„Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. september 2024 15:00 Ragnhildur fór fimmtán hringi, rúmlega 100,5 kílómetra, í ár alveg eins og í fyrra. Það hlýtur að teljast bæting í ljósi þess að hún var með blöðrubólgu síðustu 80 kílómetrana. Ragnhildur Sóphusdóttir fór 100,5 kílómetra í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk í gær og ekki nóg með það heldur glímdi hún við blöðrubólgu síðustu 80 kílómetrana. Ragnhildur hafði tvisvar áður tekið þátt í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa fyrir hlaupið í gær og farið átta og fimmtán hringi. Í fyrra hafi hún verið svekkt að komast ekki lengra en fimmtán hringi af því það hætta svo margir eftir hundrað kílómetra. „Eftir bara tvo til þrjá hringi í viðbót er maður kominn miklu ofar. Strax eftir hlaupið í fyrra ákvað ég að fara næst sextán til átján hringi og jafnvel lengra,“ sagði Ragnhildur í samtali við fréttastofu. Stöðugur sprengur og miklir verkir Allt leit vel út í upphafi dags í gær, hún var ekki með neina verki og gekk vel að næra sig. „Svo byrjaði þetta vesen um hádegið og var alveg svakalega vont,“ segir hún. Þú vissir strax að þetta væri blöðrubólga? „Ég vissi það alveg strax.“ Ragnhildur hljóp með vinkonu sinni Ásdísi Björgu Pálmadóttur og sagði henni strax að hún væri að drepast. Í kjölfarið hafi verið farið í að redda henni bæði sýklalyfjum og íbúfen. „Svo leið þetta og versnaði bara og versnaði,“ segir hún. En það eru ekki bara verkir heldur er maður í stöðugum spreng er það ekki? „Það er alltaf eins og þú hafir ekki pissað í fimm tíma,“ segir Ragnhildur og bætir við „Eftir klukkan 19 fóru allar pásurnar í að díla við þetta og ég hafði ekki tíma til að borða eða drekka.“ „Ég bara geri þetta næst“ „Ég ætlaði lengra en 100 og líkamlega hefði ég getað það, ef ekki hefði verið fyrir blöðrubólguna. Ég var orðin það verkjuð að ég þurfti að anda inn og út í hverju skrefi og sýklalyfin virkuðu ekki, örugglega af því ég var ekki í hvíld.“ „Ég hringdi í manninn minn og sagði: ,Þú mátt ganga frá‘. Hann sagði: ‚Nei nei, ætlarðu ekki að halda áfram, þú varst búin að ákveða að fara lengra‘. Þá sagði ég: ‚Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt. Ég bara geri þetta næst‘,“ segir Ragnhildur og bætir við „Svo er ég voðalega svekkt í dag.“ Eftir hlaupið kom maður að máli við Ragnhildi og hvatt hana til að taka átján hringi næst. Hún hafi samþykkt það boð þó móðir hennar hafi bannað henni að fara aftur. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Myndasyrpa úr Bakgarðshlaupinu Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25. 22. september 2024 09:23 Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt. Fylgst er með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan. 21. september 2024 07:33 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Ragnhildur hafði tvisvar áður tekið þátt í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa fyrir hlaupið í gær og farið átta og fimmtán hringi. Í fyrra hafi hún verið svekkt að komast ekki lengra en fimmtán hringi af því það hætta svo margir eftir hundrað kílómetra. „Eftir bara tvo til þrjá hringi í viðbót er maður kominn miklu ofar. Strax eftir hlaupið í fyrra ákvað ég að fara næst sextán til átján hringi og jafnvel lengra,“ sagði Ragnhildur í samtali við fréttastofu. Stöðugur sprengur og miklir verkir Allt leit vel út í upphafi dags í gær, hún var ekki með neina verki og gekk vel að næra sig. „Svo byrjaði þetta vesen um hádegið og var alveg svakalega vont,“ segir hún. Þú vissir strax að þetta væri blöðrubólga? „Ég vissi það alveg strax.“ Ragnhildur hljóp með vinkonu sinni Ásdísi Björgu Pálmadóttur og sagði henni strax að hún væri að drepast. Í kjölfarið hafi verið farið í að redda henni bæði sýklalyfjum og íbúfen. „Svo leið þetta og versnaði bara og versnaði,“ segir hún. En það eru ekki bara verkir heldur er maður í stöðugum spreng er það ekki? „Það er alltaf eins og þú hafir ekki pissað í fimm tíma,“ segir Ragnhildur og bætir við „Eftir klukkan 19 fóru allar pásurnar í að díla við þetta og ég hafði ekki tíma til að borða eða drekka.“ „Ég bara geri þetta næst“ „Ég ætlaði lengra en 100 og líkamlega hefði ég getað það, ef ekki hefði verið fyrir blöðrubólguna. Ég var orðin það verkjuð að ég þurfti að anda inn og út í hverju skrefi og sýklalyfin virkuðu ekki, örugglega af því ég var ekki í hvíld.“ „Ég hringdi í manninn minn og sagði: ,Þú mátt ganga frá‘. Hann sagði: ‚Nei nei, ætlarðu ekki að halda áfram, þú varst búin að ákveða að fara lengra‘. Þá sagði ég: ‚Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt. Ég bara geri þetta næst‘,“ segir Ragnhildur og bætir við „Svo er ég voðalega svekkt í dag.“ Eftir hlaupið kom maður að máli við Ragnhildi og hvatt hana til að taka átján hringi næst. Hún hafi samþykkt það boð þó móðir hennar hafi bannað henni að fara aftur.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Myndasyrpa úr Bakgarðshlaupinu Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25. 22. september 2024 09:23 Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt. Fylgst er með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan. 21. september 2024 07:33 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Myndasyrpa úr Bakgarðshlaupinu Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25. 22. september 2024 09:23
Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt. Fylgst er með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan. 21. september 2024 07:33