Símtal á lágpunkti úti í London breytti öllu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2024 14:00 Pétur Ernir Svavarsson, píanóleikari, söngvari, leikari - og nú einnig læknanemi. Stöð 2 Pétur Ernir Svavarsson 24 ára Ísfirðingur er snúinn heim til Íslands eftir að hafa elt tónlistardrauminn til London. Hann segir tímann í stórborginni hafa verið spennandi og lærdómsríkan en einnig afar erfiðan. Stóra tækifærið lét á sér standa, Pétur var á hraðleið í kulnun og eftir símtal frá góðri vinkonu ákvað hann að söðla um. Pétur hóf nám við læknisfræði í Háskóla Íslands nú í haust. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Ísafirði 2019 og stóð þá frammi fyrir tveimur valkostum: tónlistinni eða læknisfræði. Pétur tók sénsinn á tónlistinni; hann útskrifaðist með BA-gráðu í klassískum píanóleik frá Listaháskóla Íslands og fór svo í mastersnám í söngleikjaframkomu við Konunglega tónlistarskólann í London. Við settumst niður með Pétri í Íslandi í dag og ræddum vegferðina sem leiddi hann loks á skólabekk í Læknagarði. „Þetta var svona á þeim tímapunkti úti í London þar sem maður var kannski hvað lægst niðri og ég hringi á ákveðnum tímapunkti í góða vinkonu mína að vestan sem var með mér í tónlistarskólanum en er læknir núna,“ segir Pétur, inntur eftir því hvenær hann hafi ákveðið að láta reyna á læknisfræðina. „Og ég segi við hana, ég held að ég sé kominn í kulnun eða þunglyndi eða eitthvað. Og hún segir: Ég hélt að það væri augljóst? Og þá kviknaði á einhverri peru í hausnum á mér. [...] Ég hringi í mömmu mína, sem vill fá mig heim á Ísafjörð, finna hjálp og koma mér í góða, hreina loftið. Og mér fannst það góð hugmynd á þeim tímapunkti, ég vissi að það myndi gera mér gott. Og þá var í raun eina í stöðunni að finna mér nýtt markmið, snú aðeins við.“ Viðtalið við Pétur í Íslandi í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag er sýnt í opinni dagskrá að loknum fréttum og sporti mánudaga til fimmtudaga á Stöð 2. Ísland í dag Tónlist Tónlistarnám Streita og kulnun Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
Pétur hóf nám við læknisfræði í Háskóla Íslands nú í haust. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Ísafirði 2019 og stóð þá frammi fyrir tveimur valkostum: tónlistinni eða læknisfræði. Pétur tók sénsinn á tónlistinni; hann útskrifaðist með BA-gráðu í klassískum píanóleik frá Listaháskóla Íslands og fór svo í mastersnám í söngleikjaframkomu við Konunglega tónlistarskólann í London. Við settumst niður með Pétri í Íslandi í dag og ræddum vegferðina sem leiddi hann loks á skólabekk í Læknagarði. „Þetta var svona á þeim tímapunkti úti í London þar sem maður var kannski hvað lægst niðri og ég hringi á ákveðnum tímapunkti í góða vinkonu mína að vestan sem var með mér í tónlistarskólanum en er læknir núna,“ segir Pétur, inntur eftir því hvenær hann hafi ákveðið að láta reyna á læknisfræðina. „Og ég segi við hana, ég held að ég sé kominn í kulnun eða þunglyndi eða eitthvað. Og hún segir: Ég hélt að það væri augljóst? Og þá kviknaði á einhverri peru í hausnum á mér. [...] Ég hringi í mömmu mína, sem vill fá mig heim á Ísafjörð, finna hjálp og koma mér í góða, hreina loftið. Og mér fannst það góð hugmynd á þeim tímapunkti, ég vissi að það myndi gera mér gott. Og þá var í raun eina í stöðunni að finna mér nýtt markmið, snú aðeins við.“ Viðtalið við Pétur í Íslandi í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag er sýnt í opinni dagskrá að loknum fréttum og sporti mánudaga til fimmtudaga á Stöð 2.
Ísland í dag Tónlist Tónlistarnám Streita og kulnun Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira