Pavel: „Ég var brjálaður vísindamaður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 14:01 Pavel Ermolinskij gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í fyrra. vísir/hulda margrét Pavel Ermolinskij segir að sér hafi mistekist að koma áherslunum sínum til skila til leikmanna Tindastóls. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrsta þætti GAZins, nýs hlaðvarps í umsjón Pavels. Í fyrsta þættinum af GAZi fer Pavel yfir tískubylgjur í íþróttum, hvernig ein ráðandi hugmyndafræði tekur við af annarri. Hann ræðir einnig um hugrekkið til að gera breytingar og tók dæmi af því þegar hann reyndi að breyta hinni svokölluðu Slavavörn og innleiða þær áherslur hjá Tindastóli. Slavavörnin, sem er nefnd eftir Pavel, gengur út á leyfa veikasta sóknarmanni andstæðingsins að vera með boltann og mana hann til að skjóta. Þegar Pavel var ráðinn þjálfari Tindastóls vildi hann hins vegar ekki leyfa nein opin skot. Krot sem enginn skildi nema ég „Smám saman byrjaði það að naga mig að innan að gefa opin skot. Ég hætti að geta sætt mig við það. Það er ekki nógu aggresívt hugsaði ég. Því byrjaði vörnin að þróast aftur þegar ég tók við liði Tindastóls. Engin opin skot, neitt. Þú átt að geta gert það sama án þess að gefa neitt upp,“ sagði Pavel í GAZinu. „Til að gera langa sögu stutta sat ég í kompunni minni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki tímunum saman með fjall af blöðum fyrir framan mig sem innihéldu teikningar, af pýramídum til dæmis, og öðru kroti sem enginn skildi nema ég. Ég var brjálaður vísindamaður. Þetta var allt skýrt í kollinum á mér. Ég var kominn með þetta. Næsta bylgja var að fara að hefjast.“ Vaknaði upp úr transinum Þrátt fyrir góðan vilja tókst Pavel ekki að koma nýju áherslunum sínum til skila. „Mér tókst ekki að innleiða pýramídana mína. Ég reyndi og reyndi en það vantaði herslumuninn. Ég var ekki beint með mannskapinn í það og gat heldur ekki komið þessu frá mér á skilvirkan hátt. Ég var því einn af þeim sem var að reyna að finna nýja leið, mína eigin leið, en mistókst,“ sagði Pavel. „Blessunarlega vaknaði ég upp úr þessum trans, aðlaga mig að því sem ég hafði og á endanum tókst okkur að skapa okkar eigin í sameiningu og vinna Íslandsmeistaratitil.“ Pavel hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor en hann er eini maðurinn sem hefur gert liðið að Íslandsmeisturum. Pavel er nýjasti liðsmaður Bónus körfuboltakvölds og auk þess að vera álitsgjafi í þættinum lýsir hann einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Hlusta má á fyrsta þáttinn af GAZinu hér fyrir neðan. Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Í fyrsta þættinum af GAZi fer Pavel yfir tískubylgjur í íþróttum, hvernig ein ráðandi hugmyndafræði tekur við af annarri. Hann ræðir einnig um hugrekkið til að gera breytingar og tók dæmi af því þegar hann reyndi að breyta hinni svokölluðu Slavavörn og innleiða þær áherslur hjá Tindastóli. Slavavörnin, sem er nefnd eftir Pavel, gengur út á leyfa veikasta sóknarmanni andstæðingsins að vera með boltann og mana hann til að skjóta. Þegar Pavel var ráðinn þjálfari Tindastóls vildi hann hins vegar ekki leyfa nein opin skot. Krot sem enginn skildi nema ég „Smám saman byrjaði það að naga mig að innan að gefa opin skot. Ég hætti að geta sætt mig við það. Það er ekki nógu aggresívt hugsaði ég. Því byrjaði vörnin að þróast aftur þegar ég tók við liði Tindastóls. Engin opin skot, neitt. Þú átt að geta gert það sama án þess að gefa neitt upp,“ sagði Pavel í GAZinu. „Til að gera langa sögu stutta sat ég í kompunni minni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki tímunum saman með fjall af blöðum fyrir framan mig sem innihéldu teikningar, af pýramídum til dæmis, og öðru kroti sem enginn skildi nema ég. Ég var brjálaður vísindamaður. Þetta var allt skýrt í kollinum á mér. Ég var kominn með þetta. Næsta bylgja var að fara að hefjast.“ Vaknaði upp úr transinum Þrátt fyrir góðan vilja tókst Pavel ekki að koma nýju áherslunum sínum til skila. „Mér tókst ekki að innleiða pýramídana mína. Ég reyndi og reyndi en það vantaði herslumuninn. Ég var ekki beint með mannskapinn í það og gat heldur ekki komið þessu frá mér á skilvirkan hátt. Ég var því einn af þeim sem var að reyna að finna nýja leið, mína eigin leið, en mistókst,“ sagði Pavel. „Blessunarlega vaknaði ég upp úr þessum trans, aðlaga mig að því sem ég hafði og á endanum tókst okkur að skapa okkar eigin í sameiningu og vinna Íslandsmeistaratitil.“ Pavel hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor en hann er eini maðurinn sem hefur gert liðið að Íslandsmeisturum. Pavel er nýjasti liðsmaður Bónus körfuboltakvölds og auk þess að vera álitsgjafi í þættinum lýsir hann einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Hlusta má á fyrsta þáttinn af GAZinu hér fyrir neðan.
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira