Áður óséð myndefni tekið eftir morðið á Kennedy fer á uppboð Jón Þór Stefánsson skrifar 8. september 2024 15:36 John F. Kennedy sést hér í bílalestinni ásamt eiginkonu sinni Jacqueline Kennedy. Fyrir framan forsetann situr John Connally sem særðist alverlega í skotárásinni en lifði af. Getty Áður óséð myndband sem sýnir bílalest Johns F. Kennedy bruna í borginni Dallas skömmu eftir að Bandaríkjaforsetinn þáverandi var skotinn til bana 22. nóvember 1963 verður boðið upp seinna í þessum mánuði. Það var maður að nafni Dale Carpenter sem tók myndbandið upp á átta millimetra filmu. Hann er sagður hafa geymt myndbandið í íláti úr málmi merktu „JFK launmorðið“. Einn sonur hans, sem er í dag 63 ára gamall, sagði við New York Times að faðir hans hefði sjaldan sýnt öðrum myndefnið, líklega vegna óhugnanlegs viðfangs þess. Myndbandið er raun í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn var tekinn fyrir morðið þegar bílalest Kennedy fer um miðbæ Dallas. Þar virðist Carpenter rétt svo missa af forsetanum en nær að taka upp hluta bílalestarinnar. Seinni hlutinn er tekinn eftir morðið en þá hafði Carpenter fært sig, líklega í von um að ná að mynda forsetann, en þá sést bílalestin bruna fram hjá honum þegar var verið að flytja Kennedy á sjúkrahús. „Ljósmyndir og kvikmyndir sem þessar er oft á tíðum enn þarna úti. Það er enn verið að uppgötva eða enduruppgötva efni sem þetta í kjöllurum og bílskúrum,“ segir Stephen Fagin, safnstjóri Sixth Floor-safnsins, sem er staðsett í húsnæðinu þar sem Lee Harvey Oswald framdi launmorðið á Kennedy. Myndefnið verður boðið upp 28. september næstkomandi. Uppboðshaldarinn hefur í gegnum tíðina annast uppboð á munum sem tengjast tilræðinu með einum eða öðrum hætti, líkt og giftingarhring Oswald. Bandaríkin Einu sinni var... Tengdar fréttir Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. 10. september 2023 17:32 Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Það var maður að nafni Dale Carpenter sem tók myndbandið upp á átta millimetra filmu. Hann er sagður hafa geymt myndbandið í íláti úr málmi merktu „JFK launmorðið“. Einn sonur hans, sem er í dag 63 ára gamall, sagði við New York Times að faðir hans hefði sjaldan sýnt öðrum myndefnið, líklega vegna óhugnanlegs viðfangs þess. Myndbandið er raun í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn var tekinn fyrir morðið þegar bílalest Kennedy fer um miðbæ Dallas. Þar virðist Carpenter rétt svo missa af forsetanum en nær að taka upp hluta bílalestarinnar. Seinni hlutinn er tekinn eftir morðið en þá hafði Carpenter fært sig, líklega í von um að ná að mynda forsetann, en þá sést bílalestin bruna fram hjá honum þegar var verið að flytja Kennedy á sjúkrahús. „Ljósmyndir og kvikmyndir sem þessar er oft á tíðum enn þarna úti. Það er enn verið að uppgötva eða enduruppgötva efni sem þetta í kjöllurum og bílskúrum,“ segir Stephen Fagin, safnstjóri Sixth Floor-safnsins, sem er staðsett í húsnæðinu þar sem Lee Harvey Oswald framdi launmorðið á Kennedy. Myndefnið verður boðið upp 28. september næstkomandi. Uppboðshaldarinn hefur í gegnum tíðina annast uppboð á munum sem tengjast tilræðinu með einum eða öðrum hætti, líkt og giftingarhring Oswald.
Bandaríkin Einu sinni var... Tengdar fréttir Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. 10. september 2023 17:32 Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. 10. september 2023 17:32
Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01