Svindlið verður að útvarpsleikriti með Sölva Tryggva Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2024 20:02 Tvíhöfði snýr aftur í útvarpið á morgun og hefur aldrei verið betri. Vísir Tvíhöfði snýr aftur í útvarpið á X-977 á morgun. Jón Gnarr segir þá Sigurjón Kjartansson aldrei hafa verið spenntari fyrir því að snúa aftur til leiks en í bígerð er meðal annars útvarpsleikrit með Sölva Tryggvasyni sem byggt er á Facebook auglýsingu óprúttinna svikahrappa. „Við erum báðir með fráhvarfseinkenni yfir því að hafa ekki verið saman í útvarpi svona lengi,“ segir Jón Gnarr í samtali við Vísi. Vart þarf að kynna Tvíhöfða sem um árabil hefur verið einn vinsælasti skemmtiþáttur þjóðarinnar og er nú í hlaðvarpsformi á veitum Tal þar sem nálgast má áskriftarþætti, sem og í útvarpi í beinni útsendingu á X-977 á föstudögum í hverri viku frá 14:00 til 16:00. Líkt og alþjóð veit var Jón í forsetaframboði í sumar og á sama tíma að leika í sjónvarpsþáttum. Jón segist hafa tekið sér gott sumarfrí, náð að hlaða batteríin þar sem hann hafi gert fátt annað en að fara út að labba með hundinn sinn í „alvöru“ íslenskri sumarblíðu. Jón segir að þrátt fyrir að þeir félagar hafi verið saman í útvarpi í þó nokkur ár séu þeir alls ekki uppiskroppa með umræðuefni. Skiptast í tvær fylkingar fyrir kosningar „Við getum bara talað um hvað sem er! Tengslin á milli heimilislækna og heimilisbrauðs til dæmis. Af hverju er til heimilislæknir og líka heimilisbrauð?“ spyr Jón og skellir upp á sinn landsþekkta hátt. Hann bætir því við að síðan séu bandarískar forsetakosningar á næsta leyti. „Þar erum við svolítið að skiptast í tvær fylkingar. Sigurjón er svona Kamala maður en ég er meiri Trump maður! Við skulum ekki afskrifa Donald Trump bara þó hann sé gamall. Sigurjón er duglegur við að rífa hann niður og ég reyni að bera í bætifláka fyrir hann,“ segir Jón enn hlæjandi. „Vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum“ Hann bætir því við að í bígerð fyrir seríu haustsins sé jafnframt útvarpsleikrit. Það byggi á Facebook auglýsingu á lélegri íslensku sem búin var til af óprúttnum aðilum þar sem látið var líta út fyrir að Jón hefði hlaupið á sig í einhverskonar viðtali við Sölva Tryggvason. Jón Gnarr var ekki sá eini sem lenti í þessu en fjöldi íslenskra fyrirmenna líkt og Ari Eldjárn, Bjarni Ben og Þóra Arnórsdóttir lentu í hinu sama. „Hann vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum!“ stóð þarna stórum stöfum. Þetta gerðist auðvitað aldrei og ég fékk fjölda fyrirspurna frá fólki, hvort þetta væri plat eða í alvörunni? Og hvort ég vissi að það væri verið að svíkja fólk í mínu nafni!?“ Þeir félagar hafa meira að segja fengið Sölva Tryggvason með sér í lið í leikritið. „Þar sem ég var í viðtali hjá Sölva og hafði grætt rosa mikinn pening en mátti það ekki og Seðlabanki Íslands hringdi í útsendinguna! Gervigreindin er öflug þarna og býr þetta til.“ Þá segir Jón að fastir liðir verði á sínum stað sem aðdáendur þáttanna þekkja og nefnir Smásálina sem dæmi. Auk þess verði fullt af nýjum liðum. „Það mun hringja í okkur maður sem var svo virkur hér áður fyrr í Satanisma sem hefur miklar áhyggjur af því að það sé eins og enginn sé að tala um Satan lengur?! Það eru engar Satanískar messur í boði og bara allt búið. Er fólk bara búið að missa trú á Satan?“ X977 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Við erum báðir með fráhvarfseinkenni yfir því að hafa ekki verið saman í útvarpi svona lengi,“ segir Jón Gnarr í samtali við Vísi. Vart þarf að kynna Tvíhöfða sem um árabil hefur verið einn vinsælasti skemmtiþáttur þjóðarinnar og er nú í hlaðvarpsformi á veitum Tal þar sem nálgast má áskriftarþætti, sem og í útvarpi í beinni útsendingu á X-977 á föstudögum í hverri viku frá 14:00 til 16:00. Líkt og alþjóð veit var Jón í forsetaframboði í sumar og á sama tíma að leika í sjónvarpsþáttum. Jón segist hafa tekið sér gott sumarfrí, náð að hlaða batteríin þar sem hann hafi gert fátt annað en að fara út að labba með hundinn sinn í „alvöru“ íslenskri sumarblíðu. Jón segir að þrátt fyrir að þeir félagar hafi verið saman í útvarpi í þó nokkur ár séu þeir alls ekki uppiskroppa með umræðuefni. Skiptast í tvær fylkingar fyrir kosningar „Við getum bara talað um hvað sem er! Tengslin á milli heimilislækna og heimilisbrauðs til dæmis. Af hverju er til heimilislæknir og líka heimilisbrauð?“ spyr Jón og skellir upp á sinn landsþekkta hátt. Hann bætir því við að síðan séu bandarískar forsetakosningar á næsta leyti. „Þar erum við svolítið að skiptast í tvær fylkingar. Sigurjón er svona Kamala maður en ég er meiri Trump maður! Við skulum ekki afskrifa Donald Trump bara þó hann sé gamall. Sigurjón er duglegur við að rífa hann niður og ég reyni að bera í bætifláka fyrir hann,“ segir Jón enn hlæjandi. „Vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum“ Hann bætir því við að í bígerð fyrir seríu haustsins sé jafnframt útvarpsleikrit. Það byggi á Facebook auglýsingu á lélegri íslensku sem búin var til af óprúttnum aðilum þar sem látið var líta út fyrir að Jón hefði hlaupið á sig í einhverskonar viðtali við Sölva Tryggvason. Jón Gnarr var ekki sá eini sem lenti í þessu en fjöldi íslenskra fyrirmenna líkt og Ari Eldjárn, Bjarni Ben og Þóra Arnórsdóttir lentu í hinu sama. „Hann vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum!“ stóð þarna stórum stöfum. Þetta gerðist auðvitað aldrei og ég fékk fjölda fyrirspurna frá fólki, hvort þetta væri plat eða í alvörunni? Og hvort ég vissi að það væri verið að svíkja fólk í mínu nafni!?“ Þeir félagar hafa meira að segja fengið Sölva Tryggvason með sér í lið í leikritið. „Þar sem ég var í viðtali hjá Sölva og hafði grætt rosa mikinn pening en mátti það ekki og Seðlabanki Íslands hringdi í útsendinguna! Gervigreindin er öflug þarna og býr þetta til.“ Þá segir Jón að fastir liðir verði á sínum stað sem aðdáendur þáttanna þekkja og nefnir Smásálina sem dæmi. Auk þess verði fullt af nýjum liðum. „Það mun hringja í okkur maður sem var svo virkur hér áður fyrr í Satanisma sem hefur miklar áhyggjur af því að það sé eins og enginn sé að tala um Satan lengur?! Það eru engar Satanískar messur í boði og bara allt búið. Er fólk bara búið að missa trú á Satan?“
X977 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira