Stefnir í sögulegan sigur hægriöfgaflokks í Austurríki Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2024 11:49 Herbert Kickl formaður Frelsisflokksins á kosningafundi. Flokknum er spáð sögulegum sigri. gett Allt bendir til þess að Frelsisflokkurinn, sem lýst hefur verið sem hægriöfgaflokki, landi sögulegum sigri í austurrísku þingkosningunum sem fara fram á morgun. Flokkurinn sat í ríkisstjórn sem sprakk fyrir fimm árum vegna svokallaðs Ibiza-skandals, þar sem upp komst um tilraunir þingmanns Frelsisflokksins til að fá greiða úr hendi rússnesks ólígarka, í skiptum fyrir pólitíska greiða. Nú hefur flokkurinn hins vegar snúið blaðinu við og mælist með mest fylgi í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna sem fara fram á morgun. Frelsisflokkurinn mælist með 28 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum meira en íhaldsflokkurinn Austurríski fólksflokkurinn, sem leiðir ríkisstjórn nú. „Líkurnar hafa aldrei verið meiri,“ segir í einu auglýsingamyndbanda Frelsisflokksins. „Sem volkskanzler (kanslari fólksins) mun Herbert Kickl gera allt til þess að veita ykkur frelsið á ný, öryggið, velmegun og frið... Byggjum Austurríkisvirkið!“ Frelsisflokkurinn hefur talað fyrir hertri innflytjendalöggjöf breytingu á nálgun í Úkraínustríði og verðbólguátaki. Þá hefur flokksforysta agnúast út í viðbrögð stjórnvalda við Covid-faraldri. Í umfjöllun BBC kemur fram að notkun formannsins Herbert Kickl á orðinu volkskanzler hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum austurríkismönnum, þar sem það hafi verið notað af Adolf Hitler á fjórða áratug síðustu aldar. Vísunin þyki óþægileg áminning um uppruna flokksins sem var stofnaður af fyrrverandi nasistum á sjötta áratugnum. Mótmælendur fyrir utan kosningafund Frelsisflokksins á föstudag mættu til að mynda með skilti sem stóð á „nastistar af þingi“. Austurríki Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Flokkurinn sat í ríkisstjórn sem sprakk fyrir fimm árum vegna svokallaðs Ibiza-skandals, þar sem upp komst um tilraunir þingmanns Frelsisflokksins til að fá greiða úr hendi rússnesks ólígarka, í skiptum fyrir pólitíska greiða. Nú hefur flokkurinn hins vegar snúið blaðinu við og mælist með mest fylgi í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna sem fara fram á morgun. Frelsisflokkurinn mælist með 28 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum meira en íhaldsflokkurinn Austurríski fólksflokkurinn, sem leiðir ríkisstjórn nú. „Líkurnar hafa aldrei verið meiri,“ segir í einu auglýsingamyndbanda Frelsisflokksins. „Sem volkskanzler (kanslari fólksins) mun Herbert Kickl gera allt til þess að veita ykkur frelsið á ný, öryggið, velmegun og frið... Byggjum Austurríkisvirkið!“ Frelsisflokkurinn hefur talað fyrir hertri innflytjendalöggjöf breytingu á nálgun í Úkraínustríði og verðbólguátaki. Þá hefur flokksforysta agnúast út í viðbrögð stjórnvalda við Covid-faraldri. Í umfjöllun BBC kemur fram að notkun formannsins Herbert Kickl á orðinu volkskanzler hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum austurríkismönnum, þar sem það hafi verið notað af Adolf Hitler á fjórða áratug síðustu aldar. Vísunin þyki óþægileg áminning um uppruna flokksins sem var stofnaður af fyrrverandi nasistum á sjötta áratugnum. Mótmælendur fyrir utan kosningafund Frelsisflokksins á föstudag mættu til að mynda með skilti sem stóð á „nastistar af þingi“.
Austurríki Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira