„Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. september 2024 17:01 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. vísir / anton brink „Virkilega dapurt hjá okkur í dag, eins og púðrið væri farið úr okkur. Ætluðum að enda þetta á góðum nótum en því miður þá bara vann betra liðið í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 tap gegn Keflavík í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna. Dóttir hans skoraði markið sem gerði út af við leikinn. Fylkir var langt frá því að sýna sínar bestu hliðar í dag en slapp inn í hálfleik aðeins einu marki undir. Snemma í seinni hálfleik hins vegar tvöfaldaði Keflavík forystuna og gerði eiginlega út af við leikinn. Þar var á ferð Sigurbjörg Diljá, dóttir Gunnars, sem vakti eðlilega blendnar tilfinningar hjá þjálfaranum. „Svo sannarlega. Frábært mark hjá henni, virkilega vel afgreitt. En á móti, að fá á sig annað markið, það var högg og erfitt að koma til baka eftir það. Við misstum alls ekki trúna en jú, þetta var mjög skrítin tilfinning. Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur við að lenda 2-0 undir.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir er fædd árið 2008 en hefur skorað tvisvar í sumar.facebook / knattspyrnudeild keflavíkur Liðið var í fallbaráttu allt tímabilið, endar með þessu tapi í neðsta sæti deildarinnar og fer niður í Lengjudeild. Gunnar segir þó góðan kjarna til staðar í Árbænum og telur víst að framtíð félagsins sé björt. „Tímabilið er bara að klárast núna. Ég er stoltur af þessum stelpum þó það hafi ekki gengið upp í dag. Við erum með nánast eingöngu íslenskt lið, einn erlendan leikmann. Sama lið byrjar undirbúningstímabilið og endar mótið, við fórum inn í mótið nánast með sama lið og fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra, ákváðum að standa og falla með því. Styrktum okkur með tveimur erlendum leikmönnum en misstum Kaylu [Bruster] síðustu 4-5 leiki, sem var mjög slæmt. En hérna er mjög góður kjarni, góður hópur af leikmönnum og annað, ég hef ekki trú á öðru en að flestir leikmenn verði áfram og taki slaginn með Fylki, það er björt framtíð hjá þessu félagi.“ Líður vel í Árbænum en samningurinn að renna út Liðið vel skipað og stefnan sett strax aftur upp. Samningur Gunnars er hins vegar að renna út og óljóst enn hvort hann verði áfram með liðið. „Mér hefur liðið mjög vel hérna, gott að vera í Árbænum og það skýrist bara mjög fljótlega hvað verður.“ Snæða saman í kvöld Framtíðin er óráðin en Fylkir ætlar að gera vel við sig í kvöld eftir langt og strangt tímabil. „Það er eitthvað hérna í kvöld, hittast og borða saman. Síðan tökum við tvær æfingar í næstu viku, klára tímabilið og svo hlöðum við batterýin áður en við byrjum aftur og ég er þess fullviss að Fylkir verði í Bestu deildinni áður en langt um líður,“ sagði Gunnar að lokum. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Fylkir var langt frá því að sýna sínar bestu hliðar í dag en slapp inn í hálfleik aðeins einu marki undir. Snemma í seinni hálfleik hins vegar tvöfaldaði Keflavík forystuna og gerði eiginlega út af við leikinn. Þar var á ferð Sigurbjörg Diljá, dóttir Gunnars, sem vakti eðlilega blendnar tilfinningar hjá þjálfaranum. „Svo sannarlega. Frábært mark hjá henni, virkilega vel afgreitt. En á móti, að fá á sig annað markið, það var högg og erfitt að koma til baka eftir það. Við misstum alls ekki trúna en jú, þetta var mjög skrítin tilfinning. Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur við að lenda 2-0 undir.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir er fædd árið 2008 en hefur skorað tvisvar í sumar.facebook / knattspyrnudeild keflavíkur Liðið var í fallbaráttu allt tímabilið, endar með þessu tapi í neðsta sæti deildarinnar og fer niður í Lengjudeild. Gunnar segir þó góðan kjarna til staðar í Árbænum og telur víst að framtíð félagsins sé björt. „Tímabilið er bara að klárast núna. Ég er stoltur af þessum stelpum þó það hafi ekki gengið upp í dag. Við erum með nánast eingöngu íslenskt lið, einn erlendan leikmann. Sama lið byrjar undirbúningstímabilið og endar mótið, við fórum inn í mótið nánast með sama lið og fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra, ákváðum að standa og falla með því. Styrktum okkur með tveimur erlendum leikmönnum en misstum Kaylu [Bruster] síðustu 4-5 leiki, sem var mjög slæmt. En hérna er mjög góður kjarni, góður hópur af leikmönnum og annað, ég hef ekki trú á öðru en að flestir leikmenn verði áfram og taki slaginn með Fylki, það er björt framtíð hjá þessu félagi.“ Líður vel í Árbænum en samningurinn að renna út Liðið vel skipað og stefnan sett strax aftur upp. Samningur Gunnars er hins vegar að renna út og óljóst enn hvort hann verði áfram með liðið. „Mér hefur liðið mjög vel hérna, gott að vera í Árbænum og það skýrist bara mjög fljótlega hvað verður.“ Snæða saman í kvöld Framtíðin er óráðin en Fylkir ætlar að gera vel við sig í kvöld eftir langt og strangt tímabil. „Það er eitthvað hérna í kvöld, hittast og borða saman. Síðan tökum við tvær æfingar í næstu viku, klára tímabilið og svo hlöðum við batterýin áður en við byrjum aftur og ég er þess fullviss að Fylkir verði í Bestu deildinni áður en langt um líður,“ sagði Gunnar að lokum.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira