Rooney kann enn að gera glæsimörk Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 08:02 Wayne Rooney var laufléttur í bragði á Old Trafford í gær. Getty/James Gill Wayne Rooney rifjaði upp gamla takta þegar hann skoraði gullfallegt aukaspyrnumark á Old Trafford í gær, í góðgerðaleik. Rooney er kannski aðeins þyngri á sér núna en þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Manchester United og enska landsliðið á árum áður. En þessi 38 ára gamli þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá Plymouth kann samt sem áður enn að skora glæsimörk. Aukaspyrnuna hans í gær, sem fór yfir varnarvegg og efst í vinkilinn, má sjá hér að neðan. 🏴 Wayne Rooney, at 38 years old, scores Manchester United's first free-kick goal at Old Trafford in two years. 😅🎯 pic.twitter.com/8PPh6ckyad— CentreGoals. (@centregoals) September 7, 2024 Um var að ræða góðgerðaleik á milli United- og Celtic-goðsagna og fór leikurinn 1-1, en Celtic vann svo 5-4 í vítaspyrnukeppni. Um ein milljón punda, eða rúmar 180 milljónir króna, söfnuðust til styrktar Manchester United Foundation, sem styður við börn í Manchester. „Það var einstakt að snúa aftur á Old Trafford í dag fyrir þennan goðsagnaleik og allt í þágu góðs málstaðar. Manchester United Foundation er að gera frábæra hluti og það er alltaf gaman að geta lagt hönd á plóg, eftir að hafa fylgst með starfinu og séð hverju það skilar,“ sagði Rooney. <Another look at that @WayneRooney free-kick? Go on then.#MUFC || @MU_Foundation pic.twitter.com/CrGec73FGb— Manchester United (@ManUtd) September 7, 2024 „Þetta er frábært málefni og það er mikilvægt að við höldum áfram að styðja við það til að kalla fram bros á andlitum barna,“ bætti hann við. Auk Rooneys voru menn á borð við Dimitar Berbatov, Antonio Valencia, Michael Carrick, Mikael Silvestre og Ronny Johnsen í liði United. Þeir Paul Scholes, Nicky Butt og Denis Irwin komu inn á, en liðinu var stýrt af Bryan Robson. Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og var einnig markahæsti landsliðsmaður Englands á árunum 2015 til 2023, eða þar til að Harry Kane sló metið hans. Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Rooney er kannski aðeins þyngri á sér núna en þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Manchester United og enska landsliðið á árum áður. En þessi 38 ára gamli þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá Plymouth kann samt sem áður enn að skora glæsimörk. Aukaspyrnuna hans í gær, sem fór yfir varnarvegg og efst í vinkilinn, má sjá hér að neðan. 🏴 Wayne Rooney, at 38 years old, scores Manchester United's first free-kick goal at Old Trafford in two years. 😅🎯 pic.twitter.com/8PPh6ckyad— CentreGoals. (@centregoals) September 7, 2024 Um var að ræða góðgerðaleik á milli United- og Celtic-goðsagna og fór leikurinn 1-1, en Celtic vann svo 5-4 í vítaspyrnukeppni. Um ein milljón punda, eða rúmar 180 milljónir króna, söfnuðust til styrktar Manchester United Foundation, sem styður við börn í Manchester. „Það var einstakt að snúa aftur á Old Trafford í dag fyrir þennan goðsagnaleik og allt í þágu góðs málstaðar. Manchester United Foundation er að gera frábæra hluti og það er alltaf gaman að geta lagt hönd á plóg, eftir að hafa fylgst með starfinu og séð hverju það skilar,“ sagði Rooney. <Another look at that @WayneRooney free-kick? Go on then.#MUFC || @MU_Foundation pic.twitter.com/CrGec73FGb— Manchester United (@ManUtd) September 7, 2024 „Þetta er frábært málefni og það er mikilvægt að við höldum áfram að styðja við það til að kalla fram bros á andlitum barna,“ bætti hann við. Auk Rooneys voru menn á borð við Dimitar Berbatov, Antonio Valencia, Michael Carrick, Mikael Silvestre og Ronny Johnsen í liði United. Þeir Paul Scholes, Nicky Butt og Denis Irwin komu inn á, en liðinu var stýrt af Bryan Robson. Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og var einnig markahæsti landsliðsmaður Englands á árunum 2015 til 2023, eða þar til að Harry Kane sló metið hans.
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira