Ronaldo benti til himins: „Vildi að pabbi væri enn á lífi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 08:03 Cristiano Ronaldo skoraði enn eitt markið á ferlinum í gær. Getty/Mohammed Dabbous Cristiano Ronaldo hélt áfram að nálgast þúsundasta markið á ferlinum í gær þegar hann skoraði í sigri Al-Nassr. Hann tileinkaði markið föður sínum heitnum, José Dinis Aveiro. Pabbi Ronaldos hefði orðið 71 árs í gær væri hann enn á lífi og þegar Ronaldo skoraði, í 2-1 sigri gegn Al-Rayyan í Meistaradeild Asíu, benti hann með báðum fingrum upp til himins til minningar um pabba sinn. „Markið sem ég skoraði í dag var alveg sérstakt fyrir mér. Ég vildi að pabbi minn væri enn á lífi því í dag á hann afmæli,“ sgaði Ronaldo við fjölmiðla eftir leik. Pabbi hans féll frá árið 2005, aðeins 52 ára gamall, vegna lifrarbilunar, þegar tvítugur Ronaldo var rétt byrjaður að slá í gegn hjá Manchester United. 🟡🔵❤️ Cristiano Ronaldo: “Today's goal has a different flavor… I wish my father was alive because today is his birthday”. pic.twitter.com/uPlmIMXIMg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 30, 2024 Það var Sadio Mané, fyrrverandi leikmaður Liverpool, sem kom Al-Nassr yfir í gær en Ronaldo jók svo muninn á 76. mínútu áður en Róger Guedes minnkaði muninn fyrir Al-Rayyan í lokin. Ronaldo hefur nú skorað 904 mörk á ferlinum. Þessi 39 ára fótboltagoðsögn segir það ekki lengur mikilvægt í sínum huga að slá met og vera bestur. „Ég elska enn fótbolta og ég veit að ég á ekki mikinn tíma eftir á vellinum. Það mikilvægasta er ekki að vera talinn besti leikmaðurinn eða að vinna til verðlauna. Mikilvægast er að njóta sín og koma að gagni fyrir félagið sitt og landslið. Met eru hluti af mér og ég er vanur að slá þau. Ég hef fundið fyrir pressu frá fyrsta degi og ég held að þannig verði það til lokadags,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo benti til pabba síns á himnum eftir að hafa skorað í gær.Getty/Yasser Bakhsh Sádiarabíski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Pabbi Ronaldos hefði orðið 71 árs í gær væri hann enn á lífi og þegar Ronaldo skoraði, í 2-1 sigri gegn Al-Rayyan í Meistaradeild Asíu, benti hann með báðum fingrum upp til himins til minningar um pabba sinn. „Markið sem ég skoraði í dag var alveg sérstakt fyrir mér. Ég vildi að pabbi minn væri enn á lífi því í dag á hann afmæli,“ sgaði Ronaldo við fjölmiðla eftir leik. Pabbi hans féll frá árið 2005, aðeins 52 ára gamall, vegna lifrarbilunar, þegar tvítugur Ronaldo var rétt byrjaður að slá í gegn hjá Manchester United. 🟡🔵❤️ Cristiano Ronaldo: “Today's goal has a different flavor… I wish my father was alive because today is his birthday”. pic.twitter.com/uPlmIMXIMg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 30, 2024 Það var Sadio Mané, fyrrverandi leikmaður Liverpool, sem kom Al-Nassr yfir í gær en Ronaldo jók svo muninn á 76. mínútu áður en Róger Guedes minnkaði muninn fyrir Al-Rayyan í lokin. Ronaldo hefur nú skorað 904 mörk á ferlinum. Þessi 39 ára fótboltagoðsögn segir það ekki lengur mikilvægt í sínum huga að slá met og vera bestur. „Ég elska enn fótbolta og ég veit að ég á ekki mikinn tíma eftir á vellinum. Það mikilvægasta er ekki að vera talinn besti leikmaðurinn eða að vinna til verðlauna. Mikilvægast er að njóta sín og koma að gagni fyrir félagið sitt og landslið. Met eru hluti af mér og ég er vanur að slá þau. Ég hef fundið fyrir pressu frá fyrsta degi og ég held að þannig verði það til lokadags,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo benti til pabba síns á himnum eftir að hafa skorað í gær.Getty/Yasser Bakhsh
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira