Glódís Perla um liðsfélagann: Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2024 08:31 Glódís Perla Viggósdóttir með tveimur liðsfélögum sínum í Bayern á kynningarkvöldi heimildaþáttanna „Mehr als 90 minuten“. Þetta eru þær Klara Bühl og Linda Sembrant. @fcbfrauen Glódís Perla Viggósdóttir er að sjálfsögðu í stóru hlutverki í nýjum heimildarmyndaþáttum um kvennalið Bayern München en fyrsti þátturinn var frumsýndur í gær. Þættirnir heita „Mehr als 90 minuten“ eða „Meira en bara þessar níutíu mínútur“. Þar var fylgst með liði Bayern á síðasta tímabili þegar Bayern stelpurnar urðu þýskir meistarar. Enska landsliðskonan og Evrópumeistarinn Georgia Stanway fékk svolítið á sig sviðsljósið í þessum fyrsta þætti og var Glódís okkar meðal annars spurð út í þennan snaggaralega miðjumann. „Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri, ef ég ég segi alveg eins og er,“ sagði Glódís Perla um Stanway. Stanway fór mikinn með enska landsliðinu á EM 2022 þegar þær ensku unnu fyrsta fótboltatitil þjóðar sinnar frá 1966. „Við vorum ekkert svo nánar á síðasta tímabili en núna erum við miklu nánari þar sem við erum líka orðnar nágrannar,“ sagði Glódís Perla. „Utan frá lítur hún kannski fyrir að vera hörð týpa af því að hún lætur vel finna fyrir sér inn á vellinum. Hún hækkar róminn og öskrar á fólk. Hún fer líka í alla 50/50 bolta líka þótt að þeir séu 40/60. Fer hundrað prósent í allt saman og vinnur líka oftast einvígin sín,“ sagði Glódís. „Hún er vissulega með hraða skel en um leið og hún hleypir þér inn á er hún vinalegasta stelpan sem þú finnur,“ sagði Glódís. Það er fylgst með því þegar Stanway fær sér nýtt húðflúr því hún er mikil áhugakona um húðflúr. Það má sjá fyrsta þáttinn af „Mehr als 90 minuten“ hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VzWdIqHwsBA">watch on YouTube</a> Þýski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Þættirnir heita „Mehr als 90 minuten“ eða „Meira en bara þessar níutíu mínútur“. Þar var fylgst með liði Bayern á síðasta tímabili þegar Bayern stelpurnar urðu þýskir meistarar. Enska landsliðskonan og Evrópumeistarinn Georgia Stanway fékk svolítið á sig sviðsljósið í þessum fyrsta þætti og var Glódís okkar meðal annars spurð út í þennan snaggaralega miðjumann. „Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri, ef ég ég segi alveg eins og er,“ sagði Glódís Perla um Stanway. Stanway fór mikinn með enska landsliðinu á EM 2022 þegar þær ensku unnu fyrsta fótboltatitil þjóðar sinnar frá 1966. „Við vorum ekkert svo nánar á síðasta tímabili en núna erum við miklu nánari þar sem við erum líka orðnar nágrannar,“ sagði Glódís Perla. „Utan frá lítur hún kannski fyrir að vera hörð týpa af því að hún lætur vel finna fyrir sér inn á vellinum. Hún hækkar róminn og öskrar á fólk. Hún fer líka í alla 50/50 bolta líka þótt að þeir séu 40/60. Fer hundrað prósent í allt saman og vinnur líka oftast einvígin sín,“ sagði Glódís. „Hún er vissulega með hraða skel en um leið og hún hleypir þér inn á er hún vinalegasta stelpan sem þú finnur,“ sagði Glódís. Það er fylgst með því þegar Stanway fær sér nýtt húðflúr því hún er mikil áhugakona um húðflúr. Það má sjá fyrsta þáttinn af „Mehr als 90 minuten“ hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VzWdIqHwsBA">watch on YouTube</a>
Þýski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira