Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2024 07:52 Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum og setið á japanska þinginu frá 1986. EPA Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. Breska ríkisútvarpið segir frá því að aldrei áður hafi jafn margir, eða níu, sóst eftir því að verða formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins sem hefur haft tögl og haldir í japönskum stjórnmálum allt frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Þar sem flokkurinn er með meirihluta á þingi er ljóst að nýr formaður flokksins verður jafnframt næsti forsætisráðherra. Þetta er í fimmta sinn sem hinn 67 ára Ishiba gerir atlögu að formannsembættinu í flokknum, en hann mun nú taka við forsætisráðherraembættinu næstkomandi þriðjudag. Kishida hefur gegnt embætti forsætisráðherra í um þrjú ár. Vinsældir hans hafa farið dvínandi síðustu misserin, meðal annars vegna viðvarandi verðbólgu í landinu, og þá hafa ýmis hneykslismál skekið flokkinn. Þegar Kishida tilkynnti um afsögn sína sagðist hann telja þetta vera það besta í stöðunni fyrir japönsku þjóðina, og jafnframt nauðsynlega ákvörðun til að hægt væri að auka traust þjóðarinnar í garð stjórnarflokksins. Sanae Takaichi var mjög náinn samstarfskona forsætisráðherrans fyrrverandi, Shinzo Abe, sem ráðinn var af dögum 2022.EPA Formannskjörið fór fram í tveimur umferðum þar sem kosið var milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni í þeirri síðari. Kosið var milli Ishiba og hinnar 63 ára Sanae Takaichi í síðari umferðinni, en hefði Takaichi orðið fyrir valinu hefði hún orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins. Hún hefur farið með fjölda ráðherraembætta frá árinu 2006, síðast ráðherra efnahagsmála, og þykir mjög íhaldsöm í skoðunum. Ishiba þykir hins vegar um margt frjálslyndur stjórnmálamaður og hefur meðal annars talað því að konur ættu að geta verið Japanskeistarar, ólíkt Takaichi. Málið er mjög umdeilt í Japan og innan Frjálslynda lýðræðisflokksins þar sem stór hluti er andvígur slíkri breytingu. Japan Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. 14. ágúst 2024 08:12 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Breska ríkisútvarpið segir frá því að aldrei áður hafi jafn margir, eða níu, sóst eftir því að verða formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins sem hefur haft tögl og haldir í japönskum stjórnmálum allt frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Þar sem flokkurinn er með meirihluta á þingi er ljóst að nýr formaður flokksins verður jafnframt næsti forsætisráðherra. Þetta er í fimmta sinn sem hinn 67 ára Ishiba gerir atlögu að formannsembættinu í flokknum, en hann mun nú taka við forsætisráðherraembættinu næstkomandi þriðjudag. Kishida hefur gegnt embætti forsætisráðherra í um þrjú ár. Vinsældir hans hafa farið dvínandi síðustu misserin, meðal annars vegna viðvarandi verðbólgu í landinu, og þá hafa ýmis hneykslismál skekið flokkinn. Þegar Kishida tilkynnti um afsögn sína sagðist hann telja þetta vera það besta í stöðunni fyrir japönsku þjóðina, og jafnframt nauðsynlega ákvörðun til að hægt væri að auka traust þjóðarinnar í garð stjórnarflokksins. Sanae Takaichi var mjög náinn samstarfskona forsætisráðherrans fyrrverandi, Shinzo Abe, sem ráðinn var af dögum 2022.EPA Formannskjörið fór fram í tveimur umferðum þar sem kosið var milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni í þeirri síðari. Kosið var milli Ishiba og hinnar 63 ára Sanae Takaichi í síðari umferðinni, en hefði Takaichi orðið fyrir valinu hefði hún orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins. Hún hefur farið með fjölda ráðherraembætta frá árinu 2006, síðast ráðherra efnahagsmála, og þykir mjög íhaldsöm í skoðunum. Ishiba þykir hins vegar um margt frjálslyndur stjórnmálamaður og hefur meðal annars talað því að konur ættu að geta verið Japanskeistarar, ólíkt Takaichi. Málið er mjög umdeilt í Japan og innan Frjálslynda lýðræðisflokksins þar sem stór hluti er andvígur slíkri breytingu.
Japan Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. 14. ágúst 2024 08:12 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. 14. ágúst 2024 08:12