahléið tekur við áður en liðið mætir aftur á fullu gasi til að undirbúa sig fyrir lokasprettinn. „Við tökum þriggja daga frí, en svo þurfum við bara að æfa vel og undirbúa þessa tvo leiki sem eru framundan,“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
„Okkur var refsað fyrir þessi fáu mistök sem við gerðum. Við gerðum reyndar vel að koma til baka tvisvar en það er auðvitað bara Frederik [Schram, markvörður Vals] sem vinnur þetta stig fyrir þá. Ég er stoltur af liðinu en svekktur með niðurstöðuna,“ bætti Halldór við. Hann segir enn fremur að það sé erfitt að finna eitthvað sem hann er ósáttur við í leik síns liðs í kvöld. „Það er erfitt. Í byrjun leiks fannst mér við vera aðeins of soft þegar þeir voru að senda háa bolta fram á Patrick [Pedersen]. Mér fannst hann fá að valsa bara hérna um og við hefðum þurft að standa aðeins nær honum. Það var kannski aðallega það. Við tókum hann miklu betur í seinni hálfleik.“ „Valsliðið var auðvitað mætt hérna til að verja markið sitt og þeir gerðu það vel. Þetta var þolinmæðisleikur og auðvitað setur það strik í reikninginn að lenda tvisvar undir. En mér fannst liðið spila vel og ég var ánægður með strákana í dag.“ Þrátt fyrir að hægt sé að tala um tvö töpuð stig í titilbaráttu Breiðabliks getur liðið huggað sig við það að Víkingar gerðu einnig jafntefli í kvöld. „Það er bara óbreytt staða frá því í morgun. Við erum ennþá með þetta í okkar höndum eins og í svolítið langan tíma núna.“ Þá segist Halldór ætla að gefa liðinu smá frí nú þegar landsleikjahléið tekur við áður en liðið mætir aftur á fullu gasi til að undirbúa sig fyrir lokasprettinn. „Við tökum þriggja daga frí, en svo þurfum við bara að æfa vel og undirbúa þessa tvo leiki sem eru framundan,“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira