Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2024 21:28 Kylian Mbappé og félagar í Real Madrid lutu í lægra haldi en Dusan Vlahovic og félagar í Juventus unnu sterkan endurkomusigur. getty / fotojet Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. Lille – Real Madrid 1-0 Lille vann mjög óvæntan sigur gegn meisturum Real Madrid. Gestirnir ógnuðu allan leikinn en voru óheppnir fyrir framan markið. Heimamenn fengu víti undir lok fyrri hálfleiks, sem Jonathan David skoraði úr, og reyndist það eina mark leiksins. Benfica – Atl. Madrid 4-0 Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Benfica, sem tók á móti Atlético Madrid. Íslandsóvinurinn Kerem Akturkoglu kom heimamönnum yfir snemma í fyrri hálfleik. Angel Di Maria tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum. Alexander Bah og Orkun Kokcu bættu svo við áður en leiknum lauk. Dinamo Zagreb – AS Monaco 2-2 Liðin skildu jöfn eftir æsispennandi leik. Heimamenn brutu ísinn rétt fyrir hálfleik og bættu við á 66. mínútu en Monaco elti þá uppi, minnkaði muninn þegar rúmt korter var eftir og sóttu svo vítaspyrnu rétt áður en venjulegur leiktími rann út. Denis Zakaria steig á punktinn, skoraði og tryggði stig. RB Leipzig – Juventus 2-3 Viðburðaríkasti leikur kvöldsins. Fimm mörk og rautt spjald í ótrúlegum endurkomusigri. Juventus lenti tvisvar undir, Benjamin Sesko með bæði mörkin fyrir Leipzig. Rétt fyrir seinna markið missti Juventus líka markmanninn sinn af velli þegar hann handlék boltann óvart fyrir utan teig. En tvívegis tókst Dusan Vlahovic að jafna. Það var svo Portúgalinn Fabio Conceicao sem tryggði sigurinn á 82. mínútu. Sturm Graz – Club Brugge 0-1 Sturm Graz tapaði öðrum leiknum í röð, gegn Club Brugge í þetta sinn. Christos Tzolis skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti fyrir utan teig, stöngin inn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
Lille – Real Madrid 1-0 Lille vann mjög óvæntan sigur gegn meisturum Real Madrid. Gestirnir ógnuðu allan leikinn en voru óheppnir fyrir framan markið. Heimamenn fengu víti undir lok fyrri hálfleiks, sem Jonathan David skoraði úr, og reyndist það eina mark leiksins. Benfica – Atl. Madrid 4-0 Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Benfica, sem tók á móti Atlético Madrid. Íslandsóvinurinn Kerem Akturkoglu kom heimamönnum yfir snemma í fyrri hálfleik. Angel Di Maria tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum. Alexander Bah og Orkun Kokcu bættu svo við áður en leiknum lauk. Dinamo Zagreb – AS Monaco 2-2 Liðin skildu jöfn eftir æsispennandi leik. Heimamenn brutu ísinn rétt fyrir hálfleik og bættu við á 66. mínútu en Monaco elti þá uppi, minnkaði muninn þegar rúmt korter var eftir og sóttu svo vítaspyrnu rétt áður en venjulegur leiktími rann út. Denis Zakaria steig á punktinn, skoraði og tryggði stig. RB Leipzig – Juventus 2-3 Viðburðaríkasti leikur kvöldsins. Fimm mörk og rautt spjald í ótrúlegum endurkomusigri. Juventus lenti tvisvar undir, Benjamin Sesko með bæði mörkin fyrir Leipzig. Rétt fyrir seinna markið missti Juventus líka markmanninn sinn af velli þegar hann handlék boltann óvart fyrir utan teig. En tvívegis tókst Dusan Vlahovic að jafna. Það var svo Portúgalinn Fabio Conceicao sem tryggði sigurinn á 82. mínútu. Sturm Graz – Club Brugge 0-1 Sturm Graz tapaði öðrum leiknum í röð, gegn Club Brugge í þetta sinn. Christos Tzolis skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti fyrir utan teig, stöngin inn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira