Jafnaðarmenn báru nauman sigur úr býtum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. september 2024 23:37 Jafnaðarflokkurinn slapp með skrekkinn. EPA Jafnaðarmannaflokkur Olafs Scholzs Þýskalandskanslara vann nauman sigur á þjóðernissinnaða hægriflokknum Alternativ für Deutschland í ríkiskosningum Brandenborgar í Þýskalandi í dag. Samkvæmt DW fengu jafnaðarmenn tæp 31 prósent atkvæða á móti rúmum 29 prósentum AfD. Báðir flokkarnir bættu þó við sig fylgi frá síðustu ríkiskosningum fyrir fimm árum síðan. Jafnaðarflokkurinn heldur naumlega forystunni en hann og Alternativ für Deutschland höfðu mælst hnífjafnir fram að kosningum. Jafnaðarflokkurinn hefur verið við völd í sambandslandinu Brandenborg frá sameiningu Þýskalands en Brandenborg var áður hluti af hinu austur-þýska alþýðulýðveldi. Alternativ für Deutschland hefur þó sótt allverulega í sig veðrið undanfarið og urðu til að mynda stærsti flokkurinn á ríkisþingi Þýringalands þegar gengið var til kosninga þar í upphaf mánaðar og var það í fyrsta sinn í sögu flokksins sem hann er stærsti flokkur á ríkisþingi. Hann hlaut einnig tæplega fjörutíu sæti á ríkisþingi Saxlands og er næststærsti flokkurinn þar á eftir Kristilegum demókrötum. Þrátt fyrir að hafa hafnað í öðru sæti að þessu sinni er oddviti Alternativ für Deutschland brattur. Guardian greinir frá því að hann hafi sagt á kosningafögnuði flokksins í Marquardt norðan af ríkishöfuðborginni Potsdam að hann hafi verið hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna. Þeim hafi fallið þriðja hvert atkvæði í ríkinu í skaut „þrátt fyrir herferð rógburðar og ærumeiðinga.“ Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Samkvæmt DW fengu jafnaðarmenn tæp 31 prósent atkvæða á móti rúmum 29 prósentum AfD. Báðir flokkarnir bættu þó við sig fylgi frá síðustu ríkiskosningum fyrir fimm árum síðan. Jafnaðarflokkurinn heldur naumlega forystunni en hann og Alternativ für Deutschland höfðu mælst hnífjafnir fram að kosningum. Jafnaðarflokkurinn hefur verið við völd í sambandslandinu Brandenborg frá sameiningu Þýskalands en Brandenborg var áður hluti af hinu austur-þýska alþýðulýðveldi. Alternativ für Deutschland hefur þó sótt allverulega í sig veðrið undanfarið og urðu til að mynda stærsti flokkurinn á ríkisþingi Þýringalands þegar gengið var til kosninga þar í upphaf mánaðar og var það í fyrsta sinn í sögu flokksins sem hann er stærsti flokkur á ríkisþingi. Hann hlaut einnig tæplega fjörutíu sæti á ríkisþingi Saxlands og er næststærsti flokkurinn þar á eftir Kristilegum demókrötum. Þrátt fyrir að hafa hafnað í öðru sæti að þessu sinni er oddviti Alternativ für Deutschland brattur. Guardian greinir frá því að hann hafi sagt á kosningafögnuði flokksins í Marquardt norðan af ríkishöfuðborginni Potsdam að hann hafi verið hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna. Þeim hafi fallið þriðja hvert atkvæði í ríkinu í skaut „þrátt fyrir herferð rógburðar og ærumeiðinga.“
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira