Ævintýralegt líf í Stanford en saknar Vesturbæjarlaugar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. október 2024 07:00 Ofurskvísan og vísindakonan Áshildur Friðriksdóttir lifir ævintýralegu rannsóknarlífi í Kaliforníu. Aðsend Vísindakonan og ofurskvísan Áshildur Friðriksdóttir er 28 ára gömul og stundar doktorsnám í hinum eftirsótta og virta háskóla Stanford í Kaliforníu. Hún sér framtíðina fyrst og fremst fyrir sér á rannsóknarstofunni að skoða kristalbyggingar í smásjánni. Samhliða því hefur hún mikla ástríðu fyrir tísku og hætti í listaháskólanum Parsons í New York til þess að færa sig yfir í verkfræðina. HÍ, Caltech og Stanford Blaðamaður ræddi við Áshildi um lífið og ævintýrin úti. „Ég flutti til Bandaríkjanna fyrir rúmum þremur árum, stuttu eftir að hafa lokið grunnnámi í rafmagnsverkfræði við HÍ,“ segir Áshildur og bætir við: „Ég flutti upphaflega til að stunda sumarrannsóknir við Caltech í Pasadena en flutti svo til Norður Kaliforníu til að fara í framhaldsnám. Ég bý í stúdentaíbúðum í miðju háskólasvæðis Stanford. Stanford háskólinn er staðsettur í Palo Alto sem er lítill bær í um hálftíma fjarlægð frá San Francisco borg.“ Áshildur nýtur lífsins og leggur hart af sér í Norður Kaliforníu.Aðsend Eyðir dögum sínum í að taka myndir af atómum Áshildur sinnir doktorsnáminu af fullum krafti þar í námi sem heitir Materials Science and Engineering í Stanford. Daglegt líf hjá henni er sannarlega einstakt. „Ég stunda rannsóknir á sviði hálfleiðara og ég eyði miklum tíma í hreinherbergi að rækta nýjar efnablöndur og framleiða nanóstrúktúra með ljós-lithógrafíu. Mikið af tímanum mínum fer svo í að stúdera kristalbyggingu þessara efna með rafeindasmásjá en tiltekna smásjáin sem ég nota er nýlega komin í skólann og er sú öflugasta af sinni gerð í heiminum í dag. Upplausnin er nákvæmari en þvermál atóms og er því hægt að segja í einföldum orðum að ég eyði dögunum mínum í að taka myndir af atómum.“ Áshildur eyðir dögum sínum í að taka myndir af atómum.Aðsend Saknar ferða í Vesturbæjarlaug með vinum Áshildur heldur alltaf góðri tengingu við Ísland og á fjölskyldu hér. Hún segir að heimþráin sé stundum óumflýjanleg. „Ég fæ alltaf mestu heimþrána þegar ég fer í heimsókn til Íslands og sakna ég mest daglegs lífs í Vesturbænum og íslenskrar náttúru. Aðallega sakna ég þess að geta borðað morgunmat með fjölskyldunni og farið með vinum í Vesturbæjarlaug.“ Áshildur er mikil ævintýrakona með einstakan stíl.Aðsend Öflugt og gefandi vísindasamfélag Hún er þó algjörlega á réttri braut og hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún gerir. „Ég elska verkefnið mitt í náminu mikið og mér finnst skemmtilegast þegar ég er að læra eitthvað nýtt sem tengist því. Ég er mjög þakklát fyrir öfluga vísindasamfélagið í skólanum og finnst mjög gefandi að geta lært af fólkinu í kringum mig. Síðan er líka frábært að taka frí frá skólanum og skoða náttúruperlur sem finnast í Kaliforníu.“ Áshildur nýtur þess að skoða náttúruperlur í Kaliforníu þegar tækifæri gefst.Aðsend Aðspurð hvað henni finnist mest krefjandi við lífið úti segir hún: „Vinnukúltúrinn í Bandaríkjunum en það getur verið erfitt að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Vinnan á rannsóknarstofunni er mjög ófyrirsjáanleg sem getur leitt til þess að maður þurfi að vinna langt fram á kvöld.“ Áshildur er með skýra framtíðarsýn. „Ég sé fram á að tileinka lífinu mínu í að skoða kristalbyggingar í smásjánni og gæti vel ímyndað mér að halda áfram hér sem postdoc.“ Áshildur fyrir utan Paul Allen byggingu þar sem rannsóknarstofan hennar er.Aðsend Stíllinn takmarkaður við rannsóknarstofuna Tíska spilar sem áður segir veigamikið hlutverk í lífi Áshildar þrátt fyrir að starf hennar bjóði ekki endilega upp á mikið frelsi í klæðaburði. „Ég tek enn mestan innblástur frá Skandinavíu og vinkonum mínum á Íslandi. Ég hef alltaf elskað tísku frá því ég man eftir mér og eyði ósjálfrátt ágætum tíma í að pæla í klæðaburði mínum.“ Áshildur á rannsóknarstofunni.Aðsend Hún segist alls ekki lifa eftir boðum og bönnum í tískunni. „Nei alls ekki. Það er þó regla um að vera í síðum buxum og bolum á rannsóknarstofunni þannig ég er aðeins takmörkuð við það. Það er mjög óformlegt andrúmsloft í Stanford, sérstaklega í verkfræðinámi og dresscode-ið endurspeglast af því. Það ríkir enn ákveðin klisja eða hugmynd um að fólk í vísindum eigi ekki að pæla mikið í fötum eða útliti en ég gef ekki mikið fyrir þann hugsunarhátt. Ég held mikið upp á „office-siren“ tískuna en sá stíll hentar mínu starfi og daglegu rútínu,“ segir Áshildur en stíllinn vísar til smart skrifstofustíls. Hinn svokallaði kanínubúningur á rannsóknarstofunni, einstakt lúkk!Aðsend Eftirminnilegasta flíkin er svo í óhefðbundnari kantinum. „Ég held það verði að vera búningurinn sem ég klæðist í hreinherberginu en hann er kallaður kanínubúningur (e. bunny-suit).“ Umhverfið í Stanford er sannarlega sjarmerandi.Aðsend Íslendingar erlendis Bandaríkin Tíska og hönnun Vísindi Sundlaugar Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Lífið Fleiri fréttir Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Sjá meira
HÍ, Caltech og Stanford Blaðamaður ræddi við Áshildi um lífið og ævintýrin úti. „Ég flutti til Bandaríkjanna fyrir rúmum þremur árum, stuttu eftir að hafa lokið grunnnámi í rafmagnsverkfræði við HÍ,“ segir Áshildur og bætir við: „Ég flutti upphaflega til að stunda sumarrannsóknir við Caltech í Pasadena en flutti svo til Norður Kaliforníu til að fara í framhaldsnám. Ég bý í stúdentaíbúðum í miðju háskólasvæðis Stanford. Stanford háskólinn er staðsettur í Palo Alto sem er lítill bær í um hálftíma fjarlægð frá San Francisco borg.“ Áshildur nýtur lífsins og leggur hart af sér í Norður Kaliforníu.Aðsend Eyðir dögum sínum í að taka myndir af atómum Áshildur sinnir doktorsnáminu af fullum krafti þar í námi sem heitir Materials Science and Engineering í Stanford. Daglegt líf hjá henni er sannarlega einstakt. „Ég stunda rannsóknir á sviði hálfleiðara og ég eyði miklum tíma í hreinherbergi að rækta nýjar efnablöndur og framleiða nanóstrúktúra með ljós-lithógrafíu. Mikið af tímanum mínum fer svo í að stúdera kristalbyggingu þessara efna með rafeindasmásjá en tiltekna smásjáin sem ég nota er nýlega komin í skólann og er sú öflugasta af sinni gerð í heiminum í dag. Upplausnin er nákvæmari en þvermál atóms og er því hægt að segja í einföldum orðum að ég eyði dögunum mínum í að taka myndir af atómum.“ Áshildur eyðir dögum sínum í að taka myndir af atómum.Aðsend Saknar ferða í Vesturbæjarlaug með vinum Áshildur heldur alltaf góðri tengingu við Ísland og á fjölskyldu hér. Hún segir að heimþráin sé stundum óumflýjanleg. „Ég fæ alltaf mestu heimþrána þegar ég fer í heimsókn til Íslands og sakna ég mest daglegs lífs í Vesturbænum og íslenskrar náttúru. Aðallega sakna ég þess að geta borðað morgunmat með fjölskyldunni og farið með vinum í Vesturbæjarlaug.“ Áshildur er mikil ævintýrakona með einstakan stíl.Aðsend Öflugt og gefandi vísindasamfélag Hún er þó algjörlega á réttri braut og hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún gerir. „Ég elska verkefnið mitt í náminu mikið og mér finnst skemmtilegast þegar ég er að læra eitthvað nýtt sem tengist því. Ég er mjög þakklát fyrir öfluga vísindasamfélagið í skólanum og finnst mjög gefandi að geta lært af fólkinu í kringum mig. Síðan er líka frábært að taka frí frá skólanum og skoða náttúruperlur sem finnast í Kaliforníu.“ Áshildur nýtur þess að skoða náttúruperlur í Kaliforníu þegar tækifæri gefst.Aðsend Aðspurð hvað henni finnist mest krefjandi við lífið úti segir hún: „Vinnukúltúrinn í Bandaríkjunum en það getur verið erfitt að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Vinnan á rannsóknarstofunni er mjög ófyrirsjáanleg sem getur leitt til þess að maður þurfi að vinna langt fram á kvöld.“ Áshildur er með skýra framtíðarsýn. „Ég sé fram á að tileinka lífinu mínu í að skoða kristalbyggingar í smásjánni og gæti vel ímyndað mér að halda áfram hér sem postdoc.“ Áshildur fyrir utan Paul Allen byggingu þar sem rannsóknarstofan hennar er.Aðsend Stíllinn takmarkaður við rannsóknarstofuna Tíska spilar sem áður segir veigamikið hlutverk í lífi Áshildar þrátt fyrir að starf hennar bjóði ekki endilega upp á mikið frelsi í klæðaburði. „Ég tek enn mestan innblástur frá Skandinavíu og vinkonum mínum á Íslandi. Ég hef alltaf elskað tísku frá því ég man eftir mér og eyði ósjálfrátt ágætum tíma í að pæla í klæðaburði mínum.“ Áshildur á rannsóknarstofunni.Aðsend Hún segist alls ekki lifa eftir boðum og bönnum í tískunni. „Nei alls ekki. Það er þó regla um að vera í síðum buxum og bolum á rannsóknarstofunni þannig ég er aðeins takmörkuð við það. Það er mjög óformlegt andrúmsloft í Stanford, sérstaklega í verkfræðinámi og dresscode-ið endurspeglast af því. Það ríkir enn ákveðin klisja eða hugmynd um að fólk í vísindum eigi ekki að pæla mikið í fötum eða útliti en ég gef ekki mikið fyrir þann hugsunarhátt. Ég held mikið upp á „office-siren“ tískuna en sá stíll hentar mínu starfi og daglegu rútínu,“ segir Áshildur en stíllinn vísar til smart skrifstofustíls. Hinn svokallaði kanínubúningur á rannsóknarstofunni, einstakt lúkk!Aðsend Eftirminnilegasta flíkin er svo í óhefðbundnari kantinum. „Ég held það verði að vera búningurinn sem ég klæðist í hreinherberginu en hann er kallaður kanínubúningur (e. bunny-suit).“ Umhverfið í Stanford er sannarlega sjarmerandi.Aðsend
Íslendingar erlendis Bandaríkin Tíska og hönnun Vísindi Sundlaugar Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Lífið Fleiri fréttir Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Sjá meira