Telur að Valsmenn nenni ekki að dansa tangóinn hans Túfa til lengdar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 11:01 Srdjan Tufegdzic tók við Val um mitt sumar og skrifaði þá undir þriggja ára samning við félagið. vísir/diego Sérfræðingar Stúkunnar voru hneykslaðir á uppleggi Vals í fyrri hálfleik í leiknum gegn Stjörnunni. Þeir efast um að leikmenn liðsins nenni að spila þennan leikstíl. Valur var 2-0 undir í hálfleik gegn Stjörnunni í Bestu deild karla á mánudaginn en kom til baka og náði jafntefli, 2-2. Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson furðuðu sig á varfærnislegu uppleggi þjálfara Vals, Srdjans Tufegdzic, í leiknum gegn Stjörnunni. „Það var áhugavert að hlusta á Túfa í viðtali eftir leik. Hann talaði um að þeir hefðu gert breytingar í hálfleik sem hefðu gert það að verkum að þeir hefðu unnið seinni boltann og ákefðin hefði aukist. Þá spyr maður sig: Hvernig var upplegg Vals? Það var rosalega, rosalega passívt. Það er augljóst að Túfa er að spila sinn bolta og hann er bara góður í því að stilla upp liðum. Þau eru þétt og það eru þessar hefðbundnu færslur, ekkert nýtt í þessu. Það eru tveir frammi, annar dettur á djúpa miðjumanninn og þetta sem við þekkjum öll,“ sagði Baldur í Stúkunni í gær. „En er réttlætanlegt að vera með þetta Valslið og koma svona varfærið inn í leik gegn Stjörnunni á heimavelli, með fullri virðingu fyrir þeim? Þú getur ekki mætt með Valslið á heimavelli og verið með það í hálfgerðri handbremsu í heilan hálfleik.“ Klippa: Stúkan - Umræða um upplegg Vals Valsarar voru mun áræðnari í seinni hálfleik, færðu sig framar og það gaf góða raun. Þeir jöfnuðu með mörkum Albins Skoglund og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Atli Viðar tók undir með Baldri og velti því fyrir sér hvort leikmenn Vals sættu sig við að spila jafn varfærnislega og þeir gerðu í fyrri hálfleik. „Mér fannst frammistaða og framganga Vals í fyrri hálfleik segja manni allt. Þeir vilja ekki spila svona. Þeir nenna því ekki og vilja ekki standa fyrir þetta,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst vera komin svo mikil mótsögn og þversögn í öllu. Þetta er fótboltinn hans Túfa en þessi hópur mun ekki dansa þennan tangó með honum mikið lengur.“ Valur er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 39 stig, þrettán stigum á eftir Víkingi og Breiðabliki. Næsti leikur Valsmanna er gegn Víkingum á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. 26. september 2024 09:29 Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25. september 2024 16:59 Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. 24. september 2024 08:32 Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. 24. september 2024 07:31 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira
Valur var 2-0 undir í hálfleik gegn Stjörnunni í Bestu deild karla á mánudaginn en kom til baka og náði jafntefli, 2-2. Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson furðuðu sig á varfærnislegu uppleggi þjálfara Vals, Srdjans Tufegdzic, í leiknum gegn Stjörnunni. „Það var áhugavert að hlusta á Túfa í viðtali eftir leik. Hann talaði um að þeir hefðu gert breytingar í hálfleik sem hefðu gert það að verkum að þeir hefðu unnið seinni boltann og ákefðin hefði aukist. Þá spyr maður sig: Hvernig var upplegg Vals? Það var rosalega, rosalega passívt. Það er augljóst að Túfa er að spila sinn bolta og hann er bara góður í því að stilla upp liðum. Þau eru þétt og það eru þessar hefðbundnu færslur, ekkert nýtt í þessu. Það eru tveir frammi, annar dettur á djúpa miðjumanninn og þetta sem við þekkjum öll,“ sagði Baldur í Stúkunni í gær. „En er réttlætanlegt að vera með þetta Valslið og koma svona varfærið inn í leik gegn Stjörnunni á heimavelli, með fullri virðingu fyrir þeim? Þú getur ekki mætt með Valslið á heimavelli og verið með það í hálfgerðri handbremsu í heilan hálfleik.“ Klippa: Stúkan - Umræða um upplegg Vals Valsarar voru mun áræðnari í seinni hálfleik, færðu sig framar og það gaf góða raun. Þeir jöfnuðu með mörkum Albins Skoglund og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Atli Viðar tók undir með Baldri og velti því fyrir sér hvort leikmenn Vals sættu sig við að spila jafn varfærnislega og þeir gerðu í fyrri hálfleik. „Mér fannst frammistaða og framganga Vals í fyrri hálfleik segja manni allt. Þeir vilja ekki spila svona. Þeir nenna því ekki og vilja ekki standa fyrir þetta,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst vera komin svo mikil mótsögn og þversögn í öllu. Þetta er fótboltinn hans Túfa en þessi hópur mun ekki dansa þennan tangó með honum mikið lengur.“ Valur er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 39 stig, þrettán stigum á eftir Víkingi og Breiðabliki. Næsti leikur Valsmanna er gegn Víkingum á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. 26. september 2024 09:29 Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25. september 2024 16:59 Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. 24. september 2024 08:32 Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. 24. september 2024 07:31 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira
Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. 26. september 2024 09:29
Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25. september 2024 16:59
Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. 24. september 2024 08:32
Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. 24. september 2024 07:31