Púsluðu sig inn í undanúrslit þrátt fyrir hremmingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. september 2024 20:03 Þær Hrefna Guðlaugardóttir, Andrea Dan og Ágústa Dan eru fulltrúar Íslands á heimsmeistaramótinu í hraðpúsli. aðsend Þrír Íslendingar keppa á heimsmeistaramótinu í hraðpúsli sem fram fer á Spáni. Fulltrúar okkar hafa púslað sig inn í undanúrslit þrátt fyrir hremmingar. Á myndskeiðinu sem hefst í upphafi sjónvarpsfréttarinnar sést hversu þandar taugarnar eru á mótinu sem haldið er árlega af alþjóðlega púslsambandinu. Keppt er í einstaklings-, para- og liðakeppni og tóku fulltrúar okkar þátt í öllum flokkum. „Það er gífurlegur fjöldi hérna og það er mikil stemning þegar fólk er að klára púslin sín. Það hafa verið mjög góðir tímar í keppnunum sem eru búnar og gríðarleg stemning. Já ég held að það hafi verið settir tveir bestu tímar frá upphafi í gær. Þannig þetta er búið að vera mjög mikið fjör.“ sögðu Ágústa Dan Árnadóttir og Hrefna Guðlaugardóttir. Um þrjú þúsund taka þátt frá öllum heimshornum. Sá sem sló metið púslaði 500 bita púsl á 26 mínútum. Stelpurnar eru báðar komnar áfram í næstu umferð ásamt Andreu Dan sem keppir líka á mótinu. Ágústa lenti í 75 sæti og Hrefna í því 41 og flugu þær báðar áfram í næstu umferð. „Og svo vorum við að koma út úr parakeppninni þar sem við lentum í tólfta sæti af 180 liðum og erum komnar áfram í næstu umferð.“ Stelpurnar voru í tólfta sæti í parakeppninni.aðsend Undanúrslitin í einstaklingsflokki fara fram á laugardaginn og liðakeppnin á sunnudag. „Í undanúrslitum og úrslitum þá verða ný púsl sem hafa ekki verið gefin út áður þannig enginn getur verið búinn að æfa sig í því sem að er að koma.“ Hafiði lent í einhverjum hremmingum? „Já það vantaði tvo bita í púslið mitt, glænýtt púsl sem ég opnaði og það vantaði bita. Ég eyddi svona mínútu í að leita að þeim en það kom ekki að sök. Þetta gekk allt upp.“ Föndur Spánn Íslendingar erlendis Púsluspil Tengdar fréttir Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla. 11. apríl 2024 22:23 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Á myndskeiðinu sem hefst í upphafi sjónvarpsfréttarinnar sést hversu þandar taugarnar eru á mótinu sem haldið er árlega af alþjóðlega púslsambandinu. Keppt er í einstaklings-, para- og liðakeppni og tóku fulltrúar okkar þátt í öllum flokkum. „Það er gífurlegur fjöldi hérna og það er mikil stemning þegar fólk er að klára púslin sín. Það hafa verið mjög góðir tímar í keppnunum sem eru búnar og gríðarleg stemning. Já ég held að það hafi verið settir tveir bestu tímar frá upphafi í gær. Þannig þetta er búið að vera mjög mikið fjör.“ sögðu Ágústa Dan Árnadóttir og Hrefna Guðlaugardóttir. Um þrjú þúsund taka þátt frá öllum heimshornum. Sá sem sló metið púslaði 500 bita púsl á 26 mínútum. Stelpurnar eru báðar komnar áfram í næstu umferð ásamt Andreu Dan sem keppir líka á mótinu. Ágústa lenti í 75 sæti og Hrefna í því 41 og flugu þær báðar áfram í næstu umferð. „Og svo vorum við að koma út úr parakeppninni þar sem við lentum í tólfta sæti af 180 liðum og erum komnar áfram í næstu umferð.“ Stelpurnar voru í tólfta sæti í parakeppninni.aðsend Undanúrslitin í einstaklingsflokki fara fram á laugardaginn og liðakeppnin á sunnudag. „Í undanúrslitum og úrslitum þá verða ný púsl sem hafa ekki verið gefin út áður þannig enginn getur verið búinn að æfa sig í því sem að er að koma.“ Hafiði lent í einhverjum hremmingum? „Já það vantaði tvo bita í púslið mitt, glænýtt púsl sem ég opnaði og það vantaði bita. Ég eyddi svona mínútu í að leita að þeim en það kom ekki að sök. Þetta gekk allt upp.“
Föndur Spánn Íslendingar erlendis Púsluspil Tengdar fréttir Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla. 11. apríl 2024 22:23 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla. 11. apríl 2024 22:23