Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 09:50 Krikket nýtur mikilla vinsælda í Suður-Asíu. Getty Yfirvöld í bænum Monfalcone á Ítalíu, skammt frá landamærum Slóveníu, hafa bannað krikket og iðkendur þurfa því að leita utan bæjarmarkanna til að æfa sig og spila. Bannið er liður í aðgerðum til að „vernda“ menningu bæjarins og kristna trú, að sögn bæjarstjórans Önnu Mariu Cisint. Monfalcone er í þeirri sérstöku stöðu að um þriðjungur 30 þúsund íbúa er innflytjendur, sem flestir hafa komið frá Bangladess til að vinna í Fincantieri-slippnum, þeim stærsta í Evrópu. Ómögulegt hefur reynst að fá heimamenn til starfa í slippnum. „Það er mjög mikil íslömsk öfgahyggja hér. Kúltúr þar sem farið er illa með konur og þær kúgaðar af körlum,“ segir Cisint, sem sjálf tilheyrir Norðurbandalagi Matteo Salvini. Cisint segir að verið sé að þurrka út sögu Monfalcone og að allt sé á niðurleið. Aðgerðirnar gegn aðfluttum íbúum bæjarins hafa meðal annar falist í því að fjarlægja bekki í miðbænum þar sem Bangladessar sátu og ræddu saman og, eins og fyrr segir, að banna krikket. „Þeir hafa ekki gefið neitt til bæjarins, samfélagsins. Ekkert. Þeim er frjálst að fara og spila krikket annars staðar... fyrir utan Monfalcone,“ segir Cisint um íbúana frá Bangladess, þar sem krikket er þjóðaríþrótt. Bæjarstjórinn nýtur verndar lögreglu allan sólahringinn vegna líflátshótana sem hún hefur fengið vegna afstöðu sinnar til múslima. In the Italian town of Monfalcone on the Adriatic coast, the mayor has tried to effectively ban collective prayer and stop cricket - the Bangladeshi national sport - from being played.@SofiaBettiza speaks to the town's residents https://t.co/udvOQJQIM4— BBC World Service (@bbcworldservice) August 13, 2024 Cisint hefur meðal annars sagt að daglegt líf múslima frá Bangladess sé „ósamrýmanlegt“ daglegu lífi innfæddra Ítala og gekk svo langt að banna bænastundir í tveimur samkomuhúsum múslima í bænum. „Fólk úr bænum sendi mér sláandi myndir og myndskeið sem sýna fjölda fólks biðja í miðstöðvunum tveimur, allt að 1.900 manns í einni byggingu,“ segir hún. „Svo eru hjól úti um allt á gangstéttinni og háværar bænir fimm sinnum á dag, jafnvel á nóttunni.“ Bannið var rökstutt þannig að miðstöðvarnar væru ekki formleg bænahús en íslam nýtur ekki formlega stöðu sem trúarbrögð á Ítalíu og því getur verið þrautin þyngri að fá leyfi til að byggja mosku. Það var síðar fellt úr gildi. Íbúar Monfalcone frá Bangladess lýsa fordómum og áreiti og eiga erfitt með að sjá fyrir sér að búa í bænum til framtíðar. „Við erum ekki til neinna vandræða. Við greiðum skatta. En þau vilja okkur ekki hérna,“ segir Miah Bappy, starfsmaður Ficantieri og áhugamaður um krikket. Hann bendir á að ef allir Banglaessarnir í Monfalcone flyttu á brott yrði enginn eftir til að vinna í slippnum. Þess má geta að Cisint hefur verið kjörin á Evrópuþingið. Ítalía Bangladess Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Bannið er liður í aðgerðum til að „vernda“ menningu bæjarins og kristna trú, að sögn bæjarstjórans Önnu Mariu Cisint. Monfalcone er í þeirri sérstöku stöðu að um þriðjungur 30 þúsund íbúa er innflytjendur, sem flestir hafa komið frá Bangladess til að vinna í Fincantieri-slippnum, þeim stærsta í Evrópu. Ómögulegt hefur reynst að fá heimamenn til starfa í slippnum. „Það er mjög mikil íslömsk öfgahyggja hér. Kúltúr þar sem farið er illa með konur og þær kúgaðar af körlum,“ segir Cisint, sem sjálf tilheyrir Norðurbandalagi Matteo Salvini. Cisint segir að verið sé að þurrka út sögu Monfalcone og að allt sé á niðurleið. Aðgerðirnar gegn aðfluttum íbúum bæjarins hafa meðal annar falist í því að fjarlægja bekki í miðbænum þar sem Bangladessar sátu og ræddu saman og, eins og fyrr segir, að banna krikket. „Þeir hafa ekki gefið neitt til bæjarins, samfélagsins. Ekkert. Þeim er frjálst að fara og spila krikket annars staðar... fyrir utan Monfalcone,“ segir Cisint um íbúana frá Bangladess, þar sem krikket er þjóðaríþrótt. Bæjarstjórinn nýtur verndar lögreglu allan sólahringinn vegna líflátshótana sem hún hefur fengið vegna afstöðu sinnar til múslima. In the Italian town of Monfalcone on the Adriatic coast, the mayor has tried to effectively ban collective prayer and stop cricket - the Bangladeshi national sport - from being played.@SofiaBettiza speaks to the town's residents https://t.co/udvOQJQIM4— BBC World Service (@bbcworldservice) August 13, 2024 Cisint hefur meðal annars sagt að daglegt líf múslima frá Bangladess sé „ósamrýmanlegt“ daglegu lífi innfæddra Ítala og gekk svo langt að banna bænastundir í tveimur samkomuhúsum múslima í bænum. „Fólk úr bænum sendi mér sláandi myndir og myndskeið sem sýna fjölda fólks biðja í miðstöðvunum tveimur, allt að 1.900 manns í einni byggingu,“ segir hún. „Svo eru hjól úti um allt á gangstéttinni og háværar bænir fimm sinnum á dag, jafnvel á nóttunni.“ Bannið var rökstutt þannig að miðstöðvarnar væru ekki formleg bænahús en íslam nýtur ekki formlega stöðu sem trúarbrögð á Ítalíu og því getur verið þrautin þyngri að fá leyfi til að byggja mosku. Það var síðar fellt úr gildi. Íbúar Monfalcone frá Bangladess lýsa fordómum og áreiti og eiga erfitt með að sjá fyrir sér að búa í bænum til framtíðar. „Við erum ekki til neinna vandræða. Við greiðum skatta. En þau vilja okkur ekki hérna,“ segir Miah Bappy, starfsmaður Ficantieri og áhugamaður um krikket. Hann bendir á að ef allir Banglaessarnir í Monfalcone flyttu á brott yrði enginn eftir til að vinna í slippnum. Þess má geta að Cisint hefur verið kjörin á Evrópuþingið.
Ítalía Bangladess Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira