Fyrsti sigur hægriöfgaflokks frá seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2024 08:48 Lítill hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Vín í gær. Mótmælendurnir héldu meðal annars á spjöldum sem á stóð „Burt með nasista af þingi“ og „Kickl er nasisti“. AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn vann sigur í þingkosningunm í Austurríki í gær og varð fyrsti hægriöfgaflokkurinn til að vinna kosningasigur í landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Óljóst er hvort sigurinn skili flokknum sæti í ríkisstjórn. Bráðabirgðaúrslit benda til þess að Frelsisflokkurinn hafi fengið 29,2 prósent atkvæða gegn 26,5 prósentum Austurríska þjóðarflokks Karls Nehammer kanslara. Samsteypustjórn Nehammer með Græningjum missti þingmeirihluta sinn. Þrátt fyrir kosningasigurinn eru líkurnar á því að draumur Herberts Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, um að verða kanslari rætist litlar. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við hann vegna öfgahyggju hans. Frelsisflokkurinn ól á andúð á útlendingum í kosningabaráttu sinni. Hann kallaði meðal annars eftir nauðungarflutningum á „óboðnum útlendingum“ úr landi til þess að efla „einsleitni“ þjóðarinnar. Þá vill flokkurinn afnema rétt fólks til þess að sækja um hæli í Austurríki með neyðarlögum. AP-fréttastofan segir að hægriflokkur Nehammer kanslara sé í lykilstöðu til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Hann væri eini hugsanlegi samstarfsflokkur Frelsisflokksins í ríkisstjórn en Nehammer hefur útilokað að sitja í stjórn undir forystu Kickl sem hann lýsti sem „öryggisógn“. Kanslarinn hefur þó ekki blásið út af borðinu að vinna með Frelsisflokknum sjálfum. Sitjandi kanslari Austurríkis lýsir Herbert Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, sem öryggisógn.AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn hefur lengi verið fyrirferðarmikill í austurrískum stjórnmálum og tekið þátt í samsteypustjórnum. Mesta fylgi sem hann hafði hlotið í kosningunum fyrir gærdaginn voru 26,9 prósent árið 1999. Fylgi flokksins dalaði verulega vegna hneykslismáls Heinz-Christian Strache, þáverandi leiðtoga flokksins og varakanslara, árið 2019. Myndbandupptaka birtist þá af honum það sem hann bauð þeim sem hann taldi rússneskum áhrifamanni greiða. Í þeim anda hefur Frelsisflokkurinn amast mjög við því að Evrópusambandið styrki Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Seinni heimsstyrjöldin Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Bráðabirgðaúrslit benda til þess að Frelsisflokkurinn hafi fengið 29,2 prósent atkvæða gegn 26,5 prósentum Austurríska þjóðarflokks Karls Nehammer kanslara. Samsteypustjórn Nehammer með Græningjum missti þingmeirihluta sinn. Þrátt fyrir kosningasigurinn eru líkurnar á því að draumur Herberts Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, um að verða kanslari rætist litlar. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við hann vegna öfgahyggju hans. Frelsisflokkurinn ól á andúð á útlendingum í kosningabaráttu sinni. Hann kallaði meðal annars eftir nauðungarflutningum á „óboðnum útlendingum“ úr landi til þess að efla „einsleitni“ þjóðarinnar. Þá vill flokkurinn afnema rétt fólks til þess að sækja um hæli í Austurríki með neyðarlögum. AP-fréttastofan segir að hægriflokkur Nehammer kanslara sé í lykilstöðu til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Hann væri eini hugsanlegi samstarfsflokkur Frelsisflokksins í ríkisstjórn en Nehammer hefur útilokað að sitja í stjórn undir forystu Kickl sem hann lýsti sem „öryggisógn“. Kanslarinn hefur þó ekki blásið út af borðinu að vinna með Frelsisflokknum sjálfum. Sitjandi kanslari Austurríkis lýsir Herbert Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, sem öryggisógn.AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn hefur lengi verið fyrirferðarmikill í austurrískum stjórnmálum og tekið þátt í samsteypustjórnum. Mesta fylgi sem hann hafði hlotið í kosningunum fyrir gærdaginn voru 26,9 prósent árið 1999. Fylgi flokksins dalaði verulega vegna hneykslismáls Heinz-Christian Strache, þáverandi leiðtoga flokksins og varakanslara, árið 2019. Myndbandupptaka birtist þá af honum það sem hann bauð þeim sem hann taldi rússneskum áhrifamanni greiða. Í þeim anda hefur Frelsisflokkurinn amast mjög við því að Evrópusambandið styrki Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa.
Seinni heimsstyrjöldin Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57