Sjáðu Luis Enrique húðskamma Mbappé Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2024 12:32 Luis Enrique ræðir við Kylian Mbappé. getty/Jose Breton Í nýrri heimildamynd um Luis Enrique, knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain, sést hann húðskamma stórstjörnuna Kylian Mbappé. Luis Enrique tók við PSG fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu til sigurs í frönsku úrvalsdeildinni. Þá komst PSG í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Í átta liða úrslitunum mætti PSG gamla liðinu hans Enriques, Barcelona. Og fyrir seinni leikinn í einvíginu lét Enrique Mbappé heyra það eins og sést í heimildamyndinni. Hann vildi að framherjinn legði sig meira fram í varnarleiknum. „Ég las að þú værir hrifinn af Michael Jordan. Hann tók í hnakkadrambið á samherjum sínum og varðist eins og brjálæðingur. Þú verður að gefa tóninn, fyrst sem manneskja og sem leikmaður,“ sagði Enrique við Mbappé. „Allan leikinn verður þú að pressa [Pau] Cubarsí svo hann komist ekki fram með boltann og pressa [Marc-André] Ter Stegen svo hann gefi boltann fljótt frá sér og vera snöggur að koma þér til baka. Af hverju? Til að vera leiðtogi.“ "He leído que te gustaba Michael Jordan"."Michael Jordan se ponía a defender como un hijo de p***".#LuisEnrique 🗣️ Mbappé 📼 Lunes 7, '𝑵𝒐 𝒕𝒆𝒏𝒆́𝒊𝒔 𝒏𝒊 **** 𝒊𝒅𝒆𝒂' Capítulo 2. pic.twitter.com/VSYqtTAIsl— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) October 3, 2024 Enrique vildi sjá Mbappé sýna meiri leiðtogahæfni í leiknum gegn Barcelona. „Þú ert ótrúlegur. Þú ert heimsklassa leikmaður. Engin spurning. En það er ekki nóg fyrir mig. Sannur leiðtogi er einhver sem hjálpar okkur í öllum þáttum leiksins,“ sagði Enrique. „Það er það sem ég vil að þú gerir. Að vera leiðtogi hérna. Ég vil að þú getir gengið út um dyrnar án þess að sjá eftir nokkru. Þú verður að vinna. Ekki sækja. Þú ert frábær sóknarmaður. Þú sækir eins og brjálæðingur. En þegar þú getur það ekki verðurðu að vera besti varnarmaður í heimi. Það er leiðtogi. Það er Michael Jordan.“ Orð Enriques virðast hafa haft góð áhrif á Mbappé því hann skoraði tvö mörk í leiknum gegn Barcelona sem PSG vann, 4-1. Eftir tímabilið gekk Mbappé í raðir Real Madrid eins og við var búist. Hann er markahæsti leikmaður í sögu PSG og varð fimm sinnum franskur meistari með liðinu. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og Eibar Luis Enrique skýtur föstum skotum að Xavi í nýrri heimildamynd. Hann segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og smálið. 27. september 2024 11:00 Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Luis Enrique tók við PSG fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu til sigurs í frönsku úrvalsdeildinni. Þá komst PSG í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Í átta liða úrslitunum mætti PSG gamla liðinu hans Enriques, Barcelona. Og fyrir seinni leikinn í einvíginu lét Enrique Mbappé heyra það eins og sést í heimildamyndinni. Hann vildi að framherjinn legði sig meira fram í varnarleiknum. „Ég las að þú værir hrifinn af Michael Jordan. Hann tók í hnakkadrambið á samherjum sínum og varðist eins og brjálæðingur. Þú verður að gefa tóninn, fyrst sem manneskja og sem leikmaður,“ sagði Enrique við Mbappé. „Allan leikinn verður þú að pressa [Pau] Cubarsí svo hann komist ekki fram með boltann og pressa [Marc-André] Ter Stegen svo hann gefi boltann fljótt frá sér og vera snöggur að koma þér til baka. Af hverju? Til að vera leiðtogi.“ "He leído que te gustaba Michael Jordan"."Michael Jordan se ponía a defender como un hijo de p***".#LuisEnrique 🗣️ Mbappé 📼 Lunes 7, '𝑵𝒐 𝒕𝒆𝒏𝒆́𝒊𝒔 𝒏𝒊 **** 𝒊𝒅𝒆𝒂' Capítulo 2. pic.twitter.com/VSYqtTAIsl— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) October 3, 2024 Enrique vildi sjá Mbappé sýna meiri leiðtogahæfni í leiknum gegn Barcelona. „Þú ert ótrúlegur. Þú ert heimsklassa leikmaður. Engin spurning. En það er ekki nóg fyrir mig. Sannur leiðtogi er einhver sem hjálpar okkur í öllum þáttum leiksins,“ sagði Enrique. „Það er það sem ég vil að þú gerir. Að vera leiðtogi hérna. Ég vil að þú getir gengið út um dyrnar án þess að sjá eftir nokkru. Þú verður að vinna. Ekki sækja. Þú ert frábær sóknarmaður. Þú sækir eins og brjálæðingur. En þegar þú getur það ekki verðurðu að vera besti varnarmaður í heimi. Það er leiðtogi. Það er Michael Jordan.“ Orð Enriques virðast hafa haft góð áhrif á Mbappé því hann skoraði tvö mörk í leiknum gegn Barcelona sem PSG vann, 4-1. Eftir tímabilið gekk Mbappé í raðir Real Madrid eins og við var búist. Hann er markahæsti leikmaður í sögu PSG og varð fimm sinnum franskur meistari með liðinu.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og Eibar Luis Enrique skýtur föstum skotum að Xavi í nýrri heimildamynd. Hann segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og smálið. 27. september 2024 11:00 Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og Eibar Luis Enrique skýtur föstum skotum að Xavi í nýrri heimildamynd. Hann segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og smálið. 27. september 2024 11:00
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti