Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 11:40 Úr dómsal á mánudaginn. Hin 72 ára gamla Gisèle bað um að réttarhöldin yrðu opin, því gerendur hennar vildu það ekki. ENEX Einhver umtöluðustu réttarhöld síðustu ára hófust í Frakklandi í vikunni, þar sem verið er að rétta yfir 71 árs manni sem sakaður er um að hafa byrlað eiginkonu sinni til fimmtíu ára um árabil og leyft að minnsta kosti 72 mönnum að nauðga henni. Réttarhöld sem þessi fara iðulega fram fyrir luktum dyrum en konan krafðist þess að þessi réttarhöld yrðu opin. Antoine Camus, lögmaður hennar, segir að mennirnir sem nauðguðu henni hefðu viljað hafa lokuð réttarhöld og þess vegna vildi hún að þau yrðu opin, samkvæmt frétt France24. Camus segir að réttarhöldin muni reynast konunni gífurlega erfið. Hún muni þurfa að upplifa ítrekaðar nauðganir sem hún varð fyrir, þó hún muni ekki eftir þeim. Einhverjar upptökur af nauðgununum verða spilaðar í dómsalnum en bæði maðurinn og konan hafa setið andspænis hvort öðru í dómsal í vikunni. Búist er við því að réttarhöldin muni standa yfir fram að jólum. Hér að neðan má sjá konuna og þrjú börn hennar mæta í dómsal á mánudaginn. Dóttir þeirra þurfti að yfirgefa dómsalinn í gær þegar í ljós kom að faðir hennar hafði tekið nektarmyndir af henni og vistað á tölvu sinni. 🇫🇷 A #French pensioner went on trial Monday accused of recruiting dozens of strangers online to #rape his wife after he #drugged her into unconsciouness. Fifty other men are also on trial in #Avignon for allegedly participating in the abuse.@emeraldmaxwell has the story ⤵️ pic.twitter.com/H6Cq3euxrg— FRANCE 24 English (@France24_en) September 2, 2024 Eiginmaðurinn, sem gengur undir nafninu Dominique Pelicot og er 71 árs. Konan, sem heitir Gisèle, er 72 ára. Hún hefur skilið við hann og breytt nafni sínu. Pelicot hefur játað brot sín en sagðist upprunalega hafa byrlað eiginkonu sinni svo hann gæti gert hluti sem hún neitaði og klætt hana í föt sem hún neitaði að klæðast. Seinna meir hafi hann byrjað að bjóða öðrum að taka þátt. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun og morð á 23 ára konu sem átti sér stað árið 1991. Hann neitar því að hafa framið morðið en hefur játað að hafa reynt að nauðga nítján ára konu árið 1999 en þar fundust lífsýni sem bentu til þess að hann hafi reynt að nauðga konu. Gómaður við að taka myndir undir pils kvenna Árið 2020 hafði konan lést töluvert og hár hennar hafði þynnst á undangengnum árum. Hún átti einnig í vandræðum með minni sitt og mundi ekki eftir heilu dögunum. Börn hennar og vinir óttuðust að hún væri með Alzheimers. Undir lok ársins var hún boðuð á lögreglustöð þar sem henni var gert ljóst hvernig eiginmaður hennar og hinir mennirnir hefðu brotið á henni. Í september það ár hafði Pelicot verið gómaður við að reyna að taka ljósmyndir undir pils þriggja kvenna í verslunarmiðstöð og fundu lögregluþjónar rúmlega tuttugu þúsund ljósmyndir og myndbönd af mönnum nauðga eiginkonu hans í fórum hans, samkvæmt frétt New York Times. Upprunalega var fjöldi grunaðra 83. Hann hafði þá tekið fjölda manna upp nauðga konunni á heimilum þeirra nærri París og í bænum Mazan á milli áranna 2011 til 2020 og fundust einnig skilaboð á netinu þar sem hann hafði fundið ókunnuga menn til að nauðga henni. Mennina fann hann á netspjallborðinu „a son insu“ (á frönsku þýðir það „án þess að hún/hann viti“). Þar ræddu meðlimir vettvangsins sín á milli um nauðganir sem þeir framkvæma á konum, oft þegar búið er að byrla þeim. Pelicot er sagður hafa mulið niður svefnpillur og set í mat hennar og drykki til að svæfa hana áður en hann fékk menn í heimsókn til að nauðga henni. Í ljós hefur komið að konunni var nauðgað að minnsta kosti 92 sinnum af minnst 71 manni og tók eiginmaðurinn í einhverjum tilfellum þátt í nauðgununum og hvatti mennina áfram. Búið er að bera kennsl á 51 þeirra og eru þeir á aldrinum 26 til 74 ára. Þeir hafa verið ákærðir fyrir nauðgun. Meðal mannanna sem hafa verið ákærðir eru fjölskyldumenn, giftir og einhleypir menn sem starfað hafa á ýmsum sviðum. Einn var hermaður, annar var blaðamaður og enn einn var smiður. Þá var einn fangavörður, annar hjúkrunarfræðingur og einn slökkviliðsmaður. Margir eiga börn. Flestir þeirra nauðguðu konunni einu sinni en nokkrir gerðu það oftar. Einn mannanna er þó sagður hafa nauðgað henni sex sinnum. Engir peningar gengu mannanna á milli. Einhverjir þeirra hafa haldið því fram að þeir hefðu talið að þeir væru að taka þátt í kynlífsathöfnum hjónanna og að konan hefði veitt leyfi. Pelicot segir þó að hann hafi sagt þeim öllum að hann hefði byrlað henni í óþökk hennar. Flestir mannanna standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist, verði þeir sakfelldir. Pelicot er þeirra á meðal. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pelicot Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Réttarhöld sem þessi fara iðulega fram fyrir luktum dyrum en konan krafðist þess að þessi réttarhöld yrðu opin. Antoine Camus, lögmaður hennar, segir að mennirnir sem nauðguðu henni hefðu viljað hafa lokuð réttarhöld og þess vegna vildi hún að þau yrðu opin, samkvæmt frétt France24. Camus segir að réttarhöldin muni reynast konunni gífurlega erfið. Hún muni þurfa að upplifa ítrekaðar nauðganir sem hún varð fyrir, þó hún muni ekki eftir þeim. Einhverjar upptökur af nauðgununum verða spilaðar í dómsalnum en bæði maðurinn og konan hafa setið andspænis hvort öðru í dómsal í vikunni. Búist er við því að réttarhöldin muni standa yfir fram að jólum. Hér að neðan má sjá konuna og þrjú börn hennar mæta í dómsal á mánudaginn. Dóttir þeirra þurfti að yfirgefa dómsalinn í gær þegar í ljós kom að faðir hennar hafði tekið nektarmyndir af henni og vistað á tölvu sinni. 🇫🇷 A #French pensioner went on trial Monday accused of recruiting dozens of strangers online to #rape his wife after he #drugged her into unconsciouness. Fifty other men are also on trial in #Avignon for allegedly participating in the abuse.@emeraldmaxwell has the story ⤵️ pic.twitter.com/H6Cq3euxrg— FRANCE 24 English (@France24_en) September 2, 2024 Eiginmaðurinn, sem gengur undir nafninu Dominique Pelicot og er 71 árs. Konan, sem heitir Gisèle, er 72 ára. Hún hefur skilið við hann og breytt nafni sínu. Pelicot hefur játað brot sín en sagðist upprunalega hafa byrlað eiginkonu sinni svo hann gæti gert hluti sem hún neitaði og klætt hana í föt sem hún neitaði að klæðast. Seinna meir hafi hann byrjað að bjóða öðrum að taka þátt. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun og morð á 23 ára konu sem átti sér stað árið 1991. Hann neitar því að hafa framið morðið en hefur játað að hafa reynt að nauðga nítján ára konu árið 1999 en þar fundust lífsýni sem bentu til þess að hann hafi reynt að nauðga konu. Gómaður við að taka myndir undir pils kvenna Árið 2020 hafði konan lést töluvert og hár hennar hafði þynnst á undangengnum árum. Hún átti einnig í vandræðum með minni sitt og mundi ekki eftir heilu dögunum. Börn hennar og vinir óttuðust að hún væri með Alzheimers. Undir lok ársins var hún boðuð á lögreglustöð þar sem henni var gert ljóst hvernig eiginmaður hennar og hinir mennirnir hefðu brotið á henni. Í september það ár hafði Pelicot verið gómaður við að reyna að taka ljósmyndir undir pils þriggja kvenna í verslunarmiðstöð og fundu lögregluþjónar rúmlega tuttugu þúsund ljósmyndir og myndbönd af mönnum nauðga eiginkonu hans í fórum hans, samkvæmt frétt New York Times. Upprunalega var fjöldi grunaðra 83. Hann hafði þá tekið fjölda manna upp nauðga konunni á heimilum þeirra nærri París og í bænum Mazan á milli áranna 2011 til 2020 og fundust einnig skilaboð á netinu þar sem hann hafði fundið ókunnuga menn til að nauðga henni. Mennina fann hann á netspjallborðinu „a son insu“ (á frönsku þýðir það „án þess að hún/hann viti“). Þar ræddu meðlimir vettvangsins sín á milli um nauðganir sem þeir framkvæma á konum, oft þegar búið er að byrla þeim. Pelicot er sagður hafa mulið niður svefnpillur og set í mat hennar og drykki til að svæfa hana áður en hann fékk menn í heimsókn til að nauðga henni. Í ljós hefur komið að konunni var nauðgað að minnsta kosti 92 sinnum af minnst 71 manni og tók eiginmaðurinn í einhverjum tilfellum þátt í nauðgununum og hvatti mennina áfram. Búið er að bera kennsl á 51 þeirra og eru þeir á aldrinum 26 til 74 ára. Þeir hafa verið ákærðir fyrir nauðgun. Meðal mannanna sem hafa verið ákærðir eru fjölskyldumenn, giftir og einhleypir menn sem starfað hafa á ýmsum sviðum. Einn var hermaður, annar var blaðamaður og enn einn var smiður. Þá var einn fangavörður, annar hjúkrunarfræðingur og einn slökkviliðsmaður. Margir eiga börn. Flestir þeirra nauðguðu konunni einu sinni en nokkrir gerðu það oftar. Einn mannanna er þó sagður hafa nauðgað henni sex sinnum. Engir peningar gengu mannanna á milli. Einhverjir þeirra hafa haldið því fram að þeir hefðu talið að þeir væru að taka þátt í kynlífsathöfnum hjónanna og að konan hefði veitt leyfi. Pelicot segir þó að hann hafi sagt þeim öllum að hann hefði byrlað henni í óþökk hennar. Flestir mannanna standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist, verði þeir sakfelldir. Pelicot er þeirra á meðal.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pelicot Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira