Býðst til þess að gefa þjófnum gullið í arf Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 14:01 László Csongrádi með ólympíugullið sem er honum svo kært. Nú hefur því verið stolið. Facebook/Tamás Kovács Ungverjinn László Csongrádi hefur í örvæntingu sinni boðist til þess að arfleiða innbrotsþjóf að ólympíugullinu sem hann vann á sínum tíma. Csongrádi, sem er 65 ára gamall, vann gull í skylmingum í Seúl árið 1988. Gullmedalíuna geymdi hann í skáp á heimili sínu en hún er nú horfin eftir að innbrotsþjófur braust inn þegar Csongrádi var sofandi, og stal henni. Csongrádi er að sjálfsögðu miður sín yfir að hafa misst sína dýrmætustu eign. „Síðustu tvær vikur hef ég ekki verið með sjálfum mér, og ekki getað róað mig og verið glaður því allt minnir mig á ólympíugullið mitt sem var stolið,“ sagði Csongrádi við ungverska miðilinn Sportal. „Ég myndi gefa sökudólgnum hvað sem er. Ég vil bara að hann skili þessum hlut sem hefur enga merkingu fyrir hann. Settu hann í póstkassann og ef þú vilt þá skal ég ekki eftirláta safni verðlaunin heldur arfleiða þig að þeim,“ sagði Csongrádi. Former Hungarian fencer Laszlo Csongradi is heartbroken after his Olympic gold medal was stolen during a break-in. The 65-year-old, who won gold in the men's team sabre at the 1988 Seoul Olympics, has even offered to leave the medal to the thief in his will if it’s returned. pic.twitter.com/Q1QDRbJpza— Alkass Digital (@alkass_digital) September 24, 2024 Hann var eins og fyrr segir sofandi þegar þjófurinn braust inn en sá var fljótur að láta sig hverfa þegar Csongrádi vaknaði og kallaði til hans. „Hann hefði getað tekið aðra dýrmæta hluti en einhverra hluta vegna hafði hann mestan áhuga á þessu. Þjófurinn snerti margt og það var fjöldi fingrafara en það hefur ekki dugað til að finna hann. Ég veit ekki hvað ég get gert til að ná til hans. Ég vil ekki valda honum skaða, hann getur alveg samið við mig,“ sagði Csongrádi. Ólympíuleikar Skylmingar Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sjá meira
Csongrádi, sem er 65 ára gamall, vann gull í skylmingum í Seúl árið 1988. Gullmedalíuna geymdi hann í skáp á heimili sínu en hún er nú horfin eftir að innbrotsþjófur braust inn þegar Csongrádi var sofandi, og stal henni. Csongrádi er að sjálfsögðu miður sín yfir að hafa misst sína dýrmætustu eign. „Síðustu tvær vikur hef ég ekki verið með sjálfum mér, og ekki getað róað mig og verið glaður því allt minnir mig á ólympíugullið mitt sem var stolið,“ sagði Csongrádi við ungverska miðilinn Sportal. „Ég myndi gefa sökudólgnum hvað sem er. Ég vil bara að hann skili þessum hlut sem hefur enga merkingu fyrir hann. Settu hann í póstkassann og ef þú vilt þá skal ég ekki eftirláta safni verðlaunin heldur arfleiða þig að þeim,“ sagði Csongrádi. Former Hungarian fencer Laszlo Csongradi is heartbroken after his Olympic gold medal was stolen during a break-in. The 65-year-old, who won gold in the men's team sabre at the 1988 Seoul Olympics, has even offered to leave the medal to the thief in his will if it’s returned. pic.twitter.com/Q1QDRbJpza— Alkass Digital (@alkass_digital) September 24, 2024 Hann var eins og fyrr segir sofandi þegar þjófurinn braust inn en sá var fljótur að láta sig hverfa þegar Csongrádi vaknaði og kallaði til hans. „Hann hefði getað tekið aðra dýrmæta hluti en einhverra hluta vegna hafði hann mestan áhuga á þessu. Þjófurinn snerti margt og það var fjöldi fingrafara en það hefur ekki dugað til að finna hann. Ég veit ekki hvað ég get gert til að ná til hans. Ég vil ekki valda honum skaða, hann getur alveg samið við mig,“ sagði Csongrádi.
Ólympíuleikar Skylmingar Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sjá meira