Gaf langömmu tattú í afmælisgjöf Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. september 2024 07:33 Afmælisgjöf Ronju til Arnheiðar langömmu sló svo sannarlega í gegn. Langamma á Akureyri segir vini sína hlæja að nýju skrauti á handlegg hennar sem þeim finnst öllum hræðilegt. Langömmubarnið kom á óvart með óvæntri afmælisgjöf sem ekki var hægt að hafna. Þær stöllur fengu sér samstæð húðflúr á upphandlegginn. „Mér finnst sambandið okkar svo dýrmætt, það eru ekkert allir svo heppnir að kynnast langömmum sínum eins og ég. Mig langaði að gefa henni eitthvað alveg einstakt,“ segir Ronja Axelsdóttir tvítug Akureyrarmær. Hún kom langömmu sinni rækilega á óvart í vor. Brandari í byrjun Arnheiður Kristinsdóttir er fædd árið 1940 og fagnaði því 84 ára afmælisdeginum í maí á þessu ári. „Þetta byrjaði nú bara þannig að langömmubarnið mitt hún Ronja kom til mín og sagði: „Amma, mig langar svo að gefa þér pínulitla gjöf,“ segir Arnheiður. „Já, takk og hvað er það?“ spurði ég. Ronja og Arnheiður eiga einstaklega náið og gott samband.Aðsend „Tattú!“ svaraði hún þá. Ég er enn að hlæja að þessu. Svo liðu einhverjar vikur og þá hringir Ronja í mig og tilkynnir mér að núna sé hún búin að panta tíma fyrir okkur. „Nei, nei, gleymum þessu bara,“ sagði ég, en hún Ronja tók það sko ekki í mál!“ Ronja er eitt af fjórum langömmubörnum Arnheiðar. „Þetta var nú eiginlega hálfgert djók þarna í byrjun en svo var ég ofboðslega glöð og þakklát fyrir að hún vildi þiggja þessa gjöf frá mér,“ segir Ronja. Út fyrir þægindarammann Í ágúst mættu þær Ronja og Arnheiður síðan á húðflúrstofuna Víkingstattú á Akureyri. „Ég ætlaði fyrst að fá mér tattú í lófann, en svo var það ekki hægt af því að húðin er of viðkvæm á því svæði. Þannig að ég endaði á því að fá mér lítið tattú á upphandlegginn,“ segir Arnheiður. Tattúið sem varð fyrir valinu hjá þeim stöllum er óneitanlega dálítið sérstakt. Arnheiður starfaði í mörg ár sem tannsmiður og rak eigin stofu; Tannsmíðastofu Arnheiðar Kristinsdóttur á Akureyri. Út frá því spratt upp sú hugmynd að þær stöllur myndu fá sér tattú af jaxli. Nánar tiltekið sex ára jaxli. „Ég elska nefnilega fallegar tennur og mér fannt þessi sex ára jaxl svo fallegur,“ segir Arnheiður. Tattúásetning að hefjast og Arnheiður komin í gírinn.Aðsend Ferlið tók tæpa klukkustund en þær Arnheiður og Ronja enduðu á að dvelja í tæpa tvo tíma á húðflúrstofunni og áttu notalega stund saman. Tattúásetning er ekki beinlínis sársaukalaus en hin 84 ára gamla Arnheiður lét engan billbug á sér finna í stólnum. Arnheiður er hæstánægð með útkomuna og Ronja sömuleiðis. Lokaútkoman, á tvítugum og 84 ára handlegg.Aðsend „Ég mæli nú bara með því fyrir allar konur á mínum aldri að hætta að telja árin og bara drífa sig og fá sér tattú, eitthvað fallegt sem hefur merkingu fyrir þær. Það er svo gaman að gleðja sjálfan sig. Það gefur lífinu gildi,“ segir hún og Ronja tekur undir. „Það er alltaf gaman að fara út fyrir þægindarammann.“ Misgóðar undirtektir Ronja tók myndir af ferlinu og sýndi afraksturinn í færslu á TikTok sem vakið hefur mikla lukku. „Fólki finnst þetta mjög „iconic“ og ég hef fengið að heyra að ég eigi einstaklega kúl langömmu,” segir Ronja. Sitt sýnist hverjum hins vegar á meðal vina og jafnaldra Arnheiðar. Langamman og langömmubarnið eru alsælar með útkomuna.Aðsend „Mörgum finnst þetta voða fyndið, en engum finnst þetta fallegt, nema mér. Vinkonum mínum og fólkinu mínu finnst þetta alveg hræðilegt!” Helduru að þú fáir þér kanski fleiri tattú í framtíðinni? „Úff, nei, ég læt þetta eina nú bara duga, ég fer ekki með meira af þessu í gröfina!” Akureyri Húðflúr Tímamót Eldri borgarar Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
„Mér finnst sambandið okkar svo dýrmætt, það eru ekkert allir svo heppnir að kynnast langömmum sínum eins og ég. Mig langaði að gefa henni eitthvað alveg einstakt,“ segir Ronja Axelsdóttir tvítug Akureyrarmær. Hún kom langömmu sinni rækilega á óvart í vor. Brandari í byrjun Arnheiður Kristinsdóttir er fædd árið 1940 og fagnaði því 84 ára afmælisdeginum í maí á þessu ári. „Þetta byrjaði nú bara þannig að langömmubarnið mitt hún Ronja kom til mín og sagði: „Amma, mig langar svo að gefa þér pínulitla gjöf,“ segir Arnheiður. „Já, takk og hvað er það?“ spurði ég. Ronja og Arnheiður eiga einstaklega náið og gott samband.Aðsend „Tattú!“ svaraði hún þá. Ég er enn að hlæja að þessu. Svo liðu einhverjar vikur og þá hringir Ronja í mig og tilkynnir mér að núna sé hún búin að panta tíma fyrir okkur. „Nei, nei, gleymum þessu bara,“ sagði ég, en hún Ronja tók það sko ekki í mál!“ Ronja er eitt af fjórum langömmubörnum Arnheiðar. „Þetta var nú eiginlega hálfgert djók þarna í byrjun en svo var ég ofboðslega glöð og þakklát fyrir að hún vildi þiggja þessa gjöf frá mér,“ segir Ronja. Út fyrir þægindarammann Í ágúst mættu þær Ronja og Arnheiður síðan á húðflúrstofuna Víkingstattú á Akureyri. „Ég ætlaði fyrst að fá mér tattú í lófann, en svo var það ekki hægt af því að húðin er of viðkvæm á því svæði. Þannig að ég endaði á því að fá mér lítið tattú á upphandlegginn,“ segir Arnheiður. Tattúið sem varð fyrir valinu hjá þeim stöllum er óneitanlega dálítið sérstakt. Arnheiður starfaði í mörg ár sem tannsmiður og rak eigin stofu; Tannsmíðastofu Arnheiðar Kristinsdóttur á Akureyri. Út frá því spratt upp sú hugmynd að þær stöllur myndu fá sér tattú af jaxli. Nánar tiltekið sex ára jaxli. „Ég elska nefnilega fallegar tennur og mér fannt þessi sex ára jaxl svo fallegur,“ segir Arnheiður. Tattúásetning að hefjast og Arnheiður komin í gírinn.Aðsend Ferlið tók tæpa klukkustund en þær Arnheiður og Ronja enduðu á að dvelja í tæpa tvo tíma á húðflúrstofunni og áttu notalega stund saman. Tattúásetning er ekki beinlínis sársaukalaus en hin 84 ára gamla Arnheiður lét engan billbug á sér finna í stólnum. Arnheiður er hæstánægð með útkomuna og Ronja sömuleiðis. Lokaútkoman, á tvítugum og 84 ára handlegg.Aðsend „Ég mæli nú bara með því fyrir allar konur á mínum aldri að hætta að telja árin og bara drífa sig og fá sér tattú, eitthvað fallegt sem hefur merkingu fyrir þær. Það er svo gaman að gleðja sjálfan sig. Það gefur lífinu gildi,“ segir hún og Ronja tekur undir. „Það er alltaf gaman að fara út fyrir þægindarammann.“ Misgóðar undirtektir Ronja tók myndir af ferlinu og sýndi afraksturinn í færslu á TikTok sem vakið hefur mikla lukku. „Fólki finnst þetta mjög „iconic“ og ég hef fengið að heyra að ég eigi einstaklega kúl langömmu,” segir Ronja. Sitt sýnist hverjum hins vegar á meðal vina og jafnaldra Arnheiðar. Langamman og langömmubarnið eru alsælar með útkomuna.Aðsend „Mörgum finnst þetta voða fyndið, en engum finnst þetta fallegt, nema mér. Vinkonum mínum og fólkinu mínu finnst þetta alveg hræðilegt!” Helduru að þú fáir þér kanski fleiri tattú í framtíðinni? „Úff, nei, ég læt þetta eina nú bara duga, ég fer ekki með meira af þessu í gröfina!”
Akureyri Húðflúr Tímamót Eldri borgarar Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira