Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 23:12 Liz og Dick Cheney á kjörstað í forvali repúblikana í Wyoming árið 2022. Nær óhugsandi hefði verið fyrir nokkrum árum að fyrrverandi varaforseti repúblikana greiddi frambjóðanda demókrata til forseta atkvæði sitt. AP/Jabin Botsford/Washington Post Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. Dóttir Cheney, Liz Cheney, greindi frá því að faðir hennar ætlaði að kjósa Harris þrátt fyrir að hann hefði verið repúblikani alla sína tíð á viðburði í Texas í dag. Cheney staðfesti það sjálfur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfarið. „Það má aldrei treysta honum fyrir völdum aftur. Hvert okkar sem borgarar hefur skyldu til þess að setja landið ofar flokkshagsmunum til þess að verja stjórnarskrána. Þess vegna ætla ég að greiða Kamölu Harris varaforseta atkvæði mitt,“ sagði í yfirlýsingunni frá Cheney sem var varaforseti George W. Bush frá 2001 til 2009. Talsmaður forsetaframboðs Trump brást við fyrirspurn AP-fréttastofunnar um stuðningsyfirlýsingu Cheney-feðginanna við Harris með því að spyrja á móti: „Hver er Liz Cheney?“ Sett út af sakramentinu fyrir að gagnrýna Trump Feðginin studdu bæði Trump í kosningunum árið 2016. Þó byrjaði að anda köldu á milli þeirra eftir að Liz Cheney, sem þá var fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Wyoming, gagnrýndi utanríkisstefnu Trump. Forsetinn gagnrýndi á móti stríðsrekstur sem Dick Cheney átti frumkvæði að í Afganistan og Írak. Þannig héldu feðginin sig til hlés í forsetakosningunum árið 2020. Eftir að Liz Cheney greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið árið 2021 varð hún hornreka í flokknum sem úthýsti henni á endanum úr forystusveit sinni. Það jók ekki vinsældir Cheney á meðal flokkssystkina hennar að hún sat í þingnefnd sem rannsakaði árásina á þinghúsið. Hún náði ekki endurkjöri í síðustu þingkosningum. Í kosningaauglýsingu fyrir Liz Cheney árið 2022 kallaði Dick Cheney Trump „bleyðu“ fyrir að reyna að stela forsetakosningunum með lygum og ofbeldi eftir að kjósendur höfnuðu honum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Dóttir Cheney, Liz Cheney, greindi frá því að faðir hennar ætlaði að kjósa Harris þrátt fyrir að hann hefði verið repúblikani alla sína tíð á viðburði í Texas í dag. Cheney staðfesti það sjálfur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfarið. „Það má aldrei treysta honum fyrir völdum aftur. Hvert okkar sem borgarar hefur skyldu til þess að setja landið ofar flokkshagsmunum til þess að verja stjórnarskrána. Þess vegna ætla ég að greiða Kamölu Harris varaforseta atkvæði mitt,“ sagði í yfirlýsingunni frá Cheney sem var varaforseti George W. Bush frá 2001 til 2009. Talsmaður forsetaframboðs Trump brást við fyrirspurn AP-fréttastofunnar um stuðningsyfirlýsingu Cheney-feðginanna við Harris með því að spyrja á móti: „Hver er Liz Cheney?“ Sett út af sakramentinu fyrir að gagnrýna Trump Feðginin studdu bæði Trump í kosningunum árið 2016. Þó byrjaði að anda köldu á milli þeirra eftir að Liz Cheney, sem þá var fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Wyoming, gagnrýndi utanríkisstefnu Trump. Forsetinn gagnrýndi á móti stríðsrekstur sem Dick Cheney átti frumkvæði að í Afganistan og Írak. Þannig héldu feðginin sig til hlés í forsetakosningunum árið 2020. Eftir að Liz Cheney greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið árið 2021 varð hún hornreka í flokknum sem úthýsti henni á endanum úr forystusveit sinni. Það jók ekki vinsældir Cheney á meðal flokkssystkina hennar að hún sat í þingnefnd sem rannsakaði árásina á þinghúsið. Hún náði ekki endurkjöri í síðustu þingkosningum. Í kosningaauglýsingu fyrir Liz Cheney árið 2022 kallaði Dick Cheney Trump „bleyðu“ fyrir að reyna að stela forsetakosningunum með lygum og ofbeldi eftir að kjósendur höfnuðu honum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40