„Ábyrgðin er mín“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 08:02 Hansi Flick byrjaði frábærlega sem þjálfari Barcelona en nú hefur liðið mátt þola fyrsta tapið í spænsku deildinni á þessari leiktíð. Getty/Juan Manuel Serrano Þjóðverjinn Hansi Flick tók á sig alla sök eftir fyrsta tap Barcelona undir hans stjórn í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gærkvöld. Börsungar höfðu unnið fyrstu sjö deildarleiki sína á tímabilinu en steinlágu gegn Osasuna í gær, 4-2. Ljóst er að sú ákvörðun Flick að hefja leikinn með Lamine Yamal og Raphinha, sem byrjað hafa leiktíðina frábærlega, á bekknum, hafði sitt að segja. „Maður verður að sætta sig við svona töp. Við spiluðum ekkert sérlega vel. Ábyrgðin er mín,“ sagði Flick við Movistar Plus eftir leik. „[Með breytingum á liðinu] var ég að reyna að verja leikmennina, því þeir hafa verið að spila margar mínútur. En ég bjóst ekki við því að við myndum spila svona. Við gerðum mörg mistök og Osasuna gerði vel. Ég held samt að í öðru markinu hafi verið um brot að ræða í aðdragandanum, ég á þó eftir að sjá það aftur, en svo hef ég heyrt,“ sagði Flick. „En það er of mikið að við séum að fá á okkur fjögur mörk. Ég hef sagt liðinu að við verðum bara að halda áfram. Það er mikið að gera og við erum á réttri braut,“ sagði Flick. Barcelona tapaði einnig fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni, gegn Monaco fyrir tíu dögum, en hefur spilað þrjá deildarleiki síðan þá. Liðið tekur á móti Young Boys á þriðjudaginn í næsta leik í Meistaradeildinni og sækir svo Alaves heim í deildarleik, fyrir landsleikjahléið í október. Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Börsungar höfðu unnið fyrstu sjö deildarleiki sína á tímabilinu en steinlágu gegn Osasuna í gær, 4-2. Ljóst er að sú ákvörðun Flick að hefja leikinn með Lamine Yamal og Raphinha, sem byrjað hafa leiktíðina frábærlega, á bekknum, hafði sitt að segja. „Maður verður að sætta sig við svona töp. Við spiluðum ekkert sérlega vel. Ábyrgðin er mín,“ sagði Flick við Movistar Plus eftir leik. „[Með breytingum á liðinu] var ég að reyna að verja leikmennina, því þeir hafa verið að spila margar mínútur. En ég bjóst ekki við því að við myndum spila svona. Við gerðum mörg mistök og Osasuna gerði vel. Ég held samt að í öðru markinu hafi verið um brot að ræða í aðdragandanum, ég á þó eftir að sjá það aftur, en svo hef ég heyrt,“ sagði Flick. „En það er of mikið að við séum að fá á okkur fjögur mörk. Ég hef sagt liðinu að við verðum bara að halda áfram. Það er mikið að gera og við erum á réttri braut,“ sagði Flick. Barcelona tapaði einnig fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni, gegn Monaco fyrir tíu dögum, en hefur spilað þrjá deildarleiki síðan þá. Liðið tekur á móti Young Boys á þriðjudaginn í næsta leik í Meistaradeildinni og sækir svo Alaves heim í deildarleik, fyrir landsleikjahléið í október.
Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira