„Margir sem sýndu ekki sína bestu frammistöðu í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. september 2024 17:24 Arne Slot og Kostas Tsimikas niðurlútir á hliðarlínunni þegar Liverpool fékk markið á sig. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Arne Slot laut í lægra haldi í fyrsta sinn sem þjálfari Liverpool í dag þegar liðið tapaði 0-1 gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Hann skrifar tapið á skort á einstaklingsgæðum og slakar sendingar. Liðið vann fyrstu þrjá leiki tímabilsins undir hans stjórn og sigur í dag hefði verið besta byrjun nýs þjálfara í deildinni, en það met er enn í eigu José Mourinho sem vann fyrstu fjóra leikina sem þjálfari Chelsea árið 2004. „Niðurstaðan er grátleg og við getum ekki verið sáttir með að hafa tapað þessum leik,“ sagði Slot eftir leik. Liverpool var, eins og búast mátti við, meira með boltann en gekk illa að skapa hættuleg marktækifæri. Luis Díaz átti stangarskot í fyrri hálfleik en nær komust þeir ekki marki gestanna. „Við þurfum að líta inn á við, verðum að gera betur. Alltof oft missum við boltann þegar við vorum í fínni stöðu, þetta var ekki nógu gott. Margir sem sýndu ekki sína bestu frammistöðu í dag, skortur á einstaklingsgæðum, og við verðum að passa betur upp á boltann.“ Markið skoraði varamaðurinn Callum Hudson-Odoi með laglegu skoti rétt fyrir utan teig upp úr skyndisókn. Stoðsendinguna gaf varamaðurinn Anthony Elanga. „Ákvarðanatakan var ekki nógu góð, við framkvæmdum sóknirnar ekki vel. Vörðumst ágætlega, en þeir settu tvo snögga leikmenn inn á sem gerðu okkur erfitt fyrir. Við tókum áhættur til að sækja sigurinn og þeir refsuðu bara með mjög fínu marki,“ sagði Slot einnig. Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira
Liðið vann fyrstu þrjá leiki tímabilsins undir hans stjórn og sigur í dag hefði verið besta byrjun nýs þjálfara í deildinni, en það met er enn í eigu José Mourinho sem vann fyrstu fjóra leikina sem þjálfari Chelsea árið 2004. „Niðurstaðan er grátleg og við getum ekki verið sáttir með að hafa tapað þessum leik,“ sagði Slot eftir leik. Liverpool var, eins og búast mátti við, meira með boltann en gekk illa að skapa hættuleg marktækifæri. Luis Díaz átti stangarskot í fyrri hálfleik en nær komust þeir ekki marki gestanna. „Við þurfum að líta inn á við, verðum að gera betur. Alltof oft missum við boltann þegar við vorum í fínni stöðu, þetta var ekki nógu gott. Margir sem sýndu ekki sína bestu frammistöðu í dag, skortur á einstaklingsgæðum, og við verðum að passa betur upp á boltann.“ Markið skoraði varamaðurinn Callum Hudson-Odoi með laglegu skoti rétt fyrir utan teig upp úr skyndisókn. Stoðsendinguna gaf varamaðurinn Anthony Elanga. „Ákvarðanatakan var ekki nógu góð, við framkvæmdum sóknirnar ekki vel. Vörðumst ágætlega, en þeir settu tvo snögga leikmenn inn á sem gerðu okkur erfitt fyrir. Við tókum áhættur til að sækja sigurinn og þeir refsuðu bara með mjög fínu marki,“ sagði Slot einnig.
Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira