Fannst 73 árum eftir að hafa verið rænt Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. september 2024 13:07 Bræðurnir sameinaðir að nýju, Roger til vinstri og Luis Armando til hægri, 73 árum eftir að þeim síðarnefnda var rænt. Fjölskylda manns sem var rænt fyrir 73 árum síðan hefur loksins fundið hann aftur. Luis Armando Albino var einungis sex ára gamall þegar honum var rænt úr almenningsgarði nálægt heimili sínu. Luis hafði verið að leika sér með eldri bróður sínum, hinum tíu ára Roger, í Jefferson Square-almenningsgarði í Oakland í febrúar árið 1951 þegar kona nokkur lokkaði Luis á brott með því að lofa að kaupa handa honum nammi. Ekki er alveg ljóst hvað gerðist í kjölfarið en konan hefur greinilega ferðast með hann á austurströndina, alveg hinum megin á landinu. Þar hafi hann síðan endað hjá fólkinu sem ól hann upp. Systurdóttur Albino, hinni 63 ára Alida Alequin, tókst með hjálp lífsýnarannsókna, blaðaúrklippna, lögreglunnar og alríkislögreglunnar að hafa uppi á frænda sínum sem er fjölskyldufaðir, afi og fyrrverandi slökkviliðsmaður. Hann hitti fjölskyldu sína loksins aftur í júní á þessu ári. Erfðapróf og uppljómun kveikjan að endurfundunum Alequin rifjaði upp í samtali við LA Times hvernig fjölskyldan hafði lengi reynt að hafa upp á Albino. Þá hafi Antonia, móðir Albino, ávallt geymt blaðaúrklippu um mannránið í veski sínu og vonað að hann kæmi á endanum heim. Hún dó hins vegar árið 2005. Það sem kom málinu af stað má segja að hafi verið erfafræðipróf sem Alequinn tók árið 2020. Þar hafi komið í ljós að hún væri töluvert skyld ákveðnum manni. Á endanum kom í ljós að það væri hinn löngu týndi frændi. Hún fattaði hins vegar ekki strax að þetta væri hann. Fyrr á þessu ári hafi hún verið að segja dætrum sínum frá systkinum móður sinnar þegar það kom til hennar að maðurinn væri frænda hennar. „Ég nefndi öll systkini mömmu minnar og þegar ég kom að því yngst, litla Luis, stoppaði ég í miðri setningu.“ Hún geti ekki útskýrt hvað hafi gerst næst en hún hafi fattað að þetta væri frændi sinn. Í kjölfarið hafi hún og dætur hennar byrjað að leita að myndum og upplýsingum á netinu. Þá hafi þær fundið myndir sem sýndu ótvírætt að hann væri týndi frændinn. Alequin hafi síðan leitað til lögregluyfirvalda í Oakland og þannig hafi Albino á endanum komist í leitirnar. Mundi eftir mannráninu Það var hjartnæm stund þegar Albino hitti fjölskyldu sína í Kaliforníu að sögn Alequin. Luis og Roger gátu spjallað saman um veru sína í hernum, Roger var í flughernum en Luis í landgönguliði flotans. Þeir ræddu saman um æsku sína og lífið eftir mannránið. Að sögn Alequin kvaðst Albino muna eftir mannráninu og ferðalaginu til austurstrandarinnar. Hann hafi hins vegar aldrei fengið nein svör frá uppeldisfjölskyldu sinni þegar hann spurði út í mannránið. Þar að auki vildi Albino ekki ræða við fjölmiðla um sögu sína heldur halda henni fyrir sig. Skömmu eftir að bræðurnir hittust í sumar lést Roger. Hins vegar er Albino staðráðinn í að heimsækja fjölskylduna í Kaliforníu aftur á næsta ári. Bandaríkin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Luis hafði verið að leika sér með eldri bróður sínum, hinum tíu ára Roger, í Jefferson Square-almenningsgarði í Oakland í febrúar árið 1951 þegar kona nokkur lokkaði Luis á brott með því að lofa að kaupa handa honum nammi. Ekki er alveg ljóst hvað gerðist í kjölfarið en konan hefur greinilega ferðast með hann á austurströndina, alveg hinum megin á landinu. Þar hafi hann síðan endað hjá fólkinu sem ól hann upp. Systurdóttur Albino, hinni 63 ára Alida Alequin, tókst með hjálp lífsýnarannsókna, blaðaúrklippna, lögreglunnar og alríkislögreglunnar að hafa uppi á frænda sínum sem er fjölskyldufaðir, afi og fyrrverandi slökkviliðsmaður. Hann hitti fjölskyldu sína loksins aftur í júní á þessu ári. Erfðapróf og uppljómun kveikjan að endurfundunum Alequin rifjaði upp í samtali við LA Times hvernig fjölskyldan hafði lengi reynt að hafa upp á Albino. Þá hafi Antonia, móðir Albino, ávallt geymt blaðaúrklippu um mannránið í veski sínu og vonað að hann kæmi á endanum heim. Hún dó hins vegar árið 2005. Það sem kom málinu af stað má segja að hafi verið erfafræðipróf sem Alequinn tók árið 2020. Þar hafi komið í ljós að hún væri töluvert skyld ákveðnum manni. Á endanum kom í ljós að það væri hinn löngu týndi frændi. Hún fattaði hins vegar ekki strax að þetta væri hann. Fyrr á þessu ári hafi hún verið að segja dætrum sínum frá systkinum móður sinnar þegar það kom til hennar að maðurinn væri frænda hennar. „Ég nefndi öll systkini mömmu minnar og þegar ég kom að því yngst, litla Luis, stoppaði ég í miðri setningu.“ Hún geti ekki útskýrt hvað hafi gerst næst en hún hafi fattað að þetta væri frændi sinn. Í kjölfarið hafi hún og dætur hennar byrjað að leita að myndum og upplýsingum á netinu. Þá hafi þær fundið myndir sem sýndu ótvírætt að hann væri týndi frændinn. Alequin hafi síðan leitað til lögregluyfirvalda í Oakland og þannig hafi Albino á endanum komist í leitirnar. Mundi eftir mannráninu Það var hjartnæm stund þegar Albino hitti fjölskyldu sína í Kaliforníu að sögn Alequin. Luis og Roger gátu spjallað saman um veru sína í hernum, Roger var í flughernum en Luis í landgönguliði flotans. Þeir ræddu saman um æsku sína og lífið eftir mannránið. Að sögn Alequin kvaðst Albino muna eftir mannráninu og ferðalaginu til austurstrandarinnar. Hann hafi hins vegar aldrei fengið nein svör frá uppeldisfjölskyldu sinni þegar hann spurði út í mannránið. Þar að auki vildi Albino ekki ræða við fjölmiðla um sögu sína heldur halda henni fyrir sig. Skömmu eftir að bræðurnir hittust í sumar lést Roger. Hins vegar er Albino staðráðinn í að heimsækja fjölskylduna í Kaliforníu aftur á næsta ári.
Bandaríkin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira