Glódís Perla um liðsfélagann: Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2024 08:31 Glódís Perla Viggósdóttir með tveimur liðsfélögum sínum í Bayern á kynningarkvöldi heimildaþáttanna „Mehr als 90 minuten“. Þetta eru þær Klara Bühl og Linda Sembrant. @fcbfrauen Glódís Perla Viggósdóttir er að sjálfsögðu í stóru hlutverki í nýjum heimildarmyndaþáttum um kvennalið Bayern München en fyrsti þátturinn var frumsýndur í gær. Þættirnir heita „Mehr als 90 minuten“ eða „Meira en bara þessar níutíu mínútur“. Þar var fylgst með liði Bayern á síðasta tímabili þegar Bayern stelpurnar urðu þýskir meistarar. Enska landsliðskonan og Evrópumeistarinn Georgia Stanway fékk svolítið á sig sviðsljósið í þessum fyrsta þætti og var Glódís okkar meðal annars spurð út í þennan snaggaralega miðjumann. „Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri, ef ég ég segi alveg eins og er,“ sagði Glódís Perla um Stanway. Stanway fór mikinn með enska landsliðinu á EM 2022 þegar þær ensku unnu fyrsta fótboltatitil þjóðar sinnar frá 1966. „Við vorum ekkert svo nánar á síðasta tímabili en núna erum við miklu nánari þar sem við erum líka orðnar nágrannar,“ sagði Glódís Perla. „Utan frá lítur hún kannski fyrir að vera hörð týpa af því að hún lætur vel finna fyrir sér inn á vellinum. Hún hækkar róminn og öskrar á fólk. Hún fer líka í alla 50/50 bolta líka þótt að þeir séu 40/60. Fer hundrað prósent í allt saman og vinnur líka oftast einvígin sín,“ sagði Glódís. „Hún er vissulega með hraða skel en um leið og hún hleypir þér inn á er hún vinalegasta stelpan sem þú finnur,“ sagði Glódís. Það er fylgst með því þegar Stanway fær sér nýtt húðflúr því hún er mikil áhugakona um húðflúr. Það má sjá fyrsta þáttinn af „Mehr als 90 minuten“ hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VzWdIqHwsBA">watch on YouTube</a> Þýski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira
Þættirnir heita „Mehr als 90 minuten“ eða „Meira en bara þessar níutíu mínútur“. Þar var fylgst með liði Bayern á síðasta tímabili þegar Bayern stelpurnar urðu þýskir meistarar. Enska landsliðskonan og Evrópumeistarinn Georgia Stanway fékk svolítið á sig sviðsljósið í þessum fyrsta þætti og var Glódís okkar meðal annars spurð út í þennan snaggaralega miðjumann. „Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri, ef ég ég segi alveg eins og er,“ sagði Glódís Perla um Stanway. Stanway fór mikinn með enska landsliðinu á EM 2022 þegar þær ensku unnu fyrsta fótboltatitil þjóðar sinnar frá 1966. „Við vorum ekkert svo nánar á síðasta tímabili en núna erum við miklu nánari þar sem við erum líka orðnar nágrannar,“ sagði Glódís Perla. „Utan frá lítur hún kannski fyrir að vera hörð týpa af því að hún lætur vel finna fyrir sér inn á vellinum. Hún hækkar róminn og öskrar á fólk. Hún fer líka í alla 50/50 bolta líka þótt að þeir séu 40/60. Fer hundrað prósent í allt saman og vinnur líka oftast einvígin sín,“ sagði Glódís. „Hún er vissulega með hraða skel en um leið og hún hleypir þér inn á er hún vinalegasta stelpan sem þú finnur,“ sagði Glódís. Það er fylgst með því þegar Stanway fær sér nýtt húðflúr því hún er mikil áhugakona um húðflúr. Það má sjá fyrsta þáttinn af „Mehr als 90 minuten“ hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VzWdIqHwsBA">watch on YouTube</a>
Þýski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira